„Helsta spurningamerkið í leikmannahópnum eins og staðan er í dag er Elvar Örn . Hann meiddist á kviðvöðva undir lok nóvember og hefur síðan ekki leikið með Melsungen og mun að öllum líkindum ekki leika með liðinu í þeim...
Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof þegar liðið vann stórsigur á HK Malmö, 32:24, en leikið var í Malmö. Simon Möller markvörður Sävehof átti stórleik, varði 22 skot, 50%. Sävehof komst í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum....
„Varnarleikurinn var frábær hjá okkur. Það hafði sitt að segja að Róbert Aron Hostert og Aron Dagur Pálsson bættust í hópinn hjá okkur frá síðasta leik. Munar svo sannarlega um minna. Mér fannst við skulda okkur betri frammistöðu eftir...
„Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja okkur sæti í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í mars. Það er alveg ljóst að til þess að það markmið náist verðum við að ná framúrskarandi árangri,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson...
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur valið æfinga- og keppnishóp fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi í næst mánuði. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður 12. janúar. EM hefst 10. janúar í Düsseldorf með...
Arnór Atlason fagnaði sigri með liðsmönnum sínum í TTH Holstebro í gær þegar þeir lögðu neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar Lemvig, 39:28, á heimavelli í átjándu umferð deildarinnar og þeirri síðustu á árinu. Holstebro er í 10. sæti af 14...
Orri Freyr Þorkelsson fagnaði sínum fyrsta titli með portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon í kvöld þegar liðið lagði Stiven Tobar Valencia og samherja í Benfica, 38:34, í úrslitaleik í meistarakeppninni en í henni tóku þátt fjögur efstu lið deildarkeppninnar...
Norska handknattleikskonan Henny Reistad var valin sú besta á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem lauk í Danmörku í kvöld með sigri Frakka á Noregi í úrslitaleik, 31:28.Reistad lék afar vel á mótinu, ekki síst í undanúrslitaleiknum gegn Dönum á...
Frakkar eru heimsmeistarar kvenna í handknattleik eftir sigur á heimsmeisturum Noregs frá 2021, 31:28, í úrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Frakkar verða heimsmeistarar í kvennaflokki í handbolta...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnir á morgun hvaða leikmenn verða kallaðir til æfinga og undirbúnings fyrir Evrópumótið sem hefst í Þýskalandi 10. janúar.
Reiknað er með að Snorri Steinn velji 20 leikmenn til æfinganna sem hefjast...
Þrettánda umferð í Olísdeild karla hófst á fimmtduag með fjórum leikjum og var lokið í gær með tveimur viðureignum. Leikjunum hafa verið gerð skil á handbolti.is með neðantöldum greinum:
Undirstrikaði frábæran karakter í liðinu
Náðum að leika á okkar forsendum
Leikur okkar...
Lárus Helgi Ólafsson markvörður Fram var ekki öfundsverður af hlutverki sínu fyrir aftan slaka vörn Fram í gær í sigurleiknum á KA, 42:38, í síðasta leik liðanna í Olísdeild karla á leiktíðinni.„Ég var ekki sáttur við varnarleikinn í fyrri...
Í annað sinn á skömmum tíma kom hörmulegur upphafskafli þýska landsliðinu í koll á heimsmeistaramóti kvenna þegar liðið mætti hollenska landsliðinu í dag í leiknum um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu. Þýska liðið skoraði ekki mark fyrr en eftir rúmar...
Svartfellingar lögðu Tékka, 28:24, í morgun í fyrsta úrslitaleiknum af fjórum sem eru á dagskrá á síðasta leikdegi heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Jyske Bank Boxen íþróttahöllinni í Herning á Jótlandi. Leikurinn um 7. sætið hafði þann eina tilgang...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark þegar Kolstad treysti stöðu sína í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með öruggum sigri á ØIF Arendal, 34:28, í Sør Amfi í Arendal. Kolstad var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik,...