Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson var kjörinn besti handknattleiksmaður ársins 2022 í árlegu vali vefsíðunnar Handball-Planet sem kynnti niðurstöðuna í gærkvöld. Gottfridsson er fyrsti Svíinn sem hreppir hnossið í kjöri vefsíðunnar en hún hefur staðið fyrir því frá 2011...
Um miðjan dag taka leikmenn íslenska landsliðsins og starfsmenn liðsins saman föggur sínar í Hannover í Þýskalandi og fara áleiðis til flugvallar borgarinnar hvar þeir stíga upp í flugvél sem fer til Kastrupflugvallar í Kaupmannahöfn. Frá Kastrup heldur hópurinn...
Serbar unnu Evrópumeistara Svía, 30:28, í síðasta leik þeirra áður en heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst í Póllandi og Svíþjóð um miðja vikuna. Leikið var í Halmstad og heiðruðu leikmenn sænska landsliðsins minningu Bengt Johanssons í leiknum með því...
Didier Dinart hefur verið ráðinn þjálfari franska 1. deildarliðsins US Ivry sem Darri Aronsson leikur með. Dinart tekur við af Sébastien Quintallet sem var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að árangur liðsins hafði verið undir væntingum að...
Ísland er í öðrum styrkleika flokki þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla, 21 árs og yngri, sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. Báðir gestgjafar mótsins eru í sama...
„Ég hef aldrei orðið var við eins mikla spennu og áhuga og ríkir núna í kringum landsliðið síðan ég fór fyrst á stórmót. Ég er ánægður með áhugann sem er ólíkt skemmtilegri en þegar manni var frekar klappað á...
„Við erum með hörkugott lið, höfum margir verið saman í liðinu um nokkuð langt skeið og auk þess með frábært teymi með okkur. Við gerum líkar væntingar til okkar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við...
Þegar herfylking Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í handknattleik, er á leiðinni til Skánar í Svíþjóð, til að herja þar í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, eru liðin 73 ár síðan Ísland lék sinn fyrsta landsleik – á Skáni, þar sem landsliðið...
HK veitti Stjörnunni mikla mótspyrnu þegar liðin mættust í lokaleik 11. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Kórnum í dag. Stjarnan, sem er í öðru sæti Olísdeildar, átti fullt í fangi með að tryggja sér stigin tvö gegn neðsta...
Portúgalska landsliðið, sem verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á fimmtudagskvöldið í Kristianstad, lagði brasilíska landsliðið með þriggja marka mun í þriðju og síðustu umferð fjögurra liða æfingamóts sem lauk í Þrándheimi í dag, 31:28. Portúgalar unnu einnig...
Andrea Jacobsen og félagar í EH Aalborg tóku í dag upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir áramót í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Þær unnu sem sagt 11. leikinn í röð í heimsókn sinni á Fjón til...
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir þýska landsliðinu með tveggja marka mun, 33:31, í síðari vináttuleik liðanna í Hannover í dag. Þjóðverjar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda ef undan er skilið einu sinni í fyrri...
Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon leika ekki með íslenska landsliðinu gegn þýska landsliðinu í síðari vináttuleiknum í handknattleik karla í Hannover í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.30.Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tók ákvörðun að þeir verði...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, lék tvo fyrstu leiki sína fyrir finnska landsliðið í dag og í gær þegar Finnar tóku þátt í Baltic cup, fjögurra liða móti í Riga í Lettlandi. Finnska landsliðið vann landslið Litáen í úrslitaleik...
Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands.Handknattleikssamband Íslands og netverslunin Boozt hafa undirritað samkomulag þess efnis að Boozt verði einn af aðalbakhjörlum HSÍ. Frá og með HM í Svíþjóð og Póllandi mun Boozt því hafa auglýsingu sína framan á treyjum allra landsliða...