Línumaðurinn öflugi Atli Ævar Ingólfsson sem leikið hefur með Selfoss undanfarin ár hefur lagt handboltaskóna á hillina. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld.
Fleiri skörð hafa verið hoggin í raðir Selfossliðsins frá...
„Við erum með Króata, hægri skyttu, á reynslu en höfum ekkert gert upp við okkur hvort við höldum honum eða ekki,“ segir Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss í samtali við nýjasta þátt Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld, fimmtudag....
Íslenskir þjálfara leiða saman hesta sína í upphafsleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar í Nordsjælland fá Arnór Atlason og hans liðsmenn í TTH Holstebro í heimsókn. Báðir þjálfarar tóku við liðunum í...
Þrír leikir fóru fram í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld. Komu Íslendingar við sögu í þeim öllum, þótt mismikið bæri á þeim.Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sá sína menn merja sigur á nýliðum Eisenach á heimavelli,...
Íslandsmeistarar ÍBV hófu leiktíðina í handknattleik karla með því að tryggja sér sigurlaunin í Meistarakeppni HSÍ með sanngjörnum sigri á Aftureldingu í Vestmannaeyjum í kvöld, 30:25. Eyjamenn voru með yfirhöndina nánast frá upphafi. Forskot þeirra var fjögur mörk í...
Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er óðum að jafna sig í öxlunum eftir harða byltu undir lok viðureignar Hauka og ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu í síðustu viku. Um tíma leit út fyrir meiðslin væri mjög alvarleg en sem betur fer reyndist...
Þrír leikmenn eiga von á viðurkenningum á næstu dögum fyrir frammistöðu sína á UMSK-mótinu í handknattleik karla sem lauk í gær með naumum sigri Gróttu á HK í lokaumferðinni. Á síðasta laugardaginn vann Afturelding lið Stjörnunnar í úrslitaleik mótsins.
Leikmennirnir...
Elías Már Halldórsson þjálfari Fredrikstad Bkl. fagnaði sigri í fyrsta leik liðsins í norsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki í gær. Fredrikstad Bkl. vann Tertnes, 35:33, á heimavelli.
Axel Stefánsson er annar tveggja þjálfara Storhamar sem vann stórsigur á Romerike Ravens, 38:20,...
Stjarnan skoraði fimm síðustu mörkin gegn Gróttu í viðureign liðanna í UMSK-bikar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í kvöld og tryggði sér þar með sigur í leiknum, 26:23, og um leið annað sætið á mótinu.
Elísabet Millý Elíasardóttir var...
„Hann hefur sagt það sjálfur að hann mun ekki skora 10 mörk og leika í 60 mínútur í hverjum leik. Það verður ekkert svoleiðis,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í samtali við Handkastið spurður um hlutverk Alexanders...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen er í liði 1. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem tilkynnt var í gær. Elvar Örn fór á kostum með liði sínu í 10 marka sigri á Göppingen, 29:19. Hann...
Kvennalið Aftureldingar fetaði í fótspor karlaliðsins og stóð uppi sem sigurvegari á UMSK-mótinu í kvöld með öruggum sigri á HK, 25:22, í þriðja og síðasta leik sínum í mótinu. Afturelding vann allar þrjár viðureignir sínar í mótinu, gegn Stjörnunni...
Farið var yfir breytingar í sjónvarpsútsendingamálum handboltahreyfingarinnar í nýjasta þætti Handkastsins. Breytingarnar hafa verið verið eitt verst geymda leyndarmál handboltahreyfingarinnar í sumar og verið helsta umræðuefnið þegar tveir eða fleiri áhugamenn um handbolta hafa komið saman.
Myndin virðist vera...
Rúnar Sigtryggsson og liðsmenn hans í SC DHfK Leipzig töpuðu í kvöld fyrir Füchse Berlin á heimavelli í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla, 31:29, eftir að hafa einnig verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik,...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hefur ekki náð sér eftir að hafa farið úr axlarlið í síðasta leik þýska liðsins BSV Sachsen Zwickau í lok maí. Hún hefur af þeim sökum ekkert leikið með liðinu í undirbúningsleikjum síðustu vikurnar.
Díana...