„Við erum gríðarlega ánægðir með frammistöðu liðsins og liðsheildina að þessu sinni. Varnarleikurinn var frábær allan leikinn, bæði 6/0 og 5/1. Sömu sögu er að segja um markvörsluna. Í framhaldinu tókst okkur að keyra mjög vel í bakið á...
Stúlkurnar í 19 ára landsliðinu í handknattleik unnu sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Pitesi í Rúmeníu í dag þegar þær unnu Króata með níu marka mun, 35:26, í síðari umferð milliriðlakeppninnar um sæti níu til sextán. Íslensku stúlkurnar...
„Við verðum að búa okkur vel undir leikinn við Króatíu sem mætum á morgun. Króatíska liðið leikur dæmigerða framliggjandi vörn að hætti Króata. Við verðum að vera með lausnir á henni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára...
„Frammistaðan hjá liðinu var allt önnur og betri en í síðasta leik. Sóknarleikurinn var góður eins og hann hefur meira og minna verið allt mótið þótt oft hafi þurft að hafa mikið fyrir hverju marki. Því miður þá vorum...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fjórða leiknum á Evrópumóti 19 ára landsliða í morgun er það mætti hollenska landsliðinu í fyrri viðureign sinni í milliriðlakeppninni um sæti níu til sextán á mótinu. Hollendingar voru með yfirhöndina frá upphafi...
Frídagur er frá leikjum á Evrópumóti kvenna í handknattleik, skipað liðum 19 ára og yngri, í Rúmeníu. Riðlakeppni mótsins lauk í gær. Milliriðlakeppnin hefst á morgun. Meðan stund ríkir milli stríða skiptir íslenski hópurinn um liðs- og fararstjóra.Guðríður Guðjónsdóttir,...
Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, fer til Þýskalands á morgun og verður ytra við æfingar og keppni fram á mánudag. Ferðin er liður í þátttöku landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Króatíu...
Evrópumót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri stendur yfir frá 6. til 16. júlí í Pitesti og Mioveni í Rúmeníu. Íslenska landsliðið er eitt sextán liða sem tekur þátt í mótinu.Hér fyrir neðan eru úrslit í...
Tinna Sigurrós Traustadóttir leikur ekkert meira með U19 ára landsliðinu á Evrópumótinu í Rúmeníu. Hún handarbrotnaði í fyrri hálfleik í viðureign Íslands og Portúgal í dag. Tinna Sigurrós var flutt undir læknishendur í Pitesi þar sem íslenska landsliðið leikur...
„Vonbrigði okkar og svekkelsi er mikið eftir tapið í dag. Við vorum undir á öllum sviðum leiksins frá upphafi. Við áttum bara ekki möguleika frá byrjun. Portúgalska liðið fékk að gera það sem það vildi á alltof auðveldan hátt,“...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, steinlá fyrir portúgalska landsliðinu í síðasta leik sínum í B-riðli Evrópumótsins í Pitesi í Rúmeníu í dag. Niðurstaðan var 17 marka tap, 44:27, eftir að portúgalska liðið var...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, mætir landsliði Portúgal í þriðju og síðustu umferð B-riðils Evrópumeistaramótsins í Pitesi í Rúmeníu í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.30. Handbolti.is fylgist með að vanda í...
Kraftur er í leikmönnum og þjálfurum U19 ára landsliðsliðs kvenna í handknattleik sem nýtt hafa daginn til að búa sig undir þriðja og síðasta leikinn í riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer á morgun og hefst klukkan 14.30. Íslenska liðið...
Ekki verður leikið í dag á Evrópumóti kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, sem fram fer í Rúmeníu. Eftir tvær umferðir á tveimur dögum verður kröftum safnað í dag og leikir síðustu umferðarinnar undirbúnir. Stefnt er...
KA-maðurinn Dagur Árni Heimisson leikmaður U17 ára landsliðs karla var í kvöld valinn í úrvalslið Opna Evrópumótsins sem lauk í dag en hófst á mánudaginn. Dagur Árni var valinn besta vinstri skyttan.Dagur Árni, sem er af handknattleiksfólki kominn, lék...