Haukur Þrastarson lék með pólska meistaraliðinu Vive Kielce í dag þegar liðið vann Pogoń Szczecin, 34:21, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta var fjórtándi sigur Kielce á keppnistímabilinu í deildinni. Liðið hefur ekki tapað stigi og hefur sem fyrr...
Eftir fjóra tapleiki í röð í Olísdeild kvenna komst Valur inn á sigurbraut á nýjan leik í dag með sigri á Aftureldingu, 37:21, á Varmá í Mosfellsbæ. Valur hafði átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:9.
Valur situr áfram...
„Gunnar Óli meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en ég dæmdi einn það sem eftir var af leiknum,“ sagði Bjarki Bóasson handknattleiksdómari við handbolta.is í morgun. Bjarki stóð í ströngu í gærkvöldi þegar...
Ekkert verður af því að KA og ÍBV leiði saman hesta sína í Olísdeild karla í handknattleik í KA-heimilinu í dag eins og til stóð. Ekki er það kórónuveiran sem kemur í veg fyrir að liðin mætist. Ástæðan er...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau hafa ekki leikið og æft í hálfan mánuð eftir að kórónuveiran knúði dyra í herbúðum liðsins eftir leik við Oldenburg 22. janúar. Síðan hefur leikjum...
Handknattleikskonan Anna Katrín Stefánsdóttir lék á ný með meistaraflokksliði Gróttu í gærkvöld eftir að hafa verið úr leik í rúm sex ár eftir að hafa fengið þungt högg á gagnaugað á æfingu undir lok ársins 2015. Fékk hún þá...
Keppni á Íslandsmótinu í handknattleik mjakast áfram eftir því sem tök eru á vegna kórónuveirunnar. Til stóð að sjö leikir yrðu á dagskrá í dag en þremur hefur verið frestað, tveimur um óákveðinn tíma, en þeim þriðja, viðureign Fram...
Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk í sjö skotum þegar lið hans Nancy tapaði fyrir Limoges, 29:27, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Nancy situr enn í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig og er fremur...
Leikmenn Harðar frá Ísafirði töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttu Grill66-deildar karla í kvöld þegar ungmennalið Hauka vann þá með þriggja marka mun, 35:32, á Ásvöllum. Hörður er þar með fjórum stigum á eftir ÍR sem trónir á toppnum. Hvort...
FH komst í annað sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með sigri á ungmennaliði Vals, 31:18, í Kaplakrika því á sama tíma tapaði ÍR fyrir Gróttu, 23:20, í Hertzhöllinni en ÍR var í öðru sæti, stigi fyrir ofan FH, þegar...
Grótta kom í veg fyrir að ÍR kæmist upp að hlið Selfoss í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með því að vinna bæði stigin í viðureign liðanna í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 23:20. ÍR er þar með tveimur stigum...
Lilja Ágústsdóttir stökk beint inn í lið Lugi í kvöld þegar liðið sótti Önnereds heim til Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna.
Lilja gekk til liðs við Lundarliðið í byrjun vikunnar með nánast engum fyrirvara eftir að vinstri...
Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar í KIF Kolding unnu kærkominn sigur í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik er þeir lögðu TMS Ringsted, 29:26, á heimavelli. Sigurinn lyfti Kolding upp úr 13. sæti upp í það 11., en fimmtán...
Ekkert verður af því að heil umferð fari fram í Olísdeild kvenna í handknattleik á morgun eins og til stóð. Þegar hefur einni viðureign verið frestað, leik Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs og ÍBV. Smit er komið upp í herbúðum...
Sex leikmenn þýska liðsins MT Melsungen eru smitaðir af kórónuveirunni um þessar mundir. Þess vegna hefur viðureign Melsungen og bikarmeistara Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, verið frestað en til stóð að liðin mættust á sunnudaginn í 8-liða...