Sigmundur Ó. Steinarsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldrei tekið á móti liði frá Spáni á Íslandi

Valur mætir spænska liðinu Elche frá Alicante í Evrópubikarkeppni EHF í 32 liða úrslitum í byrjun desember. Fimm sinnum í gegnum tíðina hafa íslensk kvennalið leikið gegn liðum frá Spáni í Evrópukeppni félagsliða, en aldrei hafa leikmenn liðanna frá Spáni...

Dánjal skoraði 500. Evrópumark ÍBV

Dánjal Ragnarsson skoraði 500. mark ÍBV í Evrópukeppni, þegar Eyjamenn lögðu Holon HC frá Ísrael í Evrópubikarkeppninni í Eyjum á laugardaginn, 41:35. ÍBV vann einnig seinni leikinn í Eyjum á sunnudag, 33:32. ÍBV hefur tekið þátt í 20 leikjum í...

Alfreð kemur ekki að tómum kofanum!

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og sigursælasti þjálfari Íslands í handknattleik, sagði frá því í viðtali við Sunnudags Moggann í sumar, að hann væri kominn í fast samband með indælli konu, Hrund Gunnsteinsdóttir. Alfreð missti eiginkonu sína, Köru Guðrúnu Melstað, eftir...

ÓL Í 50 ÁR: ​​​​​„Létum Tékka hafa okkur út í tóma vitleysu!“

Í dag 30. ágúst eru liðin 50 ár síðan íslenska landsliðið í handknattleik lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikum, gegn Austur-Þýskalandi í Augsburg. Ég held hér áfram að rifja upp upphafið á Ólympíusögu landsliðsins í þriðja pistli mínum. GREIN 1:...
- Auglýsing-

ÓL Í 50 ÁR: Hjalti gaf sjóvettlinga og Geir með handleggi á „kúluliðum“!​​​​​

Í dag 27. ágúst 2022 eru liðin 50 ár frá því að handknattleikslandsliðið tók þátt í setningarathöfn Ólympíuleikana í München 1972, með því að ganga inn á Ólympíuleikvanginn. Geir Hallsteinsson var fánaberi íslenska hópsins, sem var fjölmennur. Þátttakendur, þjálfarar,...

ÓL Í 50 ÁR:​​​​​ Benedikt flutti gleðifréttir frá Madrid

Í dag 24. ágúst 2022 eru 50 ár liðin frá því að landsliðshópur Íslands í handknattleik mætti í ólympíuþorpið í München í Þýskalandi til að taka þátt í fyrsta skipti á Ólympíuleikum, sem fram fóru í München 26. ágúst...

„Kaup og sölur“ hjá konunum?

Það er næsta víst, að eitthvað verður um „kaup og sölur“ í kvennaleikjum Íslands í Evrópukeppninni í handknattleik, eftir að dregið var í morgun, 19. júlí, í Evrópubikarkeppni EHF, þar sem þrjú lið eru með í keppninni og þurfa...

Markakóngurinn Guðjón Valur​​​ engum líkur

Guðjón Valur Sigurðsson, annar af tveimur bestu handknattleiksmönnum Íslands – hinn er Ólafur Stefánsson, er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í þýsku „Bundesligunni“ í handknattleik. „Goggi“ eins og Guðjón Valur er kallaður, hefur skorað 2.239 mörk í...
- Auglýsing-

​​​​​Alexander Petersson í sögubækurnar!

 Alexander Petersson er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur náð að rjúfa 500 leikja múrinn í „Bundesligunni“ en hann lék 522 leiki á 18 keppnistímabilum í deildinni. Alexander, sem lék kveðjuleik sinn í Þýskalandi í Lemgo á dögunum, hóf...

Siggi Sveins skaut eins og John Wayne!

Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, og Bjarki Már Elísson, Lemgo, urðu að játa sig sigraða í markakóngskeppni við Danann Íslandsættaða Hans Óttar Lindberg, Füchse Berlín, þegar síðasta umferð þýsku „Bundesligunnar“ fór fram í dag, 12. júní. Hans Óttar var búinn...

Um höfund

Sigmundur Ó. Steinarsson er reyndasti íþróttafréttamaður landsins með yfir fimm áratuga starfsreynslu. Hann skrifar reglulega pistla og greinar fyrir handbolti.is lesendum til gagns og fróðleiks. Netfang: soss@simnet.is
88 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -