Unglingalandsliðskonan frá Selfossi, Tinna Sigurrós Traustadóttir, er markahæst í Grill66-deild kvenna um þessar mundir en jólafrí er í deildinni og um þessar mundir og verður fram yfir áramót. Tinna Sigurrós hefur skorað 8,6 mörk að jafnaði í leik og...
Viktor Sigurðsson og Karen Ösp Guðbjartsdóttir eru handknattleiksfólk ársins hjá ÍR og voru þeim veittar viðurkenningar sínar í hófi félagsins á dögunum þar sem íþróttamenn deilda voru heiðraðir.„Viktor var framúrskarandi í liði ÍR-inga sem átti erfitt uppdráttar á liðnu...
Kolbrún Arna Garðarsdóttir og Elvar Otri Hjálmarsson eru handknattleiksfólk ársins hjá Fjölni í Grafarvogi. Þau hlutu viðurkenningar sínar á dögunum. Bæði eru í stórum hlutverkum hjá liðum Fjölnis í Grill66-deild kvenna og karla.„Kolbrún Arna Garðarsdóttir er frábær leikmaður og...
Aganefnd HSÍ hefur áminnt handknattleiksdeild Þórs fyrir að þjálfari liðsins, Stevce Alusovski, hafi haft afskipti af liði sínu þegar hann tók út fyrra leikbann sitt þegar viðureign Þórs og Harðar fór fram í Grill66-deild karla á síðasta laugardag.Þetta kemur...
Leik ungmennaliðs Hauka og Kórdrengja í Grill66-deild karla sem fram átti að fara annað kvöld á Ásvöllum hefur verið frestað fram á nýtt ár. Viðureignin átti að vera sú síðasta í deildarkeppni meistaraflokks á Íslandsmótinu í handknattleik á þessu...
Unglingalandsliðskonan Tinna Sigurrós Traustadóttir var með snemmbúna flugeldasýningu í kvöld þegar hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 16 mörk fyrir Selfoss í sex marka sigri liðsins á ungmennaliði Vals, 38:32, í síðasta leik ársins í Grill66-deild kvenna í...
Kórdrengir höfðu í dag sætaskipti við ungmennalið Vals og fóru upp í áttunda sæti Grill66-deildar karla í handknattleik er þeir unnu lið Berserkja í uppgjöri nýliðanna í deildinni, 25:19, í Digranesi.Þetta var þriðji sigur Kórdrengja í deildinni á...
Tveir leikir fara fram í Grill66-deildum karla og kvenna í dag. Nýliðar Grill66-deildar karla, lið Kórdrengja og Berserkja, mætast í Digranesi kl. 15. Selfoss fær ungmennalið Vals í heimsókn í Sethöllina í kvöld. Takist Selfossliðinu að vinna leikinn fer...
Tryggvi Garðar Jónsson skoraði 12 mörk fyrir ungmennalið Vals í gær þegar það lagði Vængi Júpíters í síðasta leik beggja liða í Grill66-deild karla á þessu ári, 39:26. Leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var 10 mörkum yfir...
Eftir sigur ÍR-ingar á ungmennaliði Aftureldingar í Grill66-deild karla í handknattleik beið leikmanna ÍR óvænt uppákoma er þeir komu inn í klefanna eftir sigurleik.Stórsöngvarinn Herbert Guðmundsson var mættur til að keyra upp fjörið hjá toppliði Grill66-deildarinnar. Herbert tók...
Fjölnismenn eru komnir upp í annað sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að hafa lagt ungmennalið Hauka, 29:26, í Dalhúsum í kvöld. Fjölnir var yfir, 15:11, eftir 30 mínútur.Fjölnir er kominn upp að hlið Harðar með 16 stig eftir...
FH fór upp í annað sæti Grill66-deild kvenna í dag þegar liðið lagði ungmennalið ÍBV með sjö marka mun, 28:21, í Vestmannaeyjum.Fyrirliðinn Fanney Þóra Þórsdóttir fór fyrir FH-liðinu í leiknum og skorað 10 mörk. Hafnfirðingar voru með yfirhöndina...
ÍR-ingar nýttu tækifærið í dag, þegar Hörður tapaði, og tylltu sér einir í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik hvar þeir munu sitja yfir hátíðirnar. ÍR lagði ungmennalið Aftureldingar með 11 marka mun, 36:25, að Varmá. Breiðhyltingar voru með...
Þór Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði efsta lið Grill66-deildar karla, Hörð, með eins marks mun, 31:30, í viðureign liðanna í Höllinni á Akueyri í dag. Þetta var annað eins marks tap Harðar í röð í deildinni og...
Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Íslands staðfesti í gær dóm dómstóls HSÍ frá 7. desember um að viðureign ungmennaliðs Stjörnunnar og Selfoss í Grill66-deild kvenna fari fram á nýjan leik.Dómsorð áfrýjunardómstólsins í gær var stutt og laggott: „Hinn áfrýjaði dómur skal...