Efst á baugi

- Auglýsing -

„Kablouti er mikill fengur fyrir okkur“

„Hamza hefur leikið með okkur fjóra hálfleika og verið algjörlega frábær í þremum,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari karlaliðs Víkings, spurður um fransk/túníska handknattleiksmanninn Hamza Kablouti sem Víkingur fékk að láni frá Aftureldingu á dögunum.Kablouti hefur skorað 16 mörk...

Myndskeið: Allt fór í bál og brand

Allt fór í bál og brand á milli leikmanna Vrbas og Kolubara í serbnesku 2. deildinni í handknattleik á dögunum eftir að til stympinga kom á milli tveggja leikmanna liðanna í kappleik. Fór svo að öllum leikmönnum liðanna laust...

Dagskráin: Ungmenni frá Selfossi mæta í Austurberg

Einn leikur er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik karla í kvöld. Ungmennalið Selfoss sækir ÍR-inga heim í Austurberg klukkan 20.15 í Grill66-deild karla. Viðureignin er úr fjórðu umferð en henni varð að fresta á sínum tíma þegar kórónuveira herjaði...
- Auglýsing -

Molakaffi: Aðalsteinn, Bjarki Már, Aron Dagur, Daníel Freyr, norska landsliðið

Aðalsteinn Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan samning við svissneska handknattleiksliðið Kadetten Schaffhausen. Nýi samingurinn gildir fram á mitt árið 2023 en fyrri samningur var með gildistíma til loka júní á næsta ári. Kadetten varð bikarmeistari í Sviss á síðasta...

Neyðarkall frá Litáen – óvissa um þátttöku á EM í janúar

Þátttaka landsliðs Litáen á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í janúar er í mikilli óvissu um þessar mundir. Segja má að velunnarar landsliðsins hafi sent út neyðarkall af þessu tilefni.Fjárhagur handknattleikssambands landsins stendur á slíkum brauðfótum að svo kann...

Við vildum þetta meira

„Við vildum þetta meira,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkinga í samtali við handbolta.is í kvöld eftir fjögurra marka sigur liðsins á HK, 26:22, í Olísdeild karla í handknattleik í Víkinni í kvöld.„Það var mikilvægt að komast yfir undir...
- Auglýsing -

Hefði mátt hella meira hugrekki yfir baráttuna

„Við vorum að reyna. Menn gáfu allt af sér en sennilega hefði mátt hella meira hugrekki yfir þessa baráttu sem sést kannski best á hversu mörg mistök við gerðum án þess að vera þvingaðir til þeirra,“ sagði Sebastian Alexandersson...

Selfoss hefur kært framkvæmd leiksins í Garðabæ

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands staðfesti í samtali við handbolta.is að í dag hafi kæra borist til dómstóls HSÍ frá handknattleiksdeild Selfoss vegna framkvæmdar á leik ungmennaliðs Stjörnunnar og Selfoss í Grill66-deild kvenna sem fram fór í TM-höllinni...

Frábær undirbúningur skilaði sér í stórsigri

„Úrslitin eru afrakstur mjög góðs undirbúnings fyrir þennan leik. Arnar Daði og Max voru að minnsta kosti búnir að nota sjö klukkutíma til að fara vel yfir ÍBV-liðið auk vídeófunda með okkur og langrar æfingar í gær. Allt þetta...
- Auglýsing -

Gróttumenn slátra svona leikjum

„Við mættum ekki til leiks,“ sagði Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson þegar handbolti.is hitti hann eftir tíu marka tap ÍBV-liðsins fyrir Gróttu í 10. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í gær, 36:26.„Við bjuggum okkur vel undir leikinn...

Dagskráin: Nýliðarnir mætast í Víkinni

Tíundu og næst síðustu umferð fyrri hluta Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með stórleik í Víkinni. Þá mætast tvö neðstu lið deildarinnar og þau stigalausu. Nýliðarnir, Víkingur og HK, leiða saman hesta sína í Víkinni í kvöld...

Molakaffi: Bjarki, Teitur, Gísli, Ómar, Arnar, Arnór, Sveinn, Orri, Örn, Óskar

Stórleikur Bjarka Más Elíssonar fyrir Lemgo dugði liðinu ekki er það fékk Hannover-Burgdorf í heimsókn í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már skorað 12 mörk í 13 skotum, þar af skoraði hann fjögur mörk úr vítaköstum....
- Auglýsing -

Egill og Ásbjörn skutu Aftureldingu á kaf

FH fór upp í annað sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á Aftureldingu, 31:26, að Varmá í kvöld. FH-ingar eru nú einu stigi á eftir Haukum sem tróna á toppnum en liðin mætast á miðvikudagskvöldið í Kaplakrika....

Björgvin Þór tryggði annað stigið

Björgvin Þór Hólmgeirsson sá til þess að Stjörnunni tókst að bjarga sér um annað stigið í viðureign sinni við Fram í TM-höllinni í handknattleik í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins, 31:31. Framliðið reyndi hvað það gat...

Gróttumenn tóku Eyjamenn í kennslustund

Gróttumenn tóku liðsmenn ÍBV í kennslustund í 10. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur, 36:26, eftir að einnig munaði 10 mörkum að loknum fyrri hálfleik, 20:10. Grótta komst þar með upp fyrir KA...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -