Halldór Jóhann Sigfússon hefur tekið við sem aðalþjálfari danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro og stýrir liðinu út keppnistímabilið. Søren Hansen, sem verið hefur aðalþjálfari, tekur við hlutverki Halldórs Jóhanns sem aðstoðarþjálfari.
Félagið tilkynnti þetta í morgun og sagði ákvörðunina byggða á...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og leikmaður Ringkøbing Håndbold er í liði 21. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni en liðið var kynnt til sögunnar í gær. Elín Jóna fór hamförum í marki Ringkøbing gegn København Håndbold í fyrrakvöld, varði 19 skot,...
Grótta vann öruggan sigur á ÍR, 28:21, í viðureign liðanna í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni í kvöld og kom þar með í veg fyrir að ÍR-ingar settust einir í efsta sæti deildarinnar. Þess í stað er...
Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið 21 leikmann til æfinga hjá U19 ára landsliði karla 9. til 12. mars á höfuðborgarsvæðinu.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku á HM sem fram fer í Króatíu 2. til 13....
„Það er draumur okkar allra sem æfum handbolta að komast í landsliðið, markmið sem maður vill ná,“ sagði Stiven Tobar Valencia leikmaður Vals þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að hann var valinn í fyrsta sinn...
Oddur Gretarsson er í liði 22. umferðar í þýsku 2. deildinni í handknattleik eftir stórleik í fyrrakvöld með Balingen-Weilstetten gegn Hüttenberg, 35:20. Oddur skoraði 11 mörk í 13 skotum. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 131 mark, hann...
Hákon Daði Styrmisson var markahæstur hjá Gummersbach í kvöld með fimm mörk þegar liðið tapaði óvænt fyrir neðsta liði þýsku 1. deildarinnar, ASV Hamm, 22:21, í Westpress-Arena, heimavelli ASV Hamm-Westfalen. Hákon Daði skoraði fjögur marka sinna úr vítaköstum.
Elliði Snær...
U21 árs landslið karla í handknattleik mætir franska landsliðinu í sama aldursflokki í tveimur vináttuleikjum í París 10. og 11. mars. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer síðla í júní og í...
Handknattleiksmaðurinn úr Haukum, Darri Aronsson, er byrjaður að æfa af fullum krafti með franska efstu deildarliðinu US Ivry. Vonir standa til þess að hann leiki sinn fyrsta leik í næstu viku, gangi áfram allt að óskum.
Darri gekk til liðs...
Stiven Tobar Valencia hornamaður úr Vals er nýliði í íslenska landsliðinu í handknattleik sem valið hefur verið fyrir tvo leiki við Tékka í undankeppni EM 2024 sem fram fara 8. og 12. mars.
Stiven hefur farið á kostum með...
Betur fór en áhorfðist hjá Robertu Stropé handknattleikskonunni öflugu hjá Selfossi. Óttast var að hún hefði slitið krossband í hné snemma í síðari hálfleik í viðureign Selfoss og Vals í Olísdeild kvenna á 13. febrúar. Eyþór Lárusson þjálfari Selfossliðsins...
Stórleikur landsliðsmarkvarðarins Elínar Jónu Þorsteinsdóttur í marki Ringkøbing Håndbold dugði ekki til sigurs á København Håndbold á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Elín Jóna varði 19 skot, 42%, í 28:25 tapi. Ringkøbing er í 11. sæti af 14...
Þau tíðindi áttu sér stað í gærkvöld að Þorgeir Haraldsson áhrifamesti og farsælasti forystumaður í íslenskum handknattleik til áratuga lét af embætti formanns handknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi sem vitanlega var haldinn á Ásvöllum.
Fáir ef nokkrir stjórnendur handknattleikdeildar á...
Valur innsiglaði sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld með stórsigri á PAUC, 40:31, í Origohöllinni. Ekki er hægt að útiloka að Valur hafni í fjórða sæti og enn er möguleiki á öðru sæti.
Til þess...
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen skoraði ótrúlegt mark fyrir lið sitt í sigurleik á portúgalska liðinu Benfica í gær í viðureign liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í Lissabon.
Whaat 👀@RasmusBoysen92 Great goal...