Fréttir

- Auglýsing -

„Þetta var líkamsárás og ekkert annað“

„Ég er mjög óhress með að dómararnir hafi ekki þorað að gefa rautt spjald fyrir líkamsárásina á Alexander Petersson,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Portúgal í undankeppni EM í...

Of mörg færi fóru í súginn

Portúgal vann Ísland, 26:24, í leik þjóðanna í undankeppni EM í handknattleik karla í Porto í kvöld. Heimamenn voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.Alexander Petersson hlaut höfðuðhögg snemma leiks og kom ekkert við sögu eftir það....

Erlingur og félagar fengu ekki við neitt ráðið

Hollenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Erlings Richardssonar, tapaði illa fyrir landsliði Slóvena í undankeppni EM í handknattleik í dag en leikið var í Almeri í Hollandi í dag. Eftir góðan fyrri hálfleik þá brusti flóðgáttirnar í síðari...
- Auglýsing -

Stoltir og glaðir foreldrar fyrirliðanna

„Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur að eiga þessa drengi, það er ekki hægt annað,“ segir Gunnar Malmquist Gunnarsson, faðir landsliðsfyrirliðanna í handknattleik og knattspyrnu í samtali við Akureyri.net í dag og sagðist ekki geta neitað því þegar spurt var...

Ríflega þriðjungur Tékkanna í Færeyjum er smitaður

Færeyskir fjölmiðlar greina frá því í dag að átta af 22 sem voru í tékkneska landsliðshópnum sem kom til Færeyja í gær hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni. Hallur Danielsen hjá Handknattleikssambandi Færeyja staðfestir fjöldan í samtali við in.fo í...

Alfreð og lærisveinar komnir langleiðina inn á EM2022

„Ég er vitanlega ánægður með úrslitin en ekki síður með hugarfarið og stemninguna innan liðsins,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, við handball-world í dag eftir níu marka sigur þýska landsliðsins á austurríska landsliðinu í undankeppni EM í handknattleik, 36:27....
- Auglýsing -

Arnór Þór fyrirliði – einsdæmi í heiminum

Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í kvöld þegar leikið verður við landslið Portúgals í Porto í undankeppni EM í handknattleik karla. Arnór Þór tekur við fyrirliðabandinu af Aroni Pálmarssyni sem er fjarri góðu gamni vegna...

Dómarar æfa af krafti með undanþágu frá ráðherra

Það var líf og fjör í Víkinni í gærkvöld þar sem handknattleiksdómarar voru við æfingar. Dómarar fengu undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu í lok desember og munu æfa saman þangað til þeir mega flauta að nýju til leiks á Íslandsmótinu.Eftirlitsmaðurinn...

Tékkneska landsliðið smitað og er að fara frá Færeyjum

Ekkert verður af fyrirhuguðum leik Færeyinga og Tékka í undankeppni EM karla í handknattleik karla sem til stóð að færi fram i Höllinni á Hálsi í Þórshöfn í kvöld. Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti fyrir hádegið að leikmenn innan tékkneska landsliðsins...
- Auglýsing -

HM: Ólafur Andrés Guðmundsson

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.Tuttugu leikmenn...

Hjá Stjörnunni til 2023

Línukonan Elena Birgisdóttir hefur skrifað undir áframhaldandi samning við handknattleikslið Stjörnunnar sem gildir út leiktíðina vorið 2023.Í tilkynningu frá Stjörnunni segir m.a. að Elena hafi átt stóran þátt í velgengni Stjörnuliðsins í gegnum árin. Hún hefur spilað ófáa...

Hugsa meira um peninga en heilsu leikmanna

„Það er hreinlega pínlegt til þess að vita að skipuleggjendur heimsmeistaramótsins hyggist selja áhorfendum aðgang að leikjum heimsmeistaramótsins eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir norska stórstjarnan og nýkrýndur Evrópumeistari með Kiel, Sander Sagosen í samtali við...
- Auglýsing -

Molakaffi: Veikur síðan um jól, Pajovic áfram, greindist með krabbamein, Tékkar í rúminu

Víða var slegið upp í gær að Henrik Toft Han­sen, landsliðsmaður Dana væri með kórónuveiruna sem hann vissulega er með. Það eru hinsvegar ekki ný tíðindi þar sem Toft veiktist um jólin og lék t.d. ekki með PSG í...

Smit hjá Svíum rétt fyrir HM og leik frestað

Viðureign Svartfellinga og Svía í áttunda riðli undankeppni EM karla í handknattleik sem til stóð að færi fram í Podgorica í Svartfjallalandi annað kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Upp kom kórónuveirusmit í herbúðum sænska landsliðsins í dag....

Íslendingar með tilþrif mánaðarins – myndskeið

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í baráttunni í valinu um bestu tilþrifin í desember í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, Daníel Freyr Andrésson, markvörður Guif, og Aron Dagur Pálsson, leikstjórnandi Alingsås. Sá þriðji sem kemur til álita er Håvard Åsheim, markvörður...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -