Unglingalandsliðsmaður HK, Símon Michael Guðjónsson, varð fyrir því óláni að fara úr vinstri axlarlið eftir tíu mínútur í viðureign HK og Fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í Kórnum í Kópvogi í gær. Ljóst er að...
Nokkuð hefur verið um staðfest félagaskipti í handknattleiknum hér heima síðustu daga og hafa starfsmenn HSÍ verið með stimpilinn á lofti nánast dag og nótt til að tryggja handknattleiksfólki þátttökurétt í kappleikjum tímabilsins sem hafið er. Hér fyrir neðan...
Einn leikur er á dagskrá í handknattleiknum hér heima í dag en með honum lýkur 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik. Íslandsmeistarar KA/Þórs sækja heim Fjölni/Fylki í Dalhús í Grafarvogi. Flautað verður til leiks klukkan 15.Sigurliðið mætir Stjörnunni...
Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik og stóran þátt í að lið hans, Cavigal Nice, vann upphafsleik sinn í frönsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld. Nice lagði þá Cherbourg, 29:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri...
Nú er 15 vikna sumarfríi lokið hjá liðunum sem taka þátt í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Blásið verður til leiks í fyrstu umferðinni um helgina en fjórir leikir fara fram í dag og fjórir á sunnudaginn. Stærsti leikur helgarinnar...
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar SönderjyskE tapaði naumlega á heimavelli, 25:24, fyrir sameinuðu liði Århus Skanderborg á heimavelli í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Eftir sætan sigur á meisturum Aalborg Håndbold í fyrstu umferð...
Olísdeildarlið Hauka flaug inn í átta liða úrslitin í Coca Cola-bikarnum í handknattleik í kvöld með því að leggja ÍR-inga, sem verða í Grill66-deildinni á leiktíðinni, með fimm marka mun, 27:22, í Austurbergi. ÍR-liðið veitti Haukum harða keppni lengi...
Íslandsmeistarar Vals mæta FH í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla á mánudagskvöldið eftir að þeir unnu Víkinga með sjö marka mun, 31:24, í Víkinni í kvöld. Enginn vafi leikur á að það verður stórleikur átta liða...
Leikmenn Mílunnar í Árborg voru ekki fyrirstaða fyrir Fjölnismenn í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Fjölnir tók öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og vann með 12 marka mun,...
ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í kvennaflokki með stórsigri á Gróttu, 31:17, í Hertzhöllinni í kvöld. Meiðsli Birnu Berg Haraldsdóttir vörpuðu skugga á sigur ÍBV í leiknum. Birna Berg, sem hafði skoraði átta mörk...
Fram vann HK, 33:28, í Kórnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handknattleik hvar Framarar mæta ÍR í Austurbergi á mánudaginn.Fram var mest með 11 marka forskot fram...
Haukar hafa náð samkomulagi við forráðamenn Parnassos Strovolou á Kýpur að báðar viðureignir liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki í næsta mánuði fari fram á Nikósíu á Kýpur. Frá þessu er greint í tilkynningu handknattleiksdeildar Hauka í morgun.Leikirnir...
„Ef við ætlum að vera nær þeim liðum, sem talin eru vera betri en við, þá getum við ekki kastað boltanum svo oft frá okkur á einfaldan hátt eða verið með þá skotnýtingu sem við vorum með að þessu...