Dagur Sigurðsson stýrði japanska landsliðinu í dag til sigurs í undankeppni Ólympíuleikanna í handknattleik, Asíuhlutanum. Japan vann Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, í úrslitaleik í Doha í Katar, 32:29. Japanska landsliðið tryggði sér þar með farseðilinn á Ólympíuleikana sem...
Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, Selfoss, lagði HK með 11 marka mun í Kórnum í dag í 5. umferð deildarinnar, 32:21. Selfoss liðið var með forskot í leiknum frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrri hálfleik...
Elvar Ásgeirsson náði ekki að skora en átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Ribe-Esbjerg lagði TTH Holstebro, 32:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ágúst Elí Björgvinsson fékk ekki langan tíma til að spreyta sig í...
Grótta vann öruggan sigur á neðsta liði Grill 66-deildar kvenna, Berserkjum, 36:20, í upphafsleik 5. umferðar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Unglingalandsliðskonan Katrín Anna Ásmundsdóttir átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Gróttu sem færðist upp að hlið...
Stjarnan tryggði sér tvö afar mikilvæg stig í kvöld með sigri á liði Selfoss í Sethöllinni á Selfossi í lokaleik 8. umferðar Olísdeildar karla, 30:26. Stjarnan var yfir frá upphafi til enda og hafði m.a. fimm marka forystu að...
FH-ingar tóku Íslandsmeistara ÍBV í kennslustund í síðari hálfleik í Kaplakrika í kvöld og unnu öruggan sigur, 35:27, eftir jafna stöðu í hálfleik, 14:14. FH er þar með einu stigi á eftir Val í öðru sæti deildarinnar með 13...
Meiðsli herja á herbúðir nýliða HK í Olísdeild karla. Ekki færri en fimm leikmenn eru frá keppni þessa dagana. Nokkrir þeirra mæta ekki til leiks fyrr en á nýju ári eftir því sem næst verður komist. HK er í...
Forráðamenn Aftureldingar hafa ákveðið að selja heimaleikjarétt sinn gegn Tatran Presov í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Báðar viðureignir liðanna fara þar með fram í Presov í Slóvakíu undir lok næsta mánaðar.
Mikill kostnaður við þátttökuna knýr menn til...
Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém urðu í gær fyrstir til þess að vinna Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 41:36. Leikurinn fór fram á heimavelli í Barcelona sem gerir sigurinn enn athyglisverðari. Bjarki...
„Fyrri hálfleikur var slakur af okkur hálfu. Við vorum bara ekki klárir í slaginn en bættum það upp með betri leik í síðari hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar við handbolta.is eftir sigur liðsins á Gróttu, 30:25, á heimavelli...
„Ég var ánægður með strákana stóran hluta leiksins. Þeir léku mjög góða vörn lengst af og við fengum um leið góða markvörslu. Við vorum hinsvegar í vandræðum með sóknarleikinn allan leikinn, það varð okkur að falli. Við vorum með...
Valur vann öruggan sigur á Haukum í Origohöllinni í kvöld þegar liðin mættust í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik, 31:25, og bundu þar með enda á fjögurra leikja sigurgöngu Hafnafjarðarliðsins. Valsmenn hafa þar með þriggja stiga forskot á...
Íslendingaslagur verður á laugardaginn í Doha í Katar þegar landslið Barein og Japan eigast við í úrslitaleik forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla, Asíuhluta. Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, vann Suður Kóreu í síðari undanúrslitaleik keppninnar í kvöld, 34:23.
Fyrr...
Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa valið 21 leikmann til æfinga með U16 ára landsliðinu í handknattleik dagana 2. – 5. nóvember.
Leikmannahópur:Alexander Sörli Hauksson, Aftureldingu.Anton Frans Sigurðsson, ÍBV.Anton Máni Francisco Heldersson, Val.Bjarki Snorrason, Val.Ernir Guðmundsson, FH.Freyr Aronsson, Haukum.Gunnar...
Talsverður áhugi er fyrir að halda Evrópumót kvenna í handknattleik sem fram á að fara í 2026. Þrjár umsóknir hafa borist og verður unnið úr þeim á næstunni og atkvæði greidd um þær á fundi framkvæmdastjórnar Handknattleikssambands Evrópu, EHF,...