Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg er á góðum batavegi eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í sumar, nokkrum vikum eftir að hann fór úr axlarlið í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona....
GWD Minden tapaði á heimavelli fyrir Dessau-Roßlauer HV 06, 41:39, í gær en liðin leika í 2. deild þýska handknattleiksins. Sveinn Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Minden og var í tvígang vikið af leikvelli. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði eitt...
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Bergischer HC, 40:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum endurheimti Magdeburg annað sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11...
Leipzig hafði naumlega sigur á Balingen-Weilstetten á heimavelli í dag í miklum Íslendingslag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ekki færri en fimm Íslendingar komu við sögu og voru þrír þeirra í sigurliðinu. Leipzig vann naumlega, 26:25, eftir að...
„Ég er alsæll og mjög stoltur yfir að hafa komið japanska landsliðinu á Ólympíuleikana. Til þess var leikurinn gerður,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japan í handknattleik karla við handbolta.is en hann stýrði í gær Japan til sigurs í Asíuhluta...
Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk úr sjö skotum þegar Telekom Veszprém vann stórsigur á Budakalász, 47:28, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már lék bara annan hálfleikinn. Telekom Veszprém er efst með 18 stig að...
Elvar Örn Jónsson var aðsópsmikill hjá MT Melsungen í kvöld þegar liðið vann Rhein-Neckar Löwen, 30:23, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Með sigrinum færðist Melsungen upp í annað sæti deildarinnar, a.m.k. að sinni en liðið er...
Lífið lék við íslensku landsliðskonurnar Díönu Dögg Magnúsdóttur og Söndru Erlingsdóttur og lið þeirra í leikjum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Sandra og samherjar í TuS Metzingen unnu Buxtehuder, 29:23, á heimavelli og smelltu sér í 6....
Dagur Sigurðsson stýrði japanska landsliðinu í dag til sigurs í undankeppni Ólympíuleikanna í handknattleik, Asíuhlutanum. Japan vann Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, í úrslitaleik í Doha í Katar, 32:29. Japanska landsliðið tryggði sér þar með farseðilinn á Ólympíuleikana sem...
Elvar Ásgeirsson náði ekki að skora en átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Ribe-Esbjerg lagði TTH Holstebro, 32:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ágúst Elí Björgvinsson fékk ekki langan tíma til að spreyta sig í...
Með frábærum endaspretti þá varð Gummersbach fyrst liða til þess að taka stig af Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Liðin skildu jöfn á heimavelli Gummersbach, 30:30. Svíinn Jerry Tollbring jafnaði metin fyrir Berlínarliðið þegar...
Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém urðu í gær fyrstir til þess að vinna Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 41:36. Leikurinn fór fram á heimavelli í Barcelona sem gerir sigurinn enn athyglisverðari. Bjarki...
Íslendingaslagur verður á laugardaginn í Doha í Katar þegar landslið Barein og Japan eigast við í úrslitaleik forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla, Asíuhluta. Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, vann Suður Kóreu í síðari undanúrslitaleik keppninnar í kvöld, 34:23.
Fyrr...
Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar leikur til úrslita um farseðil á Ólympíuleikana á næsta ári. Barein vann Katar í sannkölluðum háspennuleik í undanúrslitum forkeppni Ólympíuleikanna, Asíuhluta, í Doha í Katar í dag, 30:29. Sigurmarkið var skorað á allra...
Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hennar, Silkeborg-Voel, tapaði fyrir hinu sterka liði Ikast, 30:22, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Andreu var einu sinni vikið af leikvelli. Silkeborg-Voel er í...