Jovan Kukobat var hetja Aftureldingar í kvöld þegar hann kom í veg fyrir að Stjarnan næði í framlengingu í fyrstu viðureign liðanna í átta lið úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá. Kukobat varði frá línumanni Stjörnunnar, Þórði Tandra...
Valur vann tók Fram hreinlega í kennslustund í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Aldrei var var vafi hvort liðið færi með sigur úr býtum. Lokatölur, 41:23, eftir...
Nikola Portner markvörður Evrópumeistara SC Magdeburg og svissneska landsliðsins féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir á dögunum. Hann greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum og segist ekki vita sitt rjúkandi ráð enda aldrei neytt ólöglegra lyfja. Í tilkynningu...
Elmar Erlingsson yfirgefur ÍBV eftir keppnistímabilið og flytur til Þýskalands. Hann hefur samið við Nordhorn-Lingen sem leikur í næst efstu deild. Félagið segir frá komu Elmars í dag. Nordhorn situr í 11. sæti 2. deildar um þessar mundir en...
Rautt spjald og blátt fóru á loft á Torfnesi í gærkvöld þegar Hörður og Þór mættust í fyrsta sinn í undanúrslitum umspils Olísdeildar karla. Eftir liðlega 13 mínútna leik var Endijs Kusners, leikmaður Harðar, rekinn af leikvelli fyrir að...
Fredericia HK, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari og Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með, tapaði öðru sinni í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í gærkvöld. Að þessu sinni beið Fredericia HK lægri hlut fyrir Skjern á heimavelli, 30:28. Einar Þorsteinn...
Hörður vann fyrstu viðureignina við Þór í undanúrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik á Torfnesi í kvöld, 28:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10. Næsta viðureign liðanna verður í Höllinni á Akureyri á...
KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson er markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik annað árið í röð. Ekki nóg með það heldur er þetta fjórða árið í röð sem markakóngur Olísdeildar karla er leikmaður Akureyrarliðsins. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði flest mörk í...
Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari, Ágúst Þór Jóhannsson, segir að Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn kvennalandsliðsins hafi ekki fengið það hrós og þá athygli sem þau eiga skilið. Framfarir séu greinilegar á síðustu árum sem m.a. sýnir sig í að íslenska...
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í handknattleik hefst í kvöld þegar fyrsti leikurinn fer fram í umspili Olísdeildar karla. Leikmenn Harðar á Ísafirði og Þórs á Akureyri ríða á vaðið í undanúrslitum í íþróttahúsinu á Torfnesi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30....
Þegar er farið að skipuleggja undirbúning kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið undir árslok. Ákveðið hefur verið að landsliðið taki þátt í æfingamóti í Tékklandi ásamt þremur öðrum landsliðum í haust eða í byrjun vetrar. Auk þess stendur til að pólska landsliðið...
Einar Ingi Hrafnsson fyrrverandi handknattleiksmaður hjá Aftureldingu hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar. Hann hefur störf um næstu mánaðamót. Einar lagði handknattleiksskóna á hilluna eftir leiktíðina á síðasta vori og hefur m.a. getið sér gott orð við lýsingar frá...
Samningur HSÍ við Arnar Pétursson landsliðsþjálfara kvenna í handknattleik rennur út um næstu mánaðamót. Fastlega er reiknað með að samstarfinu verði haldið áfram. Fimm ár verða liðin í sumar frá því að Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari.
„Ég hlýt að fá...
Einstakt mál er komið upp í rimmu HF Karlskrona og VästeråsIrsta í umspili sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í framhaldi af annarri viðureign liðanna sem fram fór í Karlskrona á föstudaginn. Dómarar leiksins hafa verið gerður afturreka með ákvörðun...
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg á fimmtudaginn í næstu viku, 18. apríl. Þar með hefur verið staðfest framfaraskref landsliðsins á undanförnum misserum og hversu...