Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, og Hákon Daði Styrmisson hornamaður Gummersbach eru báðir í liði 16. umferðar þýsku 1.deildarinnar í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem Hákon Daði á sæti í úrvalsliði deildarinnar.
Jakob Lárusson þjálfari kvennaliðs Kyndils í Þórshöfn...
Oddur Gretarsson er aðra vikuna í röð í úrvalsliði þýsku 2. deildarinnar í handknattleik en úrvalslið 15. umferðar var tilkynnt í gær. Oddur fór á kostum og skoraði 11 mörk í 11 skotum þegar Balingen-Weilstetten lagði Coburg, 35:29, eins...
Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Tertnes. Félagið og Bergensavisen segja frá þessu í kvöld. Tertnes er með bækistöðvar í nágrenni Bergen. Tertnes rekur lestina í norsku úrvalsdeildinni um þessar mundir með fjögur stig eftir átta leiki...
Kiel er komið á þekktar slóðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir sigur á MT Melsungen, 24:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Sigurinn fleytti Kiel í efsta sætið, stigi fyrir ofan Füchse Berlin,...
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék á als oddi í dag þegar þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, með eins marks mun í sannkölluðum stórleik umferðarinnar í Max-Schmeling-Halle í Berlín í dag, 32:31.
Gísli Þorgeir skoraði...
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes í Frakklandi og íslenska landsliðsins er besti ungi handknattleiksmarkvörður heims, samvæmt niðurstöðu í vali vefsíðunnar handball-planet. Ekki er nóg með það því að Viktor Gísli hafnaði í þriðja sæti í kjöri á efnilegasta handknattleiksmanni...
Sigurganga Andreu Jacobsen og félaga í EH Aalborg heldur áfram í næst efstu deild danska handknattleiksins. Í gær vann EH Aalborg liðsmenn HIK í heimsókn í Maglegårdshallen í Hellerup norður af Kaupmannahöfn, 21:17. Andrea skoraði þrjú mörk. EH Aalborg...
Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn með Balingen-Weilstetten í kvöld þegar liðið vann Coburg á heimavelli, 35:29, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Oddur skoraði 11 mörk og brást ekki bogalistin í einu skoti. Fjögur marka sinna skoraði Akureyringurinn...
Leipzig vann í dag sinn sjötta leik í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins í byrjun nóvember en þá var liðið í miklum vanda.
Leipzig lagði GWD Minden í Minden í dag með minnsta mun, 29:28. GWD...
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans, Alpla Hard, vann Handball Tirol, 34:23, í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Hardliðsins sem er í öðru sæti deildarinnar...
Íslendingartríóið hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Skara HF létu til sín taka í kvöld þegar liðið sótti BK Heid heim í Heidhallen í Gautaborg og vann með 16 marka mun, 34:18, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Samanlagt skoruðu íslensku konurnar 10...
Haukur Þrastarson sleit krossband í hægra hné í viðureign Łomża Industria Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Tomasz Mgłosiek sjúkraþjálfari Kielce staðfesti þessi vondu en e.t.v. ekki óvæntu tíðindi á heimasíðu félagsins eftir hádegið.
Mgłosiek segir...
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk fyrir þýska meistaraliðið SC Magdeburg í fyrrakvöld í sigri liðsins á dönsku meisturunum GOG, 36:34, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.
Eitt markanna sem Ómar Ingi skoraði þótti einstaklega glæsilegt. Hann sneri þá boltann fram...
Þriðja heimsmeistaramótið í röð verður íslenskur þjálfari við stjórnvölin hjá landsliði Barein þegar flautað verður til leiks á HM karla í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Aron Kristjánsson staðfesti í samtali við RÚV í gær að hann búi...
Berta Rut Harðardóttir var markahæst með sjö mörk þegar Holstebro tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro, 33:28, í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var annað tap Bertu og samherja í deildinni á leiktíðinni. Holstebro er í þriðja sæti með...