Formaður danska handknattleikssambandsins, Per Bertelsen, hefur boðað stjórn sambandsins til neyðarfundar í fyrramálið klukkan 11 að staðartíma. Þar verður tekin afstaða til þess hvort Danir gefi mótahald EM upp á bátinn eða bíði áfram eftir svörum frá yfirvöldum í...
Þýska 2. deildarliðið Gummersbach með Guðjón Val Sigurðsson í þjálfarasætinu heldur sigurgöngu sinni áfram. Í dag lagði Gummersbach liðsmenn Dessauer í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar, 34:26, á heimvelli. Gummersbach er þar með komið með 12 stig að...
Eftir sjö ár þá tókst leikmönnum BSV Sachsen Zwickau loksins að vinna Nord Harrislee í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag og það örugglega, 35:24. Díana Dögg Magnúsdóttir leikur mð BSV Sachsen Zwickau. Með sigrinum komst liðið upp...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá, tyllti sér áðan á ný í efsta sæti sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, innan við tveimur tímum eftir að GOG hafði brugðið sér á toppinn með sigri á Lemvig líkt og...
Stórleikur Ólafs Andrésar Guðmundssonar fyrir IFK Kristianstad dugði liðinu ekki í dag þegar það fékk heimsókn af leikmönnum Skövde, væntanlegum samherjum Bjarna Ófeigs Valdimarssonar. Ólafur skoraði átta mörk og átti sex stoðsendingar þegar Kristianstad tapaði á heimavelli, 24:23. Skövde...
GOG með Viktor Gísla Hallgrímsson á milli markstanganna komst að minnsta kosti tímabundið aftur í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag með naumum sigri á neðsta liði deildarinnar, Lemvig, 28:26. Leikið var á heimavelli Lemvig.Staðan var jöfn...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg máttu bíta í það súra epli að tapa sínum fyrsta leik í dönsku B-deildinni í handknattleik í dag er liðið mætti Ringköbing á heimavelli, 25:21.Slæmur fyrri hálfleikur varð Söndru og...
Per Bertelsen, formaður danska handknattleikssambandsins, DHF, segist vera að missa þolinmæðina við að bíða eftir svörum frá heilbrigðis,- og sóttvarnayfirvöldum vegna Evrópumótsins í handknattleik kvenna sem til stendur að Danir sjái alfarið um að halda. Innan við hálfur mánuður...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC fá loksins tækifæri til þess að taka þátt í leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik á morgun þegar þeir sækja Cesseon Rennes heim. PAUC lék síðast í frönsku...
Niklas Landin, landsliðsmarkvörður Dana og þýska meistaraliðsins THW Kiel, segist ekki vera hrifinn af því að heimsmeistaramótið í handknattleik fari fram í janúar. “Eins og ástandið er í heiminum í dag er ég ekki hrifinn að því að taka...
Eftirmaður Arons Kristjánssonar í stóli landsliðsþjálfara Barein í handknattleik karla staldraði stutt við í starfi. Þjóðverjinn Michael Roth var ráðinn til starfans í haust en hefur nú látið af störfum eftir að hafa stýrt landsliðið Barein í tveimur leikjum...
Um helgina fer fram níunda umferðin í Meistaradeild kvenna og er það jafnframt síðasta umferðin áður en Evrópumeistaramótið hefst í Danmörku. Það verður boðið uppá fimm leiki um helgina þar sem meðal annars Brest tekur á móti Odense og...
Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ:HSÍ, og félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins, skrifuðu í vikunni undir samning sem felur það í sér að ráðuneytið styrkir Breytum leiknum átaki HSÍ.HSÍ fór af stað með átakið Breytum leiknum í...
„Ég get verið hreinskilinn með það en á síðustu dögum og vikum hef ég velt því fyrir mér hvort rétt væri að hætta við EM við þessar aðstæður sem ríkja. Óvissan er svo mikil,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska...
Byrjað er að rífa upp gólfið í Laugardalshöllinni eftir að heitt vatn rann inn á það og undir svo klukkustundum skipti nótt eina í síðustu viku. Heimildir handbolta.is herma að útlitið sé slæmt og allt að hálft ár geti...