Handknattleikskonan Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur tekið fram keppnisskóna á nýjan leik og hefur æft af krafti með Val upp á síðkastið. Morgan lék síðast með Val keppnistímabilið 2018/2019 og varð Íslandsmeistari. Hún hefur ákveðið að hella sér í slaginn...
Dominik Mathe tryggði í kvöld Noregsmeisturum Elverum sigur á Drammen, 34:33, með sigurmarki sex sekúndum fyrir leikslok í fyrsta leiknum sem fram fer í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í 252 daga eða frá 22. desember á síðasta ári. Mikill...
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG, er á ný sterklega orðaður við franska liðið HBC Nantes. Samkvæmt óstaðfestum fregnum Ouest France í morgun þá hefur Nantes samið við Viktor Gísla og króatíska landsliðsmarkvörðinn Ivan Pesic...
Kórdrengir leita logandi ljósi að þjálfara fyrir lið sitt áður en átökin hefjast í Grill 66-deildinni eftir hálfa fjórðu viku. Handbolti.is hefur heimildir fyrir því að Kórdrengir hafi m.a. rætt við Bjarka Sigurðsson þjálfara og fyrrverandi landsliðsmann í handknattleik...
Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen komust örugglega í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í gær þegar þeir unnu Spor Totor SK frá Ankara öðru sinni á tveimur dögum með miklum mun. Í gær skakkaði 20...
Teitur Örn Einarsson skaut IFK Kristianstad í 16-liða úrslit sænsku bikarkeppninni í handknattleik í dag. Hann átti stórleik og skoraði átta mörk í tíu marka sigri Kristianstad, 34:24, á Anderstorp SK á útivelli í lokaumferð riðlakeppni 32-liða úrslita.
Kristianstad og...
Aron Pálmarsson og samerjar í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold komust í dag í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar með sigri á HC Midtjylland, 36:29, á útivelli. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16. Liðsmenn HC Midtjylland náðu að...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk þegar Skövde vann IFK Tumba, 35:29, í lokaleik liðanna í 4. riðli 32 liða úrslita sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Skövde er komið í 16 liða úrslit keppninnar. Leikmenn Tumba sitja eftir...
Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu stórsigur á Spor Toto SK frá Tyrklandi, 38:22, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag en leikið var í Þýskalandi. Liðin mætast öðru sinni á...
Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Gummersbach tryggði sér sæti í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær með því að leggja Pforzheim/Eutingen, 25:20, á útivelli í fyrstu umferð. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö...
Handknattleiksþjálfari Hannes Jón Jónsson færði sig um set í sumar og fluttist án ný yfir landamærin til Austurríkis eftir tveggja ára veru í Þýskalandi við stjórnvölin hjá Bietigheim. Hannes Jón réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur...
„Ég er kominn nokkuð langt með endurhæfinguna og vonast til að spila síðasta æfingarleikinn okkar sem verður í næstu viku,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildar liðsins Frish Auf Göppingen við handbolta.is í...
Elías Már Halldórsson er kominn áfram í næstu umferð norsku bikarkeppninnar með lið sitt, Fredrikstad Bkl., eftir öruggan sigur á Reistad á útivelli í gærkvöld, 37:21. Fredrikstad Bkl. var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:11. Elías Már...
Aron Pálmarsson er þekktasti og besti handknattleiksmaður sem komið hefur inn í danskan handknattleik í a.m.k. áratug. Þetta fullyrðir Peter Bruun Jørgensen, einn sérfræðinga dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
„Aron er stærsta nafnið sem komið hefur inn í danska handknattleik í...
Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í gærkvöld með öruggum sigri á Ringsted, 32:28, á útivelli. Grunnur að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik en að honum loknum var...