Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar í Bayern Leverkusen kræktu í annað stigið í kvöld þegar leikmenn Metzingen komu í heimsókn í Osterman-Arena til viðureignar í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 24:24. Leikmenn Metzingen gerðu harða að hríð að Leverkusen-liðinu á...
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar halda áfram á sigurbraut í þýsku 2. deildinni í handknattleik en í kvöld unnu þeir Wilhelmshavener, 32:28, á heimavelli. Með sigrinum treysti Gummersbach stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, er tveimur stigum...
Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði íslenska handknattleikslandsliðsins, og samherjar hans í þýska 1. deildarliðinu Bergischer HC, eru komnir í sóttkví. Tvær jákvæðar niðurstöður komu úr skimun hjá leikmönnum í gær og lá niðurstaða fyrir í dag.Eftir því sem greint er...
Fjögur Íslendingalið af fimm sem voru í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik eru komin í átta liða úrslit eftir síðari leikina sem fram fór í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og félagar í GOG gerðu sér lítið fyrir og...
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon hefur farið á hamförum með SC Magdeburg síðustu vikur, bæði í þýsku 1. deildinni í Evrópudeildinni. Hann hefur raðað inn mörgum og deilt út stoðsendingum á samherja eins og molum úr konfektkassa.Af þessum ástæðum...
Íslenskir handknattleiksmenn eru sem fyrr í fremstu röð í Þýskalandi. Þrír þeirra eru á meðal fimm efstu á lista yfir þá sem skorað hafa flest mörk í 1. deild. Framan af tímabili voru Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson...
Teitur Örn Einarsson lék stórt hlutverk hjá IFK Kristianstad í kvöld þegar liðið vann Ademar León frá Spáni með sjö marka mun, 34:27, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik á heimavelli.Teitur Örn skoraði fimm...
„Þetta er frábær áfangi sem ekki var endilega reiknað með að við myndum ná eins og staðan var á síðasta sumri þegar nokkur óvissa ríkti innan félagsins,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding sem...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er einn fimm markvarða sem átti bestu tilþrifin í fyrri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik sem fram fór í síðustu viku. Viktor Gísli varði þá glæsilega opið færi í leik með danska liðinu GOG...
Hörður Fannar Sigþórsson skoraði þrjú mörk þegar KÍF frá Kollafirði vann VÍF, 33:30, í Vestmanna í gær í lokaumferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Með sigrinum tryggðu Hörður Fannar og félagar sér þriðja sæti deildarinnar. Þeir mæta ríkjandi meisturum H71...
Hildigunnur Einarsdóttir mætti spræk til leiks í dag með Bayer Leverkusen eftir að hafa verið frá keppni síðan í byrjun febrúar að hún fór í speglun á hné vegna meiðsla. Hún kom af krafti inn í sigurleik Leverkusen á...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, gat fagnað sigri í dag þegar lið hans lagði Ludwigshafen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 30:27, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Með sigrinum færðist...
Daníel Freyr Andrésson og samherjar hans í Guif frá Eskilstuna féllu í dag úr leik í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir naumt tap fyrir Sävehof, 28:27, á heimavelli Sävehof í Partille. Melker Norrman átti skot að marki...
Sandra Erlingsdóttir og félagar í EHF Aalborg sýndu styrk sinn í síðari hálfleik í dag þegar þær mættu Gudme HK frá Fjóni á útivelli í dönsku B-deildinni í handknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik lék enginn vafi á þegar kom...
Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn fyrir Magdeburg í dag þegar liðið tók Stuttgart í kennslustund í Porsche-Arena í Stuttgart í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur 32:22 en aðeins var tveggja marka munur á liðunum að loknum...