Neistin, sem Arnar Gunnarsson þjálfar, komst í dag í úrslit í færeysku bikarkeppninni í handknattleik karla. Neistin vann KÍF, 29:26, í síðari undanúrslitaviðureign liðanna í Þórshöfn í dag. Neistin vann einnig fyrri leikinn, 24:23, í Kollafirði um miðja vikuna....
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk í dag þegar SC Magdeburg vann nauman sigur á GWD Minden í hörkuspennandi leik á heimavelli, 29:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Níu marka sinna skoraði Ómar Ingi úr vítaköstum þar sem...
Díana Dögg Magnúsdóttir var allt í öllu þegar Zwickau vann Freiburg, 29:21, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Hún skoraði þrjú mörk, vann vítaköst átti nokkrar stoðsendingar í leiknum auk þess að vera aðsópsmikil í...
Hildigunnur Einarsdóttir, handknattleikskona hjá þýska 1. deildarliðinu Bayer Leverkusen gekkst undir aðgerð á hné í gær og verður frá keppni næstu vikur af þeim sökum.„Það var rifa í liðþófanum sem þurfti að pússa niður. Það var aðeins meiri skemmd...
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson stóð svo sannarlega fyrir sínu í kvöld þegar Nice vann Angers á útivelli, 29:25, i frönsku B-deildinni í handknattleik. Grétar Ari varði 13 skot, þar af eitt vítakast, og var með 36% hlutfallsmarkvörslu þegar leikurinn...
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda áfram að elta HSV Hamburg eins og skugginn í toppbaráttu 2. deildar þýska handknattleiksins. Í kvöld unnu þeir liðsmenn Konstanz, 37:30, á útivelli. Gummersbach hefur þar með 27 stig eftir 15 leiki...
Íslensku landsliðsmarkverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu fyrir sínu í kvöld þegar lið þeirra, Kolding og GOG, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli Kolding á Jótlandi. Svo fór að Viktor Gísli og félagar hrósuðu...
Eftir tvo tapleiki í röð í deildinni komst IFK Kristianstad inn á sigurbraut í kvöld á heimavelli þegar liðið lagði Aranäs á heimavelli, 28:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kristianstad var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Varnarleikur...
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í gærkvöld þegar Barcelona vann Zagreb á útivelli í 11. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik, 37:33. Barcelona hefur yfirburðastöðu í B-riðli keppninnar með 22 stig eftir 11 leiki. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrisvar sinnum fyrir...
Sveinn Jóhannsson og samherjar í SöndersjyskE gulltryggðu sér sæti í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Mos-Thy, 25:22, á heimavelli Mors í 20. umferð deildarinnar. Um leið dofnaði mjög yfir vonum leikmanna Mors-Thy...
Íslendingar fögnuðu sigri í þremur af fjórum viðureignum kvöldsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í fjórða leiknum tapaði Stuttgart, með þá Viggó Kristjánsson og Elvar Ásgeirsson innanborðs öðrum leik sínum í röð og aftur fyrir einu af neðstu...
Neistin og ríkjandi bikarmeistarar H71 standa betur að vígi en andstæðingarnir þegar fyrri leikjum í undanúrslitum færeysku bikarkeppninnar í handknattleik er lokið. Fyrri leikirnir voru háðir í gær.Hörður Fannar Sigþórsson skoraði tvö mörk þegar KÍF tapaði með eins marks...
Vendsyssel, liðið sem Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir leika með, féll úr dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld en liðið kom upp í deildina fyrir þetta tímabil. Vendsyssel tapaði fyrir Köbenhavn Håndbold, 37:26, á útivelli í næst síðustu umferð deildarinnar...
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, fær mikla samkeppni um markvarðastöðuna hjá dönsku bikarmeisturunum GOG á næstu leiktíð. Félagið tilkynnti í morgun um að það hafi samið við norska landsliðsmarkvörðinn Torbjørn Bergerud.Bergerud er talinn vera einn fremsti markvörður Evrópu...
Átta leikir voru háðir í riðlunum fjórum í Evrópudeildinni í handknattleik karla í kvöld þar sem íslenskir handknattleikmenn komu talsvert við sögu í nokkrum þeirra. M.a. fóru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson á kostum með SC Magdeburg...