Dregið var í 1. umferð bikarkeppni HSÍ í karlaflokki klukkan 11 á skrifstofu HSÍ.
Handbolti.is fylgdist með framvindunni í textalýsingu hér fyrir neðan.
FH vann Hauka í hörkuleik Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöld, 27:26, í upphafsleik 6. umferðar Olísdeildar karla. Birgir Már Birgisson skoraði sigurmarkið 45 sekúndum fyrir leikslok. Haukar áttu síðustu sóknina og Andri Már Rúnarsson síðasta markskotið sem Phil Döhler...
Sex leikir verða á dagskrá Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna í kvöld. Sjöttu umferð verður framhaldið í Olísdeild karla eftir að FH og Haukar riðu á vaðið í gærkvöld í hörkuleik í Kaplakrika.
Til viðbótar hefst fjórða umferð í Grill66-deildum...
Hannover-Burgdorf komst í gær í 16-liða úrslit í þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Liðið vann Stuttgart, 26:20, á heimavelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Arnór Þór Gunnarsson er kominn í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með liði sínu, Bergischer HC....
Phil Döhler, markvörður, sá til þess að FH fór með bæði stigin í viðureign sinni við granna sína í Haukum í Kaplakrika í kvöld. Þjóðverjinn hafði verið daufur í markinu í síðari hálfleik en reis upp þegar mest á...
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt þegar SC Magdeburg vann sádi arbíska liðið Khaleej, 35:29, í riðlakeppni heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Þar með komust meistarar síðasta árs...
Dregið verður í fyrstu umferð í karlaflokki í bikarkeppni HSÍ klukkan 11 á morgun á skrifstofu HSÍ.
Þrjár viðureignir standa fyrir dyrum í fyrstu umferð en 19 lið eru skráð til keppni. Þau eru: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta,...
Því miður sló í bakseglið hjá handknattleiksmanninum Darra Aronssyni á dögunum svo óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni til viðbótar. Darri ristarbrotnaði um miðjan júlí rétt áður en hann fór til franska liðsins US Ivry og hefur...
Sex árum eftir að Handknattleikssamband Evrópu velti vöngum yfir að bæta við þriðja dómaranum inn á handknattleiksvöllinn mátar Alþjóða handknattleikssambandið sig við þriggja dómara kerfi á heimsmeistaramóti félagsliða í karlaflokki sem stendur yfir í Dammam í Sádi Arabíu.
Verði góð...
Stórskyttan Birgir Steinn Jónsson leikur ekki með Gróttu næstu vikurnar eftir að hafa handarbrotnað á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Vísir segir frá meiðslum Birgis Steins í morgun.
Birgir Steinn verður í gifsi næstu þrjár til fjórar vikur af...
Pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla með níu marka sigri á brasilíska liðinu Handebol Taubaté, 39:30, í annarri umferð keppninnar í Dammam í Sádi Arabíu.
Haukur skoraði eitt mark...
Sjötta umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með stórleik í Kaplakrika þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar leiða saman garpa sína. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Hvorugt liðið hefur náð sér almennilega á flug til þessa á leiktíðinni. Það breytir...
Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir IK Sävehof þegar liðið vann Hammarby, 27:25, á heimavell í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. IK Sävehof er í sjötta sæti með sex stig eftir fimm leiki, á inni leik við Gautaborgarliðið Önnereds sem einnig...
Akureyringarnir, Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir, léku með Skara HF í kvöld þegar liðið komst glæsilega í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar eftir sex marka sigur á Kungälvs HK, 35:29, á heimavelli. Um var að ræða síðari...
Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg komust í kvöld í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir sigur á Füchse Berlin, 34:32, í Flens-Arena í hörkuleik. Teitur Örn skoraði þrjú mörk í leiknum.
Af öðrum liðum íslenskra handknattleiksmanna er það að...