Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með HF Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Það varð ljóst í kvöld þegar HF Karlskrona vann OV Helsingborg, 26:21, í oddaleik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Karlskrona...
Útlit er fyrir að tekist hafi að bjarga pólska meistaraliðinu, Vive Kielce, yfir erfiðasta fjárhagslega hjallinn. Félagið hefur nánast verið á fjárhagslegri gjörgæslu síðustu mánuði eftir að helsti bakhjarlinn, drykkjarvörurisinn Van Pur, þess sagði upp samningi sínum í lok...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Arnar Freyr Arnarsson, verður í herbúðum þýska félagsins MT Melsungen í ár til viðbótar, til loka keppnistímabilsins vorið 2024. Þetta staðfesti Arnar Freyr við handbolti.is í morgun. Hann verður þá búinn að vera með liði félagsins...
Kvennalandsliðið í handknattleik hefur undankeppni Evrópumótsins með viðureign á heimavelli við Lúxemborg 11. október í haust. Dregið var í riðla undankeppninnar í gær eins og handbolti.is sagði m.a. frá í beinni textalýsingu. Í framhaldinu var gefin út leikjadagskrá...
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar í 13 marka sigri MT Melsungen á HC Erlangen, 31:18, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark og var einu...
KA/Þór tók Stjörnuna í karphúsið í annarri viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í síðdegis í dag, 34:18, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 17:7. Þar með tekur við oddaleikur...
Haukar sendu Íslandsmeistara Fram í frí frá keppni á Íslandsmótinu í handknattleik kvenna í dag með því að leggja þá öðru sinni í röð í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Framlengja varð viðureignina í dag til að knýja fram...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik varð nokkuð heppið með andstæðinga þegar dregið var í riðla undankeppni Evrópumótsins 2024 í Zürich í Sviss í dag. Með Íslandi í riðli verða landslið frændþjóðanna, Svíþjóðar og Færeyja auk Lúxemborgar úr fjórða styrkleikaflokki.
Undankeppnin...
Handknattleiksþjálfarinn Boris Bjarni Akbashev er látinn 89 ára gamall. Boris fæddist í Sovétríkjunum 12. júlí 1933 og var menntaður íþróttafræðingur. Hann lék með sovéska landsliðinu í handknattleik á sjötta áratug síðustu aldar. Boris var tækni- og þrekþjálfari sovéska landsliðsins...
Önnur umferð fyrsta hluta úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í dag með tveimur leikjum.
Íslandsmeistarar síðasta árs, Fram, standa höllum fæti gegn Haukum eftir sex marka tap, 26:20, í Úlfarsárdal á mánudagskvöld. Fram verður að vinna í...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í norska meistaraliðinu Elverum náðu að herja út oddaleik gegn Fjellhammer í átta liða úrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Eftir tap á heimavelli á dögunum í framlengdum leik þá vann Elverum á heimavelli Fjellhammer...
Grótta og ÍR mætast í oddaleik í undanúrslitum í umspili Olísdeildar kvenna á lauagardaginn eftir að Grótta jafnaði metin í rimmu liðanna í Hertzhöllinni í kvöld, 31:28. Á sama tíma vann Selfoss öruggan sigur á FH, 28:22, í Kaplakrika...
Úrslitarimma Víkings og Fjölnis um sæti í Olísdeild karla hefst á þriðjudagskvöld þegar flautað verður til fyrstu viðureignar liðanna í íþróttahúsinu í Safamýri. Leikdagar og leiktímar hafa verið staðfestir.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast keppnisrétt í Olísdeild...
„Ég er auðvitað súr að falla úr keppni. Ég hefði viljað fara til Eyja í fjörið í oddaleik með fjórum eftirlitsmönnum,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari karlaliðs Stjörnunni glettinn á svip í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið...
Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi hjá Stjörnunni, Gunnar Steinn Jónsson, er einn þeirra sem veltir fyrir sér næstu skrefum á handknattleiksvellinum í lok leiktíðar. Hann stendur á tímamótum. Tveggja ára samningur hans við Stjörnuna er að renna út um þessar mundir og...