- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Þorsteinn Leó innsiglaði jafntefli í Hamri

Þorsteinn Leó Gunnarsson tryggði U20 ára landsliði Íslands annað stigið í fyrsta leik liðsins á Opna Skandinavíumótinu í handknattleik í Hamri í Noregi í kvöld. Mosfellingurinn skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu leiksins, 35:35. Það var fjórða markið í röð...

Arna Sif hefur samið við Íslandsmeistarana

Ein leikreyndasta handknattleikskona landsins, Arna Sif Pálsdóttir, hefur gengið til liðs við Íslands- og deildarmeistara Fram og skrifað undir tveggja ára samning. Er um sannkallaðan hvalreka að ræða fyrir Framara vegna þess að Arna Sif hefur verið ein...

Hollendingar og Slóvenar hrepptu boðskortin

Holland og Slóvenía duttu í lukkupottin hjá framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í morgun þegar upplýst var að landslið þjóðanna fengju svokallað „wild card“ eða boðskort á heimsmeistaramót karla í handknattleik sem haldið verður í Svíþjóð og Póllandi í janúar...
- Auglýsing -

Sigurður og Svavar til Svartfjallalands – Kristján til Porto

Ekki aðeins taka yngri landslið þátt í stórmótum í Evrópu á næstu vikum. Íslenskir dómarar og eftirlitsmaður hafa verið valdir til þess að taka þátt í nokkrum þeirra móta sem framundan eru. Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á Evrópumóti karla í...

Dregið í forkeppni HM kvenna – Ísland í efri flokki

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður á morgun í fyrstu umferð umspils um keppnisrétt á heimsmeistaramóti sem haldið verður í desember 2023 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Landslið átján þjóða taka þátt í umspilinu...

Molakaffi: Óðinn Freyr, undankeppni HM, Fernandez, Polman, nafnabreyting

Óðinn Freyr Heiðmarsson línumaður sem var einn af lykilmönnum Fjölnis í Grill66-deildinni í handknattleik á síðustu leiktíð hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grafarvogsliðið. Óðinn Freyr hefur leikið með meistaraflokki Fjölnis undanfarin þrjú ár. Það hefur bróðir hans...
- Auglýsing -

Grétar Ari hefur samið við Sélestat

Grétar Ari Guðjónsson leikur í efstu deild franska handknattleiksins á næstu leiktíð. Hann hefur samið við nýliða deildarinnar, Sélestat, til næstu tveggja ára. Grétar Ari hefur undanfarin tvö ár leikið með Nice og staðið sig afar vel og verið...

Ómar Ingi er sá besti í Þýskalandi

Áfram heldur Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik og íþróttamaður ársins á Íslandi 2021, að sópa að sér viðurkenningum fyrir frábæra frammistöðu í þýsku 1. deildinni í handknattleik á nýliðinni leiktíð. Í dag var upplýst að hann hafi verið...

Fyrsti leikurinn í Hamri verður við Svía

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, mætir sænsku úrvalsliði í fyrstu umferð á fjögurra liða æfingamóti í Hamri í Noregi. Mótið hefst á morgun og lýkur á fimmtudaginn og leika allir við alla. Mótið er...
- Auglýsing -

Kveður Val og fer heim á Selfoss

Handknattleikskonan Hulda Dís Þrastardóttir snýr aftur heim á Selfoss eftir að hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hulda Dís hefur leikið með Val undanfarin tvö ár. Hulda Dís er uppalin Selfyssingur og ein fjögurra systkina sem öll hafa...

Þriggja vikna hlé í mars

Í drögum að keppni í Olísdeildum karla og kvenna og Grill66-deildum kvenna og karla er gert ráð fyrir að hlé verði gert á keppni í deildunum vegna úrslitadaga bikarkeppninnar sem fram á að fara 15. - 18. mars. Í Olísdeild...

Harpa Valey verður áfram í Eyjum

Landsliðskonan unga, Harpa Valey Gylfadóttir, og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Harpa Valey, sem leikur í vinstra horni og er auk þess ein öflugasta hraðaupphlaupskona Olísdeildar kvenna, hefur verið einn af...
- Auglýsing -

Molakaffi: Mexíkó, Kúba, Bandaríkin, Grænland, Abalo, yngri landsliðin

Mexíkó vann óvæntan sigur á landsliðið Kúbu, 33:25, í fyrstu umferð undankeppni HM í handknattleik karla sem fram fór í nótt að íslenskum tíma. Leikurinn fór fram í Mexíkóborg. Kúbumenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Þeir misstu...

Roland verður áfram með úkraínsku meisturunum

Roland Eradze verður áfram í þjálfarateymi úkraínska handknattleiksliðsins HC Motor á næsta keppnistímabili. Roland staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins í tvö ár en óvissa hefur skiljanlega ríkt um framhaldið vegna ástandsins í...

Molakaffi: Duarte, Haaß, Ben Ali, Borges

Portúgalski handknattleiksmaðurinn Gilberto Duarte gengur ekki til liðs við Vardar Skopje eins og til stóð. Hann mun væntanlega ganga til liðs við Göppingen í Þýskalandi eftir því sem fjölmiðlar í Norður Makedóníu greina frá. Ástæðan fyrir sinnaskiptum Duarte er...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -