Efst á baugi

- Auglýsing -

HM: Tíundi keppnisdagur – úrslit geta ráðist

Þá er komið að annarri umferð í milliriðlum þrjú og fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Íslenska landsliðið mætir Frökkum klukkan 17 í milliriðli þrjú. Frakkar hafa ekki tapað leik á mótinu og stefna ótrauðir á efsta sæti og tryggja...

Flytur frá Danmörku til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson gengur til liðs við þýska liðið Melsungen í sumar. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar liðið og Arnar Freyr Arnarsson, samherji Elvars Arnar í landsliðinu er leikmaður Melsungen. Vísir.is greinir frá þessu samkvæmt heimildum.Elvar Örn er...

„Félögin óskuðu eftir þessari breytingu“

„Þetta er það sem félögin óskuðu eftir og við þeim óskum hefur verið orðið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar handbolti.is spurðu hann út í frétt frá því fyrr í dag um að einn þriðji leikja í Olísdeild...
- Auglýsing -

Hafa verið byggðar upp of miklar væntingar?

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist vera ákaflega stoltur af íslenska landsliðinu, þeirri baráttu og vinnusemi sem leikmenn hafa lagt í leikina fjóra sem eru að baki á heimsmeistaramótinu sem stendur yfir í Egyptalandi.Varnarleikurinn hefur verið stórkostlegur. Liðið...

Verðum að auka hraðann og draga úr spennu

„Frakkar eru með alveg geggjað lið og fjölmarga klassa leikmenn, fleiri en einn í hverri stöðu,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, þegar handbolti.is hitti hann stuttlega að máli á hóteli íslenska landsliðsins á Giza-sléttunni nærri píramídunum í...

Leikur ekki meira með Íslandi á HM – er farinn heim

Alexander Petersson leikur ekki fleiri leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Hann kvaddi íslenska hópinn í gærkvöld eftir viðureignina við Sviss. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssamband Íslands var að senda...
- Auglýsing -

Molakaffi: Karačić mættur til leiks, Simone til í slaginn, Aðalsteinn fær Ungverja

Igor Karačić er kominn til Kaíró og verður með króatíska landsliðinu í næstu leikjum. Þessi frábæri miðjumaður fór á kostum með króatíska landsliðið á EM fyrir ári. Hann hefur hinsvegar glímt við meiðsli í hné upp á síðkastið og...

Alexander er leið til Flensburg

Uppfærð frétt klukkan 07.36.Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt að loknu heimsmeistaramótinu í Egyptalandi samkvæmt frétt Flensburger Tageblatt í morgun. Blaðið hefur þetta samkvæmt óstaðfestum heimildum.Handbolti.is fékk fyrir fáeinum mínútum staðfestingu frá...

Glundroði ríkir hjá Tékkum

Glundroði ríkir innan tékkneska handknattleikssambandsins í kjölfar þess að undirbúningur karlalandsliðsins fyrir HM endaði með ósköpum og þátttaka karlalandsliðsins rann út í sandinn rétt áður en landsliðið átti að leggja af stað til Egyptalands. Þá voru aðeins fjórir leikmenn...
- Auglýsing -

HM: Öll úrslit dagsins og staðan – líka forsetabikarinn

Keppni í millriðlum þrjú og fjögur hófust í dag en alls verða þrír leikdagar í hverjum milliriðlanna fjögurra. Auk sigurs Sviss á Íslandi þá marði franska landsliðið það alsírska, 29:26, í hörkuleik þar sem Alsíringar gáfu gömlu herraþjóðinni...

Fyrsta tapið hjá Popovic

Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í dag en um var að ræða leiki sem var frestað fyrr í vetur sökum Covid19. Í Rúmeníu áttust við Valcea og Buducnost þar sem heimastúlkur byrjuðu þann leik mun betur og...

Elín Jóna átti stórleik í langþráðum sigri

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik í kvöld þegar lið hennar og Steinunnar Hansdóttur, Vendsyssel, vann langþráðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í heimsókn til Skanderborg, 28:24. Þetta var fyrsti sigur Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni...
- Auglýsing -

Næst fæstu mörkin á HM á öldinni

Leikurinn við Sviss í dag var sá sextugasti og níundi sem íslenskt landslið leikur á heimsmeistaramóti í handknattleik karla á þessari öld. Aðeins einu sinni áður í leikjunum 69 hefur landsliðið skorað færri mörk en það gerði í dag....

Stjarnan verður fyrir blóðtöku

Stjarnan hefur orðið fyrir blóðtöku rétt áður en keppni hefst á ný í Olísdeild karla í handknattleik. Örvhenta skyttan Hafþór Már Vignisson, sem kom til félagsins, í sumar sem leið, frá ÍR, handarbrotnaði á dögunum í æfingaleik við...

Molakaffi: Myrhol með verkjum, Pardin farin heim, Lindskog er mættur

Norski landsliðsmaðurinn Bjarte Myrhol er enn verkjaður í öxlinni en lætur sig hafa það að leika með norska landsliðinu á HM: Myrhol, sem er samherji Elvars Arnar Jónssonar hjá Skjern, gekkst undir aðgerð í september og vann hörðum höndum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -