- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðin

- Auglýsing -

Íslensku piltarnir mæta Dönum í tvígang

Hjá karlalandsliðinu í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri standa fyrir dyrum tveir vináttuleikir við Dani í Danmörku 5. og 6. nóvember í Faxe og Køge. Af því tilefni hefur verið valinn æfingahópur sem kemur saman á næstu...

Heimir og Gunnar velja hóp til Parísarfarar

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson, þjálfarar U18 ára landsliðs karla, hafa valið landsliðshóp til æfinga og undirbúnings fyrir þátttöku í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland í byrjun nóvember. Íslenska liðið tekur þátt ásamt landsliðum Frakka, Króata...

Róbert verður annar þjálfari U20 ára landsliðsins

HSÍ hefur ráðið Róbert Gunnarsson í þjálfarateymi U-20 ára landsliðs karla og mun hann þjálfa liðið ásamt Einari Andra Einarssyni. Róbert flutti heim í sumar eftir að hafa búið ytra í um tvo áratugi. Síðast var hann ungmennaþjálfari hjá...
- Auglýsing -

Myndskeið: Elín Jóna valin í úrvalslið undankeppni EM

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir er í glæsilegum félagsskap stórstjarna í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppni EM kvenna í handknattleik. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, valdi liðið og birti í gærkvöld.Elín Jóna fór á kostum í marki íslenska landsliðsins þegar það lagði...

Undankeppnin næst í mars – æfingamót í nóvember

Næstu leikir íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins fara ekki fram fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Þá mætir íslenska landsliðið tyrkneska liðinu í tvígang, ytra 2. mars og hér heima fjórum dögum síðar. Lokasprettur undankeppninnar...

Getum byggt ofan á þennan leik

„Stelpurnar voru mjög flottar í dag. Einhverjar hefðu komið litlar í sér í næsta leik eftir tapið fyrir Svíum en þær gerðu það ekki heldur léku frábærlega,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna eftir frábæran sigur á Serbum, 23:21, í...
- Auglýsing -

Undankeppni EM kvenna – úrslit allra leikja og staðan

Annarri umferð af sex í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lauk í kvöld, m.a. með glæsilegum sigri íslenska landsliðsins á Serbum á Ásvöllum, 23:21. Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikjanna í annarri umferð ásamt stöðunni.Þriðja og fjórða umferð...

Sigurinn fyllir okkur sjálfstrausti

„Þetta gekk svo vel alveg frá byrjun. Tilfinningin núna eftir svona frábæran leik er alveg æðisleg,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikstjórnandi, í samtali við handbolta.is eftir sigurleikinn á Serbum, 23:21, í undankeppni EM kvenna í...

Geggjað, alveg frábært

„Þetta er geggjað, alveg frábært,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins og brosti út að eyrum eftir frábæran sigur íslenska liðsins á Serbum í undankeppni EM í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 23:21. Elín Jóna átti...
- Auglýsing -

Serbar loksins lagðir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Serbíu í undankeppni EM í handknattleik kvenna, 23:21, eftir frábæran leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Serbíu í mótsleik frá upphafi. Hann opnar liðinu möguleika á að...

Ég hef fulla trú á liðinu okkar

„Við erum afar spenntar fyrir að takast á við Serba og höfum fulla trú á að geta átt hörkuleik,“ sagði Sunna Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Serbíu í undankeppni EM sem...

Hafdís kemur inn í liðið á nýjan leik

Hafdís Renötudóttir markvörður úr Fram kemur inn í íslenska landsliðið sem mætir Serbum í dag í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16. Hún leysir af Sögu Sif Gísladóttur, markvörð Vals, sem hljóp í skarðið á elleftu stundu fyrir Hafdísi áður...
- Auglýsing -

Landsliðskona Serba leikur með ÍBV – ein er heima

Af þeim sextán leikmönnum sem eru í serbneska landsliðshópnum sem mætir íslenska landsliðinu í undankeppni EM kvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl. 16 í dag leikur einn hér á landi, Marija Jovanovic. Hún er liðsmaður ÍBV og leikur væntanlega...

Góð tilfinning að leika heima og fá marga áhorfendur

„Serbar leika öðruvísi handbolta en Svíar en er kannski nær því sem við erum vanar. Serbar leika mjög fasta vörn, en fara ekki eins framarlega og Svíarnir,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, hin reynslumikla landsliðskona í handknattleik, við handbolta.is í gær...

Þungi í öllu sem Serbarnir gera

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, segist hafa farið vel yfir leik Serba gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fór í Serbíu á miðvikudaginn í aðdraganda undirbúnings íslenska landsliðsins vegna leiksins við Serbíu í dag klukkan 16 í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -