Ekkert er slegið af við keppni í Grill66-deildum kvenna þessa vikuna enda þarf að vinna upp nokkra frestaða leiki frá síðustu vikum til að halda áætlun. Liðsmenn Gróttu sækja ungmennalið Vals heim í kvöld í Origohöllina. Viðbúið er að...
Eftir að hafa tapað fyrir ÍR á miðvikudagskvöld þá bitu leikmenn ungmennaliðs Gróttu í skjaldarrendur í kvöld við komu í Hertzhöllina á Seltjarnarnesi með þeim afleiðingum að þær héldu heim á leið að leikslokum með stigin tvö sem sem...
Leikið verður til úrslita í 3. flokki kvenna og karla í Coca Cola-bikarnum á Ásvöllum í kvöld klukkan 18 og 20.15. Óhætt að hvetja áhugafólk um handknattleik og sjá upprennandi handknattleiksfólk í tveimur spennandi úrslitaleikjum og skapa þannig enn...
Í harðri toppbaráttu Grill66-deildar kvenna létu leikmenn ÍR ekki tækifæri á tveimur stigum sér úr greipum ganga í gærkvöld þegar þeir sóttu ungmennalið HK heim í Kórinn. ÍR-liðið tók öll völd í leiknum í síðari hálfleik og vann með...
Í kvöld ræðst hvaða lið mætast á laugardaginn í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla. Undanúrslitaleikirnir standa fyrir dyrum á Ásvöllum þar sem leikmenn fjögurra liða eru kallaðir en aðeins tvö þeirra komast áfram.Lið FH og Vals takast á...
FH og Selfoss skildu jöfn, 28:28, í viðureign tveggja efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13.Tinna Sigurrós Traustadóttir átti enn einn stórleikinn á tímabilinu fyrir Selfossliðið....
Neðsta lið Grill66-deildar kvenna, Fjölnir/Fylkir, krækti í annað stigið úr viðureign sinni við ungmennalið Fram í kvöld í Dahúsum í Grafarvogi, 21:21, í hörkuleik. Fjölnir/Fylkir var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:8.Fjölnir/Fylkir hefur þar með náð í...
Víkingur vann sinn áttunda leik í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur vann ungmennalið Vals, 26:20, í Víkinni. Allur annar bragur er á Víkingsliðinu nú í vetur en það átti erfitt uppdráttar a.m.k. á tveimur undangengnum keppnistíðum.Víkingar...
Fanney Þóra Þórsdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild FH út næsta keppnistímabil. Fanney Þóra og Sigrún hafa spilað ófáa leiki saman á fjölum Kaplakrika enda jafnaldrar og því spilað saman bæði í yngri flokkum og...
Uppgjöri ÍR og Selfoss í Grill66-deild kvenna sem fram átti að fara í Austurbergi í kvöld hefur verið frestað. Ófært er á milli Selfoss og Reykjavíkur og af þeim sökum verður ekki hægt að koma leiknum við, eftir því...
Fjórir leikir fóru fram í Grill66-deild kvenna í handknattleik í gær. Úrslit þeirra voru sem hér segir.Fjölnir/Fylkir - Grótta 18:29 (10:17).Mörk Fjölnis/Fylkis: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 7, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Ada Kozicka 2, Sara Lind Stefánsdóttir 1, Nína Rut...
FH heldur sínu striki í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Í dag lentu FH-ingar í kröppum dans gegn ungmennaliði HK í Kórnum en tókst að vinna með minnsta mun, 29:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.FH...
Fjórir leikir verða á dagskrá í Olísdeild karla í dag og annar eins fjöldi leikja er áformaður í Grill66-deild kvenna. Til viðbótar leikur ÍBV öðru sinni gegn Costa del Sol Málaga í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik.ÍBV,...
Haukur Þrastarson var í liði Łomża Vive Kielce í gærkvöldi þegar það vann Gwardia Opole, 27:22, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann skoraði ekki mark og brást bogalistin einu sinni úr vítakasti, bregðist tíðindamanni handbolta.is ekki pólskukunnáttan. Sigvaldi Björn...
FH tyllti sér í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Fjölni/Fylki, 29:23, í Dalhúsum í Grafarvogi. Hafnarfjarðarliðið hefur þar með 24 stig eftir 15 leiki og er stigi á undan Selfoss sem á að...