Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í danska liðinu GOG komust í dag í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik með 11 marka sigri á Celje Lasko frá Slóveníu, 36:25. Leikið var í Danmörku og þurfti GOG að vinna upp fjögurra...
Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye, en hjá því starfar Roland Eradze sem aðstoðarþjálfari, leikur um þriðja sæti í Austur-Evrópudeildinni, SHEA Gazprom League, í handknattleik karla á morgun gegn Meshkov Brest. Motor tapaði í gær fyrir Veszrpém í undanúrslitum, 36:29, eftir...
Gellir Michaelsson er nýjasti liðsmaður Vængja Júpiters sem leikur í Grill 66-deild karla á keppnistímabilinu sem hefst síðar í þessum mánuði. Gellir var einn leikmanna Kríu á síðasta tímabili. Þar áður lék hann m.a. með FH.
Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður,...
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ sagði handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson við handbolta.is í morgun um það hvernig honum leið að mæta á ný út á handknattleiksvöllinn í gærkvöld. Gísli Þorgeir hefur verið frá keppni síðan síðla í mars þegar hann...
„Það hefur ríkt mikil eftirvænting innan félagsins í allt sumar yfir að fá loksins tækifæri á að vera á ný í bestu deild þýska handboltans,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir handknattleikskona hjá þýska liðinu BSV Sachsen Zwickau þegar handbolti.is sló...
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður, lék sinn fyrsta handboltaleik í gærkvöld síðan hann fór úr axlarlið síðla í mars á þessu ári. Gísli Þorgeir var í liði SC Magdeburg er það mætti HC Erlangen og vann, 34:22, í síðasta æfingaleik...
Kasper Larsen, markvörður, sá til þess að stjörnum prýtt meistaralið Danmerkur, Aalborg Håndbold, fór tómhent heim frá heimsókn sinni til Sveins Jóhannssonar og samherja í SönderjyskE í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, lokatölur 29:28.
Larsen varði frá Norðmanninum Kristian...
Elías Már Halldórsson og leikmenn hans í Fredrikstad Bkl. réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Liðið fékk stjörnum prýtt lið Evrópumeistara Vipers Kristiansand í heimsókn í Kongstenhallen...
FH-ingurinn Embla Jónsdóttir hefur verið kölluð inn í aðalliðið hjá Göppingen fyrir komandi keppnistímabil. Embla lék með liði tvö hjá félaginu á síðustu leiktíð í 3. deild. Frá þessu var greint í dag.
Embla leikur í vinstra horni og er...
„Ég hef virkilega gaman af þessu. Þjálfarastarfið hefur uppfyllt mínar væntingar og rúmlega það,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach, er handbolti.is sló á þráðinn til hans í gær. Rúmt ár er síðan Guðjón Valur tók við...
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, segir í samtali við Sport Bild að tímabært sé að fækka liðum í þýsku 1. deildinni um tvö, úr 18 niður í 16. Fækka verði leikjum svo tími gefist til landsliðsæfinga. Verði...
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk ekki að verja mark GOG lengi í gær þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 39:30, í upphafsleik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni. Leikið var á heimavelli GOG. Viktor Gísli varði tvö af þeim sex skotum sem bárust á...
Hannes Jón Jónsson fagnaði sigri í kvöld með lærisveinum sínum í meistaraliðinu Alpla Hard í meistarakeppninni í Austurríki. Alpla Hard vann Aon Fivers örugglega 33:27. Hard var með þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 16:13.
Það er skammt stórra...
Stórleikur landsliðsmarkvarðarins Elínar Jónu Þorsteinsdóttur dugði ekki liði hennar, Ringkøbing Håndbold, til sigurs á Randers í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik á heimavelli í kvöld.
Elín Jóna, sem gekk til liðs við nýliða Ringkøbing Håndbold í sumar frá...
Axel Stefánsson, handknattleiksþjálfari, og leikmenn hans í Storhamar byrjuðu keppni í norsku úrvalsdeild kvenna með sigri á Larvik, 30:26, á útivelli eftir hreint ævintýralegan síðari hálfleik. Storhamar skoraði þá 21 mark og vissu leikmenn Larvik ekki hvaðan á...