- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Fyrsta æfingin í mánuð – verkjalaus og jákvætt

„Þetta var fyrsta alvöru æfingin mín í mánuð, enginn verkur í olnboganum. Það er jákvætt,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður glaður í bragði í samtali við handbolta.is í eftir æfingu landsliðsins í Safamýri kvöld. Viktor Gísli meiddist öðru sinni...

Landsliðstreyjurnar hafa verið rifnar út hjá HSÍ

Nýja landsliðstreyja landsliðanna í handknattleik sem kom til landsins fáeinum dögum fyrir jól var nánast rifin út úr vefverslun HSÍ eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að salan hafi farið fram úr björtustu vonum og...

Fanney Þóra og Ásbjörn handknattleiksfólk FH

Fanney Þóra Þórsdóttir og Ásbjörn Friðriksson voru valin handknattleiksfólk ársins hjá FH. Þau tóku við viðurkenningum sínum á uppskeruhófi FH sem haldið var á síðasta degi síðasta árs. Fanney Þóra var fyrirliði FH á síðasta keppnistímabili þegar liðið hafnaði...
- Auglýsing -

Molakaffi: Þórir, Jacobsen, Mayonnade

Þórir Hergeirsson er einn þeirra sem tilnefndur er í vali á þjálfara ársins 2022 í Noregi sem afhent verða á hátíðarkvöldi norska íþróttasambandsins sem fram fer í Hamri 7. janúar. Þórir var kjörinn þjálfari ársins á Íslandi á dögunum....

Alfreð segir Ísland verða í hópi sterkustu liða HM

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segist ekki reikna við því að þýska landsliðið vinni til verðlauna á heimsmeistaramótinu sem hefst 11. janúar í Póllandi og Svíþjóð. „Það má láta sig dreyma og sannarlega væri gaman að vinna...

Aron tekur þátt í móti á Spáni fyrir HM

Aron Kristjánsson verður einn þriggja íslenskra þjálfara sem verður í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Póllandi og Svíþjóð 11. janúar. Aron er í óða önn að búa landslið Barein undir mótið og tekur m.a. þátt...
- Auglýsing -

Gleðilegt nýtt ár – Dropinn holar steininn

Handbolti.is óskar lesendum sínum farsæls nýs árs og þakkar kærlega fyrir samveruna árinu 2022. Einnig þökkum við innilega þeim sem studdu við bakið á útgáfunni á árinu með kaupum á auglýsingum eða með styrkjum. Án lesenda, auglýsenda og stuðnings...

Elín Klara og Heimir Óli eru íþróttafólk Hauka

Elín Klara Þorkelsdóttir og Heimir Óli Heimisson, leikmenn handknattleiksliða Hauka í Olísdeildunum, voru í gær útnefnd íþróttamenn Hauka fyrir árið 2022 á uppskeruhátíð sem haldið var á Ásvöllum. Tíu íþróttamenn af báðum kynjum voru tilefndir í valinu að þessu...

Molakaffi: Nýárskveðja, Elsa Karen, Ingvar Örn, Susan, Blær, Preuss, Schulze 

Handbolti.is óskar lesendum gleðilegs árs 2023 og þakkar fyrir lestur, hvatningu og stuðning á árinu sem var að líða. Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen leikmaður meistaraflokks Fjölnis/Fylkis í Grill 66-deildinni í handbolta var tilnefnd sem íþróttakona Fylkis. Ingvar Örn Ákason yfirþjálfari...
- Auglýsing -

Mest lesið 5 ”22: Fimm vinsælustu fréttir ársins

Undanfarna daga hefur handbolti.is birt þær fréttir sem oftast voru lesnar á árinu sem rennur sitt skeið á enda á miðnætti. Fimm fréttir á dag, alls 20 fram til þessa. Í dag er röðin komin að þeim fimm vinsælustu. 5.sæti: https://handbolti.is/eru-i-ongum-sinum-yfir-bidinni-eftir-viktori-gisla/ 4.sæti: https://handbolti.is/markverdir-fa-aukna-vernd-midjuhringur-tekinn-upp/ 3.sæti: https://handbolti.is/thrju-raud-spjold-og-annar-domarinn-rauk-a-dyr/ 2.sæti: https://handbolti.is/thetta-er-hreinlega-ekki-haegt-thvi-midur/ 1.sæti: https://handbolti.is/sigvaldi-bjorn-hefur-leikid-sinn-sidasta-leik/ Mest...

Molakaffi: Viggó, Jón Gunnlaugur, Gunnar Ólafur, Ingi Már, Wallinius, Cupic, Marzo

Viggó Sigurðsson fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þjálfari og leikmaður utan lands sem innan um langt árabil, var í gær sæmdur gullmerki  með lárviðarsveig sem er æðsta heiðursmerki Víkings. Viggó var m.a. í fyrsta Íslandsmeistaraliði Víkings í handknattleik 1975....

ÍBV hefur samið við markvörð

Handknattleiksdeild ÍBV hefur klófest markvörð fyrir karlalið félagsins sem er ætlað að standa vaktina með Petar Jokanovic þegar flautað verður til leiks á ný í Olísdeild karla í lok janúar. Um er að ræða Hvít-Rússann Pavel Miskevich. Miskevich, sem er...
- Auglýsing -

Mest lesið 4 ”22: Hver er?, ósáttir, gróft, áfall, ómyrkur

Á næst síðasta degi ársins heldur handbolti.is áfram að rifja upp þær fréttir sem oftast voru lesnar á árinu 2022. Að þessu sinni er komið að fréttum sem eru í sjötta til tíunda sæti. Í fréttunum fimm kemur m.a. nýkrýndur...

Molakaffi: Tryggvi, Bjarni, Aldís, Jóhanna, Ásdís, undanúrslit í Danmörku

Færeyingurinn Óli Mittún tryggði Sävehof sigur á Lugi, 30:29, í heimsókn til Lundar í gærkvöld. Tryggvi Þórisson skoraði tvö af mörkum Sävehof sem komst upp að hlið Kristianstad með 30 stig í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með þessum sigri....

Strákarnir koma heim með silfur frá Þýskalandi

Piltarnir í U19 ára landsliðinu í handknattleik náðu þeim frábæra árangri að hafna í öðru sæti á alþjóðlega Sparkassen cup móti í Merzig í Þýskalandi í kvöld. Þeir töpuðu naumlega fyrir þýska landsliðinu í hörku úrslitaleik, 28:26. Grípa þurfti...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -