Lokahóf handknattleiksdeildar ÍR fór fram að kvöldi síðasta vetrardags. Þar komu saman leikmenn, sjálfboðaliðar og aðrir velunnarar deildarinnar og gerðu upp veturinn. Sjálfboðaliðar deildarinnar fengu þakklætisvott frá félaginu og leikmenn voru verðlaunaðir fyrir framgöngu sína í vetur.
Kvennalið ÍR lék...
Anna Karen Hansdóttir hefur skrifað undur nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar. Anna Karen er 22 ára vinstri hornamaður. Hún kom til Stjörnunnar fyrir fjórum árum frá Danmörku þar sem hún er fædd og uppalin. Í Danmörku lék Anna Karen...
FH-ingar unnu ÍBV, 36:28, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í gær. FH hefur þar með tvo vinninga en Eyjamenn engan. Deildarmeisturum FH vantar einn vinning til viðbótar til þess að tryggja sér...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik flytur til Þýskalands í sumar og verður leikmaður þýska 1. deildarliðsins Blomberg-Lippe frá og með næsta keppnistímabili. Hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Frá þessu er greint á heimasíðu Blomberg-Lippe í...
Grótta jafnaði metin í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að leggja Aftureldingu, 31:27, í annarri viðureign liðanna sem fram fór í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Liðin hafa þar með hvort sinn vinninginn og mætast í þriðja...
Karlalið Vals lagði af stað til Rúmeníu snemma í morgun en liðsins bíður á sunnudaginn síðari viðureignin við rúmenska liðið Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Eftir átta marka sigur á heimavelli á sunnudaginn, 36:28, stendur Valur...
Sigvaldi Björn Guðjónsson, fyrirliði norska meistaraliðsins Kolstad, skoraði fimm mörk þegar liðið vann Drammen, 32:26, í fyrstu umferð undanúrslita úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikur fór fram í Kolstad Arena í Þrándheimi.
Róbert Sigurðarson lét til sín í taka í...
Handknattleiksmarkvöðurinn Arnór Freyr Stefánsson hefur ákveðið að taka fram keppnisskóna á nýjan leik og ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR. Arnór Freyr lék síðast með Stjörnunni leiktíðina 2022/2023 en dró saman seglin fyrir ári og varð markvarðaþjálfari Stjörnunnar...
Pólska meistaraliðið Industria Kielce vann Evrópumeistara SC Magdeburg með eins marks mun, 27:26, í fyrra viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Kielce í Póllandi í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í Magdeburg eftir...
https://www.youtube.com/watch?v=bypkCIEYWzE
„Þetta var bara geggjað, allt fyrir áhorfendur, sveiflur og síðan alvöru spenna í lokin. Ég held að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson leikmaður Aftureldingar glaður í bragði í samtali við handbolta.is eftir sigur Aftureldingar...
Afturelding vann Val með þriggja marka mun, 28:25, að Varmá í kvöld í stórskemmtilegum handboltaleik í húrrandi stemningu að kvöldi síðasta vetrardags að Varmá í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Aftureldingarliðið lék frábærlega síðustu 10...
Eva Björk Davíðsdóttir hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til næstu tveggja ára, eða út leiktíðina í sumarbyrjun 2026. Eva Björk hefur verið ein kjölfesta Stjörnuliðsins síðan hún kom til félagsins sumarið 2020 og var m.a. fjórða markahæst...
Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu verður föstudaginn 29. nóvember gegn Hollendingum. Til stendur að flautað verði til leiks klukkan 17 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki. Síðar um kvöldið eigast við Þýskaland og Úkraína.
Sjá einnig:Íslenska landsliðið leikur...
Carlos Martin Santos tekur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Selfossi af Þóri Ólafssyni. Handknattleiksdeild Selfoss staðfesti ráðninguna í tilkynningu í gærkvöld en áður hafði fréttin m.a. verið sögð í hlaðvarpsþætti á vegum félagsins fyrr í vikunni.
Carlos er ráðinn til...
https://www.youtube.com/watch?v=M0Da96Rn3-0
(upptaka á farsíma handbolta.is)
Haukar unnu upp þriggja marka forskot Fram á liðlega tveimur síðustu mínútum fyrsta leiks liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Leikmenn Hauka unnu boltann þegar 26 sekúndur voru til leiksloka. Fram var marki...