Viktor Gísli Hallgrímsson var einn þeirra sem átti stórbrotinn leik í kvöld þegar íslenska landsliðið vann það franska, 29:21, í annarri umferð milliriðlakeppni EM í handknattleik.Viktor Gísli kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítakast frá Hugo Descat þegar...
Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, leikmenn Hauka, er lagðir af stað til móts við íslenska landsliðið í handknattelik á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Haukar greina frá þessu á samfélagssíðum sínum í kvöld og birta mynd af þeim félögum fyrir...
Íslenska landsliðið vann öruggan sigur á Frökkum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld, 29:21, í MVM Dome í Búdapest. Leikmenn létu áföll undanfarinna daga ekki slá sig út af laginu, þvert á móti virtust þeir hafa eflst...
„Ég er bara alveg hreint orðlaus eftir þetta,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir átta marka magnaðan sigur íslenska landsliðsins í handknattleik á Frökkum í milliriðlakeppni EM í Búdapest, 29:21.„Það var markmiðið að...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla lék einhvern sinn stórbrotnasta leik sem um getur í kvöld þegar það kjöldró Ólympíumeistara Frakka í annarri umferð milliriðlakeppninnar í handknattleik karla í MVM Dome í Búdapest í kvöld, lokatölur, 29:21. Ísland var með...
Enn þyngist róðurinn hjá Alfreð Gíslasyni og liðsmönnum hans í þýska landsliðinu í handknatteik. Fyrir stundu var tilkynnt að tveir leikmenn til viðbótar hafi greinst með kórónuveiruna, Sebastian Firnhaber and Christoph Steinert.Nýjustu smitin eru mjög mikið áfall fyrir þýska...
Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik karla greindist með covid19 í morgun í skyndiprófi sem tekið var af leikmönnum og þjálfurum leikmanna hollenska landsliðsins.Erlingur er þar með kominn í einangrun og stýrir ekki hollenska landsliðinu í dag þegar það...
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni er gamalt og gott máltæki. Þegar Daníel Þór Ingason mætir til leiks gegn Frökkum í Búdapest í dag og leikur um leið sinn 36. landsleik, eru 56 ár liðin síðan að afi hans,...
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði íslenska landsliðið með nærveru sinni á viðureign þess við Dani á fimmtudagskvöld á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Forseti er ennþá í Búdapest og verður á ný á meðal áhorfenda á viðureigninni við Frakka í...
„Við höfum þungar áhyggjur af stöðunni og ekki dró það úr áhyggjum okkar þegar sjöundi maðurinn í hópnum greindist smitaður í dag eftir hraðpróf. Vonir stóðu til að við værum að ná utan um ástandið þegar öll PCR prófin...
Fyrsti starfsmaður íslenska landsliðsins í handknattleik hefur greinst smitaður af covid19 eftir því sem Handknattleikssamband Íslands var að greina frá. Jón Birgir Guðmundsson, annar sjúkraþjálfari landsliðsins, greindist jákvæður í skyndiprófi sem íslenski hópurinn gekkst undir í hádeginu. Beðið er...
Fjórir leikmenn landsliðsins skoruðu í gær sín fyrstu mörk á Evrópumeistaramóti. Einn þeirra, Elvar Ásgeirsson, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum við Dani en lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöld.Elvar braut ísinn af fjórmenningunum snemma leiks þegar hann skorað...
„Tilfinningin var frábær að taka þátt í leik gegn heimsmeisturunum í milliriðlakeppni á Evrópumóti. Sviðið verður ekki mikið stærra. Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri til þess að leika fyrir íslensku þjóðina við þessar aðstæður,“ sagði Orri...
Íslendingar létu til sín taka utan vallar sem innan í MVM Dome í Búdapest í gærkvöld þegar landslið Íslands og Danmerkur mættust í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik.Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru áberandi í keppnishöllinni. Fjölmennur hópur kom beint...
Aron Kristjánsson og liðsmenn hans í Barein unnu þriðja leik sinn í röð afar auðveldlega á Asíumótinu í handknattleik í gær. Barein vann landslið Hong Kong, 46:20. Framundan er keppni í milliriðlum þar sem Bareinar verða í riðli með...