Efst á baugi

- Auglýsing -

Vonandi ekki mjög alvarlegt

„Ég tognaði líklegast í náranum. Ég fann smell,“ sagði handknattleiksmaðurinn Róbert Aron hjá Val sem fór snemma af leikvelli í gærkvöld í viðureign Fram og Vals í Framhúsinu en þar mættust liðin í Olísdeild karla. Róbert Aron kom ekki...

Samningi rift og yfirgefur HK

HK og handknattleiksmaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafa komist að samkomulagi um að samningi þeirra verði rift nú þegar. Engin frekar skýring er gefin á ástæðum þessa en greint er frá á Facebook-síðu HK. Jóhann Birgir kom til HK á...

Molakaffi: Frakkar úr leik, meiddur samherji, Kristófer kominn heim, upplifði 2007, Horvat tekur við af Cervar

Franska landsliðið varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Luka Karabatic og Timothey N'Guessan leika ekki meira með liðinu á HM í handknattleik í Egyptalandi. Báðir meiddust í viðureigninni við Ungverja í átta liða úrslitum í fyrrakvöld. ...
- Auglýsing -

Víkingar eru komnir á bragðið

Kvennalið Víkings sem vann sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í handknattleik kvenna í rúm tvö ár á síðasta sunnudag sýndu í kvöld að sá sigur var engin tilviljun því honum var fylgt eftir með öðrum sigri í kvöld á...

Annar í röð hjá Stjörnunni

Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í kvöld þegar það lagði Hauka með níu marka mun í TM-höllinni í Garðabæ, 32:23, í leik sem varð aldrei spennandi, slíkir voru yfirburðir Stjörnukvenna að þessu sinni. Helmingsmunur...

Hleyptu Valsmönnum aldrei inn í leikinn

Lærisveinar Sebastian Alexanderssonar í Fram komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir tóku Valsmenn í kennslustund og unnu öruggan sigur, 26:22, í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik. Fram skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og gáfu ekki...
- Auglýsing -

Skutum okkur út úr leiknum

„Við skutum okkur út úr þessum leik með því að skora ekki úr þeim færum sem við fengum. Ekki vantaði okkur færin en alls klúðruðum við 18 skotum í fyrri hálfleik. Þar lék Stefán Huldar markvörður Gróttu stórt hlutverk,“...

Er á góðum batavegi og mætti til vinnu í dag

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á vinstra auga í kappleik á laugardaginn og blindast um skeið eins og handbolti.is greindi fyrstur frá á mánudagsmorgun....

Enginn í bann en mál háværs gæslumanns til skoðunar

Mál fjögurra handknattleiksmanna var tekið fyrir á síðasta fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í kjölfar þess að allir fengu þeir útilokun í leikjum með liðum sínum á síðustu dögum. Allir sluppu þeir við leikbann. Einnig var tekið fyrir mál vegna...
- Auglýsing -

Dagskrá kvöldsins – fimm leikir í þremur deildum

Íslandsmótið í handknattleik er nú komið á fulla ferð aftur eftir margra mánaða hlé. Fimm leikir verða á dagskrá í kvöld í þremur deildum karla og kvenna. Afturelding, KA og ÍR leika m.a. í fyrsta sinn í Olísdeild...

Molakaffi: Aron Rafn og Hildigunnur, sögulega staðreyndir HM, „kjallarakeppnin“

Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot og var með 27% hlutfallsmarkvörslu þegar lið hans Bietigheim vann Fürstefeldbruck, 33:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Um var að ræða leik sem varð að fresta fyrr í vetur vegna...

HM – undanúrslit á föstudaginn – leiktíminn

Undanúrslitaleikir HM í handknattleik karla í Egyptalandi fara fram á föstudaginn. Leiktímarnir liggja fyrir. Þeir eru:https://www.handbolti.is/tvaer-nordurlandathjodir-i-undanurslitum-hm/
- Auglýsing -

Frábær leikur Elínar Jónu dugði ekki

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Vendsyssel í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði með fimm marka mun fyrir bikarmeisturum Herning-Ikast, 27:22, á heimavelli. Elín Jóna varði 17 skot og var með 40% markvörslu...

Endaspretturinn var FH-inga

Með miklum endaspretti tókst FH-ingum að tryggja sér bæði stigin í heimsókn sinni til Stjörnunnar í TM-höllina í kvöld í leik liðanna í Olísdeildinni handknattleik. Á síðustu fimm mínútum leiksins skoruðu FH-ingar sex mörk gegn aðeins einu frá Stjörnumönnum...

Tinna Húnbjörg í Stjörnuna og efnilegar semja

Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, gekk til liðs við Stjörnuna frá Haukum undir lok nýliðins árs og mun spila með liðinu út tímabilið í það minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.Tinna er 27 ára markmaður og...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -