- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Arnór Þór náði stórum áföngum í Mannheim

Arnór Þór Gunnarsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Bergischer HC skoraði sitt 1000. mark fyrir liðið í leik í þýsku 1. deildinni í gærkvöld í tíu marka tapi fyrir Rhein-Neckar Löwen, 39:29, í Mannheim. Arnór Þór...

Dómaraáskorun verður möguleg á úrslitahelginni í Búdapest

Í fyrsta skipti í sögu félagskeppna sinna kynnir Evrópska handknattleikssambandið áskorun þjálfara en það er tilraun í því að auka sanngirni og heiðarleika innan handboltans, segir í tilkynningu EHF. Svokölluð dómaraáskorun var reynd til prufu í síðustu tveimur umferðum...

Arnór: Stoltur yfir að fá að vinna fyrir íslenska landsliðið

„Ég er stoltur af þeim heiðri að fá að vinna fyrir íslenska landsliðið. Það er eitthvað sem mig hefur lengi dreymt um að gerðist einn góðan veðurdag. Um leið er ég þakklátur fyrir að TTH Holstebro hafi verið reiðbúið...
- Auglýsing -

Snorri Steinn ráðinn til þriggja ára – Arnór verður aðstoðarmaður

Snorri Steinn Guðjónsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Samningur hans við Handknattleikssamband Íslands er til þriggja ára eða fram á mitt árið 2026. Aðstoðarþjálfari verður frá sama tíma Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Aalborg...

Best að vinna heima með alla á bak við okkur

Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið í burðarhlutverki hjá ÍBV í öllum þremur Íslandsmeistaratitlum karlaliðs félagsins í handknattleik á undanförnum níu árum. Þegar mest á reyndi í oddaleiknum í gær lagði Erlingur Richardsson þjálfari meistaraliðsins traust sitt á Dag. Hann...

Vorum ekki nógu skarpir

„Við vorum ekki alveg nógu skarpir þegar upp var staðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hans tapaði fyrir ÍBV, 25:23, í fimmta og síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla...
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi Björn, Janus Daði, Orri Freyr, Aalborg, GOG, Skjern, Fredericia

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Elverum, 30:29, í þriðju viðureign liðanna í úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Þrándheimi. Kolstad er þar með komið...

ÍBV er Íslandsmeistari 2023

ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir að hafa borið sigur úr býtum í úrslitaleik við Hauka í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, 25:23. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill ÍBV í karlaflokki og sá fyrsti sem þeir vinna á heimavelli...

Allan hefur bæst í hópinn hjá Val

Handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg hefur skrifað undir tveggja ára samning við deildarmeistara Vals. Allan, sem er færeyskur landsliðsmaður hefur undanfarin fimm ár leikið með KA. Nokkuð er síðan að Allan og KA sögðu frá að hann yrði ekki áfram hjá...
- Auglýsing -

Kristrún heldur sínu striki með Fram – tveggja ára samningur

Kristrún Steinþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram en félagið sagði frá þessu fyrir stundu. Þar með er ljóst að ekkert verður úr áformum hennar að ganga til liðs við Selfoss eins og boðað var í...

Verður Elliði Snær leikmaður mánaðarins?

Elliði Snær Viðarsson hefur leikið einstaklega vel með Gummersbach á sínu fyrsta keppnistímabili á ferlinum í efstu deild þýska handknattleiksins. Segja má að Eyjamaðurinn hafi kórónað frábært keppnistímabil í leikjum með Gummersbach í maí og hreinlega farið á kostum. Frammistaðan...

Molakaffi: Úrslit í Álaborg, Fredericia, fyrri í umspili, Noregur, flugmiðar seldust upp

Fyrsti úrslitaleikurinn um danska meistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í kvöld. Aalborg Håndbold með Aron Pálmarsson og Arnór Atlason innanborðs tekur á móti meisturum síðasta árs, GOG, í Álaborg. Liðlega 5.000 aðgöngumiðar á leikinn seldust upp á skömmum...
- Auglýsing -

Harpa Valey í Selfoss og Perla Ruth fer hvergi

Harpa Valey Gylfadóttir handknattleikskona úr ÍBV hefur ákveðið að ganga til liðs við Selfoss sem leikur í Grill 66-deild kvenna á næstu leiktíð. Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti komu hennar fyrir stundu og staðfesti jafnframt að Perla Ruth Albertsdóttir ætli að...

Lokahóf Fram: Perla Ruth og Gauti best – myndir

Lokahóf handknattleiksdeildar Fram var haldið á föstudaginn, hið fyrsta eftir að félagið flutti bækistöðvar sínar upp í Úlfarsárdal. Flutningurinn mun ekki hafa komið niður á kátínu og gleði Framara sem skemmtu sér konungslega. Veittar voru viðurkenningar til nokkurra leikmanna...

Lena Margrét vendur kvæði sínu í kross

Ekkert verður af því að handknattleikskonan Lena Margrét Valdimarsdóttir gangi til liðs við Selfoss. Tilkynnt var í dag að hún hafi skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Fram. Þar með er einnig ljóst að ekkert verður úr...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -