Fréttir

- Auglýsing -

Roland og félagar fögnuðu í Nantes

Úkraínska meistararliðið Motor Zaporozhye, hvar Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, gerði sér lítið fyrir og lagði franska liðið Nantes í Frakklandi í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Um sannkallaðan hörkuleik var að ræða þar sem sauð á keipum....

Sneru við blaðinu í seinni

Elvar Örn Jónsson átti afbragðsgóðan leik í kvöld þegar Skjern lagði Fredericia á heimavelli, 36:30, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Leikmenn Skjern voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 19:17.Þeir hinsvegar tóku á honum stóra sínum í síðari...

Gefa ekkert eftir í toppbaráttu

Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í EH Aalborg gefa ekkert eftir í toppbaráttu dönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Í kvöld unnu þær Bjerringbro, 32:28, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:12.Sandra skoraði...
- Auglýsing -

Hættir í sumar hjá ÍBV og flytur norður til Akureyrar

Þessi frétt hefur verið uppfærð eftir að nákvæmari upplýsingar bárust handbolta.is frá Fannari Þór Friðgeirssyni vegna afar ónákvæmra upplýsinga í frétt á eyjar.net. sem vitnað var til. Eins hefur fyrirsögn verið hnikað til.„Það hefur eitthvað skolast til upplýsingarnar varðandi...

Unnu annað kvöldið í röð í Györ

Annan daginn í röð unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í danska bikarmeistaraliðinu GOG liðsmenn Tatabanya í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. Í kvöld vann GOG með tveggja marka mun, 30:28, eftir jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik, 15:15. Leikið...

Leiðir skilja hjá Rúnari og Ribe-Esbjerg

Eftir þrjú ár í herbúðum Ribe-Esbjerg þá skilja leiðir Rúnars Kárasonar og félagsins eftir núverandi keppnistímabil næsta vor. Þá rennur samningur hans við félagið út. Rúnar staðfesti þetta í samtali við handbolta.is. Hann segir niðurskurð útgjalda vera framundan hjá...
- Auglýsing -

Bætir við ári hjá Kielce

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við pólska meistaraliðið Vive Kielce en greint er frá því á heimasíðu liðsins. Framlengingin þýðir að Sigvaldi Björn er samningsbundinn Kielce fram á mitt ár...

Leynist næsta handboltastjarna á Djúpavogi?

Handknattleikur hefur ekki verið mikið stundaður á Austfjörðum eða á Héraði á síðustu árum þótt aðstaða sé víða prýðileg í nokkrum bæjum með ágætum íþróttahúsum. Nú kann að verða breyting á. Á dögunum barst fjöldi handbolta til Ungmennafélagsins Neista...

Afturelding: Komdu á æfingu

Börn og unglingar á grunnskólaaldri mega æfa íþróttir innanhúss sem utan, með og án snertingar, um þessar mundir. Nokkur félög hafa gert gangskör síðustu daga og vikur eftir að æfingar voru heimilaðar á ný til að laða börn...
- Auglýsing -

EM: Tvær norskar í hópi fimm markahæstu

Nú er stund á milli stríða á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Riðlakeppninni lauk í gær og landslið Serba, Tékka, Slóvena og Póllands eru á heimleið eftir að hafa fallið úr keppni. Tólf lið halda áfram keppni í...

Sostaric veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið

Það nánast rýkur úr símanum hjá þjálfara króatíska kvennalandsliðsins, Nenad Sostaric. Hann hefur ekki haft undan að svara símtölum og skilaboðum sem rignt hafa yfir hann nánast í bókstaflegri merkingu síðustu daga. Ástæðan fyrir þessum ágangi er frábær árangur...

EM: Milliriðlakeppnin hefst með fjórum leikjum

Riðlakeppni EM kvenna í handknattleik lauk í gærkvöldi. Engir leikir fara fram á mótinu í dag. Á morgun hefst keppni í milliriðlum sem stendur yfir til 15. desember. Leikið verður í tveimur sex liða riðlum og fara tvö efstu...
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Garnirnar raktar úr Einari Erni

Það er kominn nýr þáttur út af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar. Í þætti dagsins fengu þeir félagar íþróttafréttamanninn og fyrrverandi landsliðsmann í handknattleik, Einar Örn Jónsson til sín í heimsókn. Þeir röktu úr honum garnirnar og komu m.a. inn á...

Evrópudeildin: Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja

Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur hjá Magdeburg í gærkvöld þegar liðið vann Nexe frá Króatíu í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik en leikið var í Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon hafði hægt um sig og skoraði ekki mark að þessu sinni....

Molakaffi: Meistararnir eru nýjasta fórnarlambið, liðsfélagi Bjarka úr leik á HM, GOG leikur kvöld eftir kvöld

Þýska meistaraliðið THW Kiel er nýjast fórnarlamb kórónuveirunnar. Í gær kom upp úr dúrnum að hún hefur stungið sér niður í herbúðir liðsins. Tveir leikmenn greindust smitaðir við skimun. Af þeim sökum var leik Kiel og dönsku meistaranna Aalborg...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -