Það virtust nær allir skilja sáttir frá slag Hafnarfjarðarliðanna, Hauka og FH, í Olísdeild karla á Ásvöllum í gær. Niðurstaða leiksins var jafntefli, 24:24, í hörkuleik og í mjög góðri stemningu enda var fjölmenni á leiknum, eitthvað á annað...
Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson varð fyrir harkalegu bakslagi á föstudaginn þegar hnéskeljarsinin slitnaði á æfingu með franska liðinu US Ivry.
Darri sagði við handbolta.is í morgun að hann fari í aðgerð í Frakklandi í vikunni. Ljóst sé að hann mætir...
Oddur Gretarsson skoraði níu mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar Balingen-Weilstetten vann Grosswallstadt, 32:26, á útivelli í þýsku 2. deildinni í gær. Daníel Þór Ingason skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Balingenliðið sem er eftir sem...
Þýska liðið SC DHfK Leipzig, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar og Viggó Kristjánsson leikur með, gerði sér lítið fyrir og vann meistara SC Magdeburg í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 33:32. Leikið var í QUARTERBACK Immobilien ARENA í...
Afturelding situr ein í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna eftir að hafa unnið ungmennalið Vals með 11 marka mun, 36:25, í Origohöllinni í kvöld. Afturelding hefur þar með tveggja stiga forskot á ÍR eftir 13 umferðir og hefur auk...
Selfoss stór stórt skref í átt til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna öruggan sigur á KA, 35:29, í viðureign liðanna í 17. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu.
Selfoss er...
Lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og vann KA/Þór, 26:21, í Olísdeild kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag. Með sigrinum er ljóst að nýliðarnir geta ekki fallið beint úr deildinni í vor. Selfoss er sex stigum fyrir ofan...
ÍBV hafði sætaskipti við Aftureldingu í Olísdeild karla með sigri í leik liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, 32:26, í 17. umferð deildarinar. ÍBV fór upp í þriðja sæti með 20 stig og er aðeins stigi á eftir FH auk...
Valdir hafa verið þrír æfingahópar fyrir U15, U16 og U17 ára landsliði karla sem koma saman til æfinga um aðra helgi.
U-17 ára landslið karla
Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 10. – 12. mars...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 13 mörk, þar af sjö úr vítaköstum, í sjö marka sigri Kadetten Schaffhausen, 31:24, á Pfadi Winterthur í svissnesku A-deildinni í gær. Tvö skot geiguðu hjá Óðni Þór í leiknum. Kadetten, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar...
Þótt hvorki hafi gengið né rekið hjá Kórdrengjum í Grill 66-deild karla á leiktíðinni er ljóst eftir daginn í dag að þeir hafa ekki sungið sitt síðasta. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu ungmennalið Vals, 27:26, í Origohöllinni...
Ungmennalið HK í handknattleik kvenna lyfti sér upp úr neðsta sæti Grill 66-deildarinnar í dag með sjö marka sigri á Fjölni/Fylki í viðureign liðanna í Dalhúsum, 29:22. HK var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.
Fjölnir/Fylkir er þar af...
Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sigurmark ÍBV, 29:28, á síðustu sekúndu leiksins við Val í Vestmannaeyjum í dag þegar tvö efstu lið Olísdeildar kvenna áttust við í stórskemmtilegum og jöfnum leik.
Með sigrinum komst ÍBV í efsta sæti Olísdeildarinnar með 30...
Óánægja með árangur landsliðsins og samskipti bæði innan leikmannahóps íslenska liðsins og hjá Handknattleikssambandi Íslands er sögð vera ástæða þess að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti störfum landsliðsþjálfara í handknattelik karla í vikunni eftir fimm ára starf. Þetta hefur Morgunblaðið...
„Við höfum náð okkar markmiði að vinna deildina og um leið er farið að hilla undir lok lengsta undirbúningstímabils liðs fyrir þátttöku í Olísdeildinni. Við erum enn á því tímabili,“ sagði Sebastian Alexandersson annar þjálfari karlaliðs HK í samtali...