Fréttir

- Auglýsing -

Myndskeið: Sigurmark Gísla Þorgeirs og markvarsla Green

Gísli Þorgeir Kristjánsson tryggði SC Magdeburg afar mikilvægan sigur á Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27. Markið skoraði hann þegar 48 sekúndur voru til leiksloka. Um var að ræða eitt fimm marka Hafnfirðingsins í leiknum.Sigurinn færir...

Ráðinn þjálfari unglingalandsliðs í Færeyjum

Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari U16 ára landsliðs kvenna í Færeyjum. Kristinn þekkir vel til í færeyskum handknattleik eftir að hafa verið þjálfari hjá kvennaliði EB á Eiði á nýliðnu keppnistímabili.Við hlið Kristins með unglingalandsliðið verður Færeyingurinn...

Þórey Rósa bætir við þremur árum

Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Hún hefur verið ein burðarása í sterku liði Fram síðustu árin eftir að hafa skilað sér heim aftur fyrir fimm árum að lokinni átta ára...
- Auglýsing -

Eins mikil óheppni möguleg er

„Sigurmarkið var eins mikil óheppni af okkar hálfu og mögulegt er,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir að lið hans tapaði, 24:23, í fyrir Íslandsmeisturum KA/Þórs í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildarinnar í handknattleik kvenna í gær. Aldís Ásta...

Dramatík þegar Íslendingalið tapaði í undanúrslitum

Óskar Ólafsson og samherjar í Drammen féllu á dramatískan hátt úr leik í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í gær eftir vítakeppni í síðari leiknum við annað norskt lið, Nærbø, 35:31. Liðin unnu sinn leikinn hvort með sömu markatölu, 30:27Gripið...

Vika í fyrsta leik í umspilinu

Fyrsti úrslitaleikurinn í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á milli HK og ÍR fer fram eftir viku í Kórnum í Kópavogi, heimavelli HK. Vinna þarf þrjá leiki og komi til fimmta leiksins verður hann háður föstudaginn 20. maí...
- Auglýsing -

Dagskráin: Selfoss sækir meistarana heim – umspilið heldur áfram

Valur og Selfoss hefja leik í kvöld í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Liðin ríða á vaðið í Origohöllinni og gefa dómarar leiksins merki um að leggja af stað klukkan 19.30.Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals unnu Fram örugglega í...

Evrópumeistarar standa vel að vígi – tveir hnífjafnir leikir

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna fóru fram um helgina. Veislan hófst með leik Brest og Györ á laugardaginn en leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina verið jafnir og spennandi. Engin breyting varð á að þessu...

Molakaffi: Viggó, Ýmir Örn, Alexander, Arnar Freyr, Elín Jóna, Sara Dögg, Elliði Snær

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk, þar af sex úr vítaköstum, þegar Stuttgart vann mikilvægan sigur á Leipzig á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, 29:25. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Stuttgart sem...
- Auglýsing -

Grótta var HK-ingum ekki hindrun

HK leikur til úrslita um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik við ÍR. HK vann Gróttu öðru sinni í undanúrslitum í kvöld, 25:19 í Kórnum, og samanlagt 56:40, í tveimur viðureignum.Fyrr í kvöld lagði ÍR lið FH í annað...

ÍR leikur til úrslita eftir annan sigur á FH

ÍR leikur til úrslita í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt FH í tvígang í undanúrslitum. Síðari leikurinn var í kvöld í Kaplakrika og vann ÍR með fimm marka mun, 25:20, og samanlagt...

Óárennilegir Eyjamenn

ÍBV komst í góða stöðu í undanúrslitaviðureigninni við Hauka með því að vinna fyrstu viðureign liðanna í Ásvöllum, 35:30, í kvöld. Næsti leikur liðanna verður á miðvikudaginn í Vestmannaeyjum og hefst hann klukkan 18.Leikurinn á Ásvöllum var stórskemmtilegur og...
- Auglýsing -

„Ég lét bara vaða“

„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég bjóst ekki við því að skora. Ég hugsaði bara um að kasta ekki í höfuðið á Haukunum. Ég lét bara vaða,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is eftir að...

Sigurmark Aldísar Ástu skaut KA/Þór áfram

Aldís Ásta Heimisdóttir sá til þess að KA/Þór sendi Hauka í sumarfrí í dag þegar hún tryggði liðinu sigur, 24:23, með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti. Hún kastaði boltanum á milli handa varnarmanna Hauka sem...

Gísli Þorgeir innsiglaði sigurinn – titilinn blasir við

Þýski meistaratitillinn í handknattleik karla blasir við SC Magdeburg eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson innsiglaði sigur liðsins á Füchse Berlin á heimavelli, 28:27, í dag. Magdeburg hefur sex stiga forskot í efsta sæti og hefur þar að auki leikið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -