Landsliðin

- Auglýsing -

Magnaður endasprettur í Brimum

Eftir ævintýralegan endasprett þá vann íslenska landsliðið í handknattleik það þýska með eins marks mun, 31:30, í fyrri vináttuleik þjóðanna í ÖVB-Arena í gömlu Hansaborginni Brimum í dag. Þjóðverjar voru sex mörk yfir, 23:17, þegar 15 mínútur voru til...

Dagskráin: Olísdeild kvenna og landsleikur

Keppni hefst á ný í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir frí yfir jól og áramót. Þrír leikir verða á dagskrá í 11. umferð. Umferðinni lýkur annað kvöld. Bikarmeistarar Vals taka á móti ÍBV í fyrsta leik ársins...

Það má alveg vera gaman

„Handbolti er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og við erum með ótrúlega gott lið um þessar mundir svo það er eðlilegt að væntingar ríki. Það má alveg vera gaman,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að...
- Auglýsing -

Flogið á vit ævintýra

Íslenska landsliðið í handknattleik karla flaug af landi brott í morgun áleiðis til Þýskalands þar sem það leikur tvisvar sinnum við þýska landsliðið á morgun og á sunnudaginn. Frá Þýskalandi fer íslenska landsliðið upp úr miðjum næsta þriðjudegi til...

Molakaffi: Uppselt, Alfreð, Sigvaldi, Sigtryggur, Petrov

Uppselt er á báða vináttulandsleiki Þýskalands og Íslands í handknattleik karla sem fram fara í Bremen og Hannover á morgun og á sunnudaginn. Alls seldust 8.872 miðar á leikinn í Bremen og 10.043 á viðureignina í Hannover.„Eftir allt...

Moustafa og félagar sitja við sinn keip

Stjórnendum Alþjóða handknattleikssambandsins, með Hassan Moustafa í broddi fylkingar, verður ekki haggað með þær reglur sem settar hafa verið vegna heimsmeistaramótsins í handknattleik og snúa að covidprófum og einangrun smitaðra leikmanna meðan mótið stendur yfir. Segja þeir hlutverk sitt...
- Auglýsing -

Sýndum á EM að við eigum erindi í fremstu röð

„Staðan á mér er fín. Ég hlakka til næsta verkefnis sem verður að leika við Þjóðverja um helgina og að fara síðan með landsliðinu á HM,“ sagði Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og liðsmaður þýska 1. deildarliðsins Leipzig þegar...

Elliði Snær á topp tíu lista línumanna í Þýskalandi

Af 13 markahæstu línumönnum sem leika í efstu deild í Þýskalandi, þá eiga Íslendingar tvo. Elliði Snær Viðarsson er í níunda sæti og Arnar Freyr í því þrettánda. Elliði Snær er með 56 mörk og Arnar Freyr 39. Arnar...

Björgvin Páll lætur kné fylgja kviði og ritar IHF bréf

Björgvin Páll Gústavsson markvörður og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik settist niður og ritaði bréf til Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, þar sem hann mótmælir harðlega reglum sem settar hafa verið um covidpróf og sóttkví á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla...
- Auglýsing -

„Fylgist með Íslandi á HM“

„Fylgist með Íslandi á HM og einnig okkur,“ segir danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel í samtali við TV2 spurður um hvaða landslið hann telur líklegt til afreka á heimsmeistaramótinu sem stendur fyrir dyrum. Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana, sem hafa orðið...

Á okkur hefur ekki verið hlustað

„Við höfum vitað af þessum reglum lengi og gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að mótmæla þeim enda eru þær strangari en til dæmis á Evrópumóti kvenna fyrr í vetur. Við höfum ekki haft erindi sem...

Styttist í fyrsta stórmótið

„Nú er tækifærið framundan. Það styttist í fyrsta mótið,“ sagði Hákon Daði Styrmisson landsliðsmaður í handknattleik glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir fyrstu æfingu landsliðsins í handknattleik í gær. Það hillir undir fyrsta stórmótið hjá...
- Auglýsing -

Björgvin Páli er nóg boðið: Á að leggja íþróttina í rúst?

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, sendir Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, sterk skilboð í Twitter þar sem hann spyr hvort sambandið ætli sér að leggja íþróttina í rúst með ströngum covidreglum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst 11. janúar í Póllandi...

Ísland á næst flesta þjálfara á HM

Að undanskildum Spánverjum eiga Íslendingar og Frakkar flesta landsliðsþjálfara sem stýra liðum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Póllandi 11. janúar. Af 32 landsliðum mótsins verða sex þeirra undir stjórn spænskra þjálfara. Þrír Frakkar og þrír Íslendingar...

Fyrsta æfingin í mánuð – verkjalaus og jákvætt

„Þetta var fyrsta alvöru æfingin mín í mánuð, enginn verkur í olnboganum. Það er jákvætt,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður glaður í bragði í samtali við handbolta.is í eftir æfingu landsliðsins í Safamýri kvöld. Viktor Gísli meiddist öðru sinni...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -