Evrópumeistarar SC Magdeburg, sem sluppu í gærkvöld við illan leik í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, fá erfiðan mótherja í átta liða úrslitum. Magdeburg mætir franska liðinu Nantes sem sló Füchse Berlín örugglega út í 16-liða úrslitum...
Framararnir Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir eru á meðal 18 leikmanna sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur valið í hóp sinn sem mætir Svíum og Serbum í tveimur síðustu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM sem fram...
Næst síðasta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld með sex leikjum. Þar ber væntanlega hæst viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, Haukar og Vals. Þau mætast í Origohöll Valsara á Hlíðarenda. Haukar eru sem stendur tveimur stigum á undan...
Viggó Kristjánsson vonast til þess að geta leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir Austurríki 13. og 16. apríl í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Vísir sagði frá því í gær að liðband í öðrum...
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg meiddist á vinstra læri í síðari hálfleik í viðureign Magdeburg og Sporting Lissabon í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.
Gísli Þorgeir fékk þungt högg á lærið eitt sinn þegar...
Evrópumeistarar SC Magdeburg sluppu fyrir horn og eru komnir í átta liða úrslit Evrópdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld eftir eins marks sigur á Sporting Lissabon á heimavelli í kvöld í sannkölluðum háspennuleik, 36:35. Tæpara gat það vart verið...
Lugi frá Lundi, sem þær systur Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur eru samningsbundnar hjá og leika með, er komið í vænlega stöðu gegn Kungälvs í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Lugi hefur tvo vinninga en Kungälvs-liðið er...
Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo eru úr leik í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG og lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen eru á hinn bóginn komnir áfram í átta liða...
Ekki gengur þrautarlaust að koma Afríkumeistaramótinu í handknattleik karla á dagskrá. Mótið, sem er undankeppni fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári, átti að fara fram í Marokkó í janúar en var frestað eftir að maðkur reyndist vera í mysunni þegar...
Heiðmar Felixson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að vera aðstoðarþjálfari 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf og vera þar með hægri hönd Christian Prokop þjálfara. Heiðmar tók við starfinu í lok september en var þá aðeins ráðinn út yfirstandandi...
Raunir leikmanna Fjölnis voru ekki á enda þegar þeir gengu daufir í dálkinn af leikvelli eftir tap fyrir Herði, 38:36, í íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudagskvöldið í næst síðustu umferð Grill66-deildar karla. Við tók löng heimferð sem tognaði meira...
Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar U20 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið 23 leikmenn til æfinga hér á landi 12. til 14. apríl. Æfingarnar verða liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer...
Níu leikir eru eftir í Olísdeild kvenna áður en deildarmeistari 2022 verður krýndur. Einn leikur stendur út af borðinu, viðureign ÍBV og Aftureldingar úr 16. umferð sem fram fer á morgun.
Eftir það taka við tvær síðustu umferðir deildarinnar,...
Óskar Ólafsson og félagar í Drammen þurfa ekki að fara út fyrir landsteinana þegar þeir leika til undanúrslita í Evrópubikarkeppninni í handknattleik síðla í þessum mánuði. Drammen mætir Nærbö í undanúrslitum keppninnar. Í hinni rimmu undanúrslit mætast sænska liðið...
„Sé tekið mið af spilamennsku okkar í leiknum þá var sterkt að ná í tvö stig. Mér fannst leikur okkar ekki vera viðunandi,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir nauman sigur á Haukum 28:26, í Olísdeild kvenna í...