Fréttir

- Auglýsing -

Annar baráttusigur hjá KA/Þór

KA/Þór gefur ekkert eftir í toppbaráttu Olísdeildarkvenna. Aðra helgina í röð vann liðið með eins marks mun og að þessu gegn Stjörnunni í TM-höllinni í Garðabæ, 27:26, í afar kaflaskiptum leik. Minnstu mátti muna að Stjörnukonum tækist að krækja...

Sara Sif fór á kostum þegar Fram fór illa með Val

Framar fóru illa með Valsara í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Framhúsinu í dag, 30:22. Lokatölurnar segja þó ekki alla söguna um yfirburði Fram-liðsins sem var 11 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:8. Framarar eru...

Fjórtán marka munur í grannaslag

Haukar unnu stórsigur á grönnum sínum í FH, 33:19, í upphafsleik níundu umferðar Olísdeildar kvenna í Kaplakrika í dag. Haukar eru eftir sem áður í fimmta sæti deildarinnar með níu stig að loknum níu leikjum. FH rekur lestina í...
- Auglýsing -

Yfirlýsing frá meistaraflokki kvenna hjá ÍBV – vegna fréttaflutnings af þjálfara okkar

Handbolta.is hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá meistaraflokki kvenna hjá ÍBV vegna fréttar sem handbolti.is birti í gær og var unnin upp úr viðtali sem birtist við Britney Cots leikmann FH á mbl.is í fyrrakvöld:„Okkur langar aðeins að velta upp...

Lazarov tekur við landsliði Norður-Makedóníu

Kiril Lazarov fremsti handknattleiksmaður sem Norður-Makedónía hefur alið af sér og einn fremsti handknattleiksmaður síðari tíma hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs heimalands síns. Hann skrifaði undir samning á dögunum en tilkynnt var um ráðninguna í morgun. Lazarov verður einnig...

Verður frá um skeið eftir aðgerð á hné

Hildigunnur Einarsdóttir, handknattleikskona hjá þýska 1. deildarliðinu Bayer Leverkusen gekkst undir aðgerð á hné í gær og verður frá keppni næstu vikur af þeim sökum.„Það var rifa í liðþófanum sem þurfti að pússa niður. Það var aðeins meiri skemmd...
- Auglýsing -

HK upp að hlið Víkinga

HK komst upp að hlið Víkings og ungmennaliðs Vals í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gærkvöld með 12 marka sigri á botnliði deildarinnar, ungmennaliði Fram, 29:17. Leikið var í Kórnum í Kópavogi. HK var sex mörkum...

Kristján og Kríumenn nýttu hraðann og veikleika Vængjanna

Kristján Orri Jóhannsson fór á kostum í enn eitt skiptið á leiktíðinni þegar hann skoraði 11 mörk fyrri Kríu í fimm marka sigri á Vængjum Júpíters í Grilll 66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í gærkvöld, 31:26. Leikurinn hófst...

Dagskráin: Frestað í Eyjum – aðrir leikir á áætlun

Viðureign ÍBV og HK í Olísdeild kvenna, sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum, í dag hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er sú að Herjólfur sigldi ekki seinni partinn í gær vegna veðurs auk þess sem ekki er útlit...
- Auglýsing -

Lokasprettur riðlakeppninnar um helgina

Lokaumferðin í Meistaradeild kvenna fer fram um helgina þar sem að aðalleikur helgarinnar er án efa viðureign Györ og CSKA í B-riðli en um er að ræða hreinan úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Aðrir leikir í B-riðli er Balkanskagaslagur ...

Grétar Ari stóð fyrir sínu

Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson stóð svo sannarlega fyrir sínu í kvöld þegar Nice vann Angers á útivelli, 29:25, i frönsku B-deildinni í handknattleik. Grétar Ari varði 13 skot, þar af eitt vítakast, og var með 36% hlutfallsmarkvörslu þegar leikurinn...

Stigunum deilt í Hleðsluhöllinni

Ungmennalið Selfoss og Hauka skildu með skiptan hlut í viðureign sinni í Grill 66-deild karla í handknattleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld, 25:25. Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og voru að honum loknum með fjögurra marka forskot,...
- Auglýsing -

Guðjón Valur, Elliði Snær og félagar gefa ekkert eftir

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda áfram að elta HSV Hamburg eins og skugginn í toppbaráttu 2. deildar þýska handknattleiksins. Í kvöld unnu þeir liðsmenn Konstanz, 37:30, á útivelli. Gummersbach hefur þar með 27 stig eftir 15 leiki...

Landsliðsmarkverðirnir stóðu fyrir sínu

Íslensku landsliðsmarkverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu fyrir sínu í kvöld þegar lið þeirra, Kolding og GOG, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli Kolding á Jótlandi. Svo fór að Viktor Gísli og félagar hrósuðu...

Ólafur Andrés átti 11 stoðsendingar í sigurleik

Eftir tvo tapleiki í röð í deildinni komst IFK Kristianstad inn á sigurbraut í kvöld á heimavelli þegar liðið lagði Aranäs á heimavelli, 28:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kristianstad var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Varnarleikur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -