Fréttir

- Auglýsing -

Haukur leikur til úrslita á morgun

Haukur Þrastarson leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á morgun með samherjum sínum í pólska meistaraliðinu Łomża Vive Kielce eftir sigur á ungverska liðinu Veszprém, 37:35, í undanúrslitum í Lanxess-Arena í Köln í dag. Síðar í dag...

Haukur í eldlínunni í Köln

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í leikmannahópi pólska meistaraliðsins Lomza Vive Kielce sem mætir Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag. Eftir tæknifund í morgun voru 16-mannahópar liðanna fjögurra sem taka þátt í...

Verða áfram úti í kuldanum

Félagslið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi taka ekki þátt í Evrópumótum félagsliða á næsta keppnistímabili. Þeim verður synjað um þátttöku meðan að ekki hefur orðið breyting á ástandinu sem ríkir í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið 24. febrúar. Þetta...
- Auglýsing -

Molakaffi: Guigou, áfram leikið í Lanxess-Arena, Pintea, Máth

Franski landsliðsmaðurinn Michaël Guigou hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Guigou er fertugur og hefur árum saman átt sæti í franska landsliðinu og með því unnið allt sem landslið getur unnið og það oftar en...

Ari Pétur heldur áfram á Nesinu

Ari Pétur Eiríksson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu á Seltjarnarnesi. Ari Pétur er örvhentur leikmaður og leikur aðallega sem hægri skytta. Hann er nýorðinn tvítugur og hefur leikið með flestum yngri landsliðum Íslands.Ari lék...

Landin og Gomez valdir í þriðja sinn

Danski markvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Kiel, og hægri hornamaður Barcelona, Aleix Gomez, eru í þriðja sinn í úrvalsliði Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla en liðið var kynnt í morgun. Kosning hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga og vikur....
- Auglýsing -

Haukur verður níundi til að taka þátt

Haukur Þrastarson verður níundi íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að taka þátt í leikjum úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu ef hann verður með liði sínu Vive Kielce í leikjum helgarinnar. Sigvaldi Björn Guðjónsson sem er samningsbundinn Kielce út keppnistímabilið er meiddur og...

Molakaffi: Sveinbjörn, Ómar Ingi, Steins, Sagosen, Meistaradeildin á ehftv

Sveinbjörn Pétursson, markvörður EHV Aue, er einn sjö leikmanna sem koma til greina í kjöri á leikmanni júnímánaðar í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Sveinbjörn stóð fyrir sínu á lokaspretti deildarkeppninnar en það dugði ekki til og liðið...

GC Amicitia Zürich staðfestir fjögurra ára samning við Ólaf Andrés

Svissneska A-deildarliðið GC Amicitia Zürich staðfesti í dag komu Ólafs Andrésar Guðmundssonar til félagsins en fyrst var greint frá því í gær að Hafnfirðingur væri á leiðinni til félagsins eftir eins árs veru hjá Montpellier. Ólafur Andrés, sem er...
- Auglýsing -

Berglind verður áfram með Haukum

Berglind Benediktsdóttir hefur framlengt samning sinn við handkattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Berglind sem er 23 ára kom til Hauka frá Fram fyrir þremur árum. Hún er einn af lyklmönnum meistaraflokks kvenna.Berglind getur leyst allar stöður fyrir utan...

Þór hefur æfingar fyrir börn á Dalvík í haust

Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur ákveðið að byrja með handknattleiksæfingar á Dalvík í byrjun september. Í upphafi verða æfingarnar fyrir börn í fyrsta til sjötta bekk grunnskólans. Ef undirtektir verða góðar útilokar deildin ekki að efnt verði til æfinga...

Arnar Birkir kominn aftur til Danmerkur

Handknattleiksmaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson hefur ákveðið að snúa aftur til Danmerkur eftir tveggja ára veru hjá EHV Aue í þýsku 2. deildinni. Stórskyttan örvhenta hefur samið við úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg til tveggja ára, eða út leiktímabilið vorið 2024.Arnar Birkir, sem...
- Auglýsing -

Ásthildur Bertha færir sig yfir til ÍR

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hefur ákveðið að breyta til og ganga til liðs við lið ÍR sem leikur í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili undir stjórn Sólveigar Láru Kjærnested.Handknattleiksdeild ÍR sagði frá komu Ásthildar Berthu í morgun.Ásthildur Bertha er örvhent...

Þráinn Orri verður um kyrrt

Línu- og varnarmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Þráinn Orri kom til Hauka fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið með Elverum í Noregi og Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku um þriggja...

Molakaffi: Aginagalde, Sigríður Björg, Syprzak, Slišković, Keita

Línumaðurinn sterki, Julen Aginagalde, er síður en svo af baki dottinnn. Hann skrifaði í gær undir undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Bidasoa Irun. Aginagalde er 39 ára gamall og kom til Bidasoa fyrir tveimur árum eftir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -