Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC-Aix unnu öruggan sigur á Nancy, sem Elvar Ásgeirsson leikur með, 38:26, í viðureign liðanna á heimavelli Nancy í kvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC, sem þar með hefur unnið...
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla er sagður hættur þjálfun þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen. Frá þessu er greint á vefsíðunni handballleaks á Instagram.
Melsungen hefur ekki staðfest brotthvarf Guðmundar Þórðar.
Þar segir ennfremur að Svíinn Robert Hedin taki við...
Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard gerðu í kvöld jafntefli við Bregenz í rimmu grannliðanna í austurrísku 1. deildinni í handknattleik, 26:26. Liðin tvö eiga heimili nánast hlið við og ríkir mikill rígur...
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce fengu ekki óskabyrjun í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöldi er þeir sóttu nýliða keppninnar, Dinamo Búkarest heim. Rúmenska liðið styrktist mikið í sumar og fékk m.a. hinn þrautreynda...
Elvar Ásgeirsson kemur inn í lið Nancy í kvöld þegar það mætir Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, og samherjum í annarri umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Grand Nancy Métropole Handball í morgun.
Elvar fékk...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með IFK Skövde á útivelli gegn Malmö í gærkvöld vegna lítilsháttar tognunar í nára. Skövde tapaði leiknum, 36:30. Örn Ingi Bjarkason hefur alveg gefið upp á bátinn að leika með Víkingi í Olísdeildinni í handknattleik...
Íslendingaliðin SC Magdeburg og Göppingen eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bæði lið unnu góða sigra í kvöld. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með Magdeburg á heimavelli í fjögurra marka...
Steinunn Hansdóttir og samherjar í Skandeborg Håndbold unnu sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld þegar þær lögðu København Håndbold, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Um var að ræða fyrsta sigur Skandeborg-liðsins í deildinni í fjórum...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold hefur keppni í Meistaradeild Evrópu af miklum krafti. Í kvöld kjöldrógu dönsku meistararnir þá króatísku í PPD Zagreb í Zagreb og unnu með tíu marka mun, 34:24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í...
Díana Dögg Magnúsdóttir átti annan stórleik á nokkrum dögum með liði sínu BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1.deildinni í handknattleik í kvöld þótt það hafi ekki dugað til sigurs gegn meisturum Borussia Dortmund á heimavelli, 34:26.
Díana Dögg var í...
Óskar Ólafsson og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Drammen þegar liðið vann stórsigur á nýliðum Kristiansand, 36:20, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur Drammen í deildinni á...
Orri Freyr Þorkelsson og Ólafur Andrés Guðmundsson máttu gera sér að góðu jafntefli með liðum sínum Elverum og Montpellier í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Orri og félagar gerðu jafntefli við Vardar Skopje í Elverum,...
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar lið hans SönderjyskE vann Skjern, 33:24, í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Skjern. Sveinn tók vel á því í varnarleik SönderjyskE liðsins og var m.a....
Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson fögnuðu sigri saman í kvöld með liðsfélögum sínum í Gummersbach er þeir lögðu Lübeck-Schwartau með níu marka mun, 31:22, í fyrstu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli...
Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard unnu liðsmenn Voslauer afar léttilega með 17 marka mun í annarri umferð austurrísku 1. deildarinnar á heimavelli í gær. Alpla Hard, sem er ríkjandi meistari, hefur unnið tvo fyrstu leiki...