Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í gærkvöld þegar lið hans PAUC vann Cesson Rennes, 25:24, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Donni var markahæstur hjá PAUC með átta mörk í 10 skotum. Ekkert markanna skoraði hann...
Andrea Jacobsen fór á kostum í kvöld þegar Kristianstad vann Anakara Yenimahalle BSK með 14 marka mun í síðari viðureign þeirra í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik, 35:21.
Andrea var næst markahæst hjá Kristianstad með sjö mörk auk þess sem...
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilldartilþrif þegar hann sótti verðandi heimavöll sinn í Nantes í Frakklandi heim í vikunni með samherjum sínum í danska liðinu GOG í Evrópudeildinni í handknattleik. Viktor Gísli gengur til liðs við Nantes fyrir næsta keppnistímabil.Tilþrif...
Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handknattleik, og samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE fengu nýjan þjálfara í dag, degi eftir að þeir töpuðu fyrir liðsmönnum Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.
Jan Pytlick þjálfara var gert að axla sín skinn nánast við fyrsta hanagal...
Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, GWD Minden, 31:27, á heimavelli í gærkvöld. Ýmir Örn skoraði ekki mark en tók hressilega á í vörn liðsins. Rhein-Neckar Löwen í 10. sæti.Arnór Þór...
Andrea Jacobsen og félagar hennar í sænska handknattleiksliðinu Kristianstad standa vel að vígi eftir fimm marka sigur á tyrkneska liðinu Anakara Yenimahalle BSK, 28:23, í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í kvöld. Leikið var í...
Pólska meistaraliðið Vive Kielce, sem Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona, 32:30, í Barcelona í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Þar með tók pólska liðið afgerandi þriggja stiga forystu í...
Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki Kolding í gærkvöldi en það dugði ekki þegar liðið sótti nágrannaliðið Fredericia heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, lokatölur, 35:33, eftir jafna viðureign. Ágúst Elí varði 11 skot, þar af eitt...
Teitur Örn Einarsson átti stórleik í síðari hálfleik í kvöld fyrir Flensburg þegar liðið lagði Dinamo Búkarest á heimavelli, 37:30, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en leikið var í Flensburg. Liðin höfðu þar með sætaskipti. Dinamo er fallið...
Íslendingaliðið Gummersbach tapaði í kvöld í toppleik þýsku 2. deildarinnar í handknattleik er það sótti Eintracht Hagen heim, 40:36, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 20:16. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var fátt um...
Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg, er í liði 11. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handkattleik en greint var frá valinu á mánudaginn. Þetta er í fimmta sinn á keppnistímabilinu sem Selfyssingurinn er valinn í lið umferðarinnar.
Veigar Snær Sigurðsson var...
Þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg tapaði í kvöld sína fyrsta stigi eftir 16 sigurleiki í röð. Magdeburg gerði jafntefli í kvöld við Lorgroni La Rioja, 29:29, á Spáni í Evrópudeildinni í handknattleik. Philipp Weber tryggði liðinu annað stigið er hann...
Bjarki Már Elísson var í liði 10. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem tilkynnt var á síðasta föstudag en umferðinni lauk á fimmtudagskvöld. Bjarki Már átti stórleik þegar lið hans Lemgo vann Rhein-Neckar Löwen, 33:30, í Mannheim. Hann...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar hans í PAUC unnu Montpellier 29:28, í æsispennandi leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær en leikið var í Montpellier. Donni skoraði þrjú mörk í sex skotum. Ólafur Andrés Guðmundsson var...
Daníel Þór Ingason og samherjar í Balingen-Weilstetten sýndu hvað í þeim býr í dag er þeir unnu góðan sigur á Bergischer HC í þýsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli, 30:28. Eftir fremur erfiðar vikur þá var sigurinn í...