Bikarmeistarar Vals mæta HK í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla þegar leikið verður upp úr miðjum febrúar. Dregið var til 16-liða úrslita í karla- og kvennaflokki rétt fyrir hádegið. Efsta lið Grill66-deildar karla dróst á móti Selfossi...
Dregið verður í 16-liða úrslitum í Coca Cola-bikar karla og kvenna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með drættinum í streymi hér fyrir neðan.https://www.youtube.com/watch?v=0chIBQc1ULs
„Maður tekur þessu eins og það er. Það hefur farið vel um okkur á góðu hóteli. Við höfum ekki undan neinu að kvarta þannig lagað. Þótt við séum vanir að vera frjálsari þegar við erum heima að æfa þá...
Fyrsti leikur ársins í Grill66-deild karla fer fram í kvöld í Sethöllinni á Selfossi þegar ungmennalið Selfoss og Hauka eigast við. Leikurinn átti að fara fram snemma vetrar en var þá frestað vegna veirunnar sem enn er allt um...
Norska úrvalsdeildarliðið Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar, vann Molde örugglega á útivelli í gær, 32:23. Svo öruggur sigur kom nokkuð á óvart þar sem Molde situr í fimmta sæti deildarinnar en Fredrikstad Bkl var í níunda sæti...
Kapphlaup Selfoss og ÍR um efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik heldur áfram. Selfoss vann í kvöld ungmennalið HK með 11 marka mun, 29:18, í Sethöllinni á Selfossi og er þar með á ný tveimur stigum á eftir ÍR...
Arnar Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í handknattleik en liðið er í efsta sæti Grill66-deildarinnar um þessar mundir.Handknattleiksdeild ÍR greindi frá þessu í kvöld. Kemur fram að samkomulag hafi náðst við Arnar Frey um að...
Meistaradeild kvenna í handknattleik hélt áfram í dag með þremur leikjum. Podravka og Dortmund áttust við í A-riðli þar sem að þýska liðið hafði betur, 32-24. Sigurinn var dýrmætur fyrir þýska liðið í baráttunni um sæti í útsláttarkeppninni. Dortmund...
Luca Witzke tryggði Þjóðverjum sigur á Ólympíumeisturum Frakka með marki á síðustu sekúndu í vináttulandsleik í Wetzlar í Þýskalandi í kvöld, 35:34. Frakkar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Þetta var síðasti leikur beggja liða áður...
Færeyska handknattleiksliðið H71 vann sögulegan sigur í dag á serbneska liðinu ZRK Naisa Nís í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna, 39:38. Leikið var í Nís í Serbíu og það sögulegasta er að um er...
Íslenska landsliðið í handknattleik æfði einu sinni í dag og fór æfingin fram í Víkinni eins og aðrar æfingar liðsins síðustu daga. Eftir því sem segir í tilkynningu frá HSÍ þá var hópnum skipt í tvö lið og leikinn...
„Við erum stoltar og ánægðar með okkur. Þetta er ótrúlega gaman,“ sagði Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV í samtali við handbolta.is eftir að ÍBV-liðið komst áfram í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna eftir tvo afar örugga sigra á...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti afar góðan leik, ekki síst í fyrri hálfleik þegar lið hennar Ringköbing Håndbold vann NFH (Nyköbing Falster), 36:32, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í dag. Elín Jóna varði 13 skot,...
Handknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að aðeins verði selt í fjórðung þeirra sætafjölda sem eru í keppnishöllunum í Slóvakíu þar sem hluti Evrópumeistaramótsins í handknattleik karla fer fram og hefst í næstu viku.Takmarkanirnar koma ekkert við þá áhorfendur sem...
ÍBV tekur sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir tvo afar örugga sigra á tékkneska liðinu Sokol Pisek í dag og í gær í Vestmannaeyjum, samanlagt 60:49. Síðari viðureignina í dag vann ÍBV með fjögurra marka...