Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handknattleik unnu öruggan sigur, 36:26, á landsliði Brasilíu í fyrri vináttuleik þýska landsliðsins í undirbúningnum fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum. Leikið var í Nürnberg að viðstöddum rétt tæplega 700 áhorfendum. Þýska...
SC Magdeburg, sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með, tekur þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða (IHF Super Globe) sem fram fer í Dschidda í Sádi-Arabíu 4. til 10. október. Félagið greinir frá því í morgun að boð...
Patrekur Jóhannesson núverandi þjálfari karlaliðs Stjörnunnar og fyrrverandi landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik karla var í gær sæmdur silfurmerki Austurríkis fyrir störf í þágu íþrótta í Austurríki.
Maria Rotheiser-Scotti sendiherra Austurríkis á Íslandi sæmdi Patrek silfurmerkinu við athöfn á Bessastöðum að...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Ólafur Andrés Guðmundsson, verður leikmaður franska stórliðsins Montpellier á næsta keppnistímabili. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og um sé að ræða tveggja ára samning.
Reiknað er með að greint verði frá vistaskiptum Ólafs Andrésar á allra næstu...
Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, vann í morgun þriðja vináttuleikinn í röð við landslið Eistlands, 40:25, en eins og fyrri viðureignirnar sem fram fóru á laugardaginn og mánudaginn, þá eru þær liður í undirbúningi landsliðs Barein fyrir þátttöku...
Markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla og leikmaður SC Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon, var vitanlega valinn í úrvalslið deildarinnar sem kynnt var til sögunnar í morgun. Valið er enn ein rósin í hnappagat Ómars Inga eftir frábært keppnistímabil....
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein unnu landslið Eistlands, 36:25, í fyrstu viðureign liðanna af þremur á nokkrum dögum í Barein í fyrradag. Liðin mætast aftur í dag.
Leikirnir eru liður í undirbúningi Bareina fyrir Ólympíuleikana en...
Handknattleikskonan Harpa Rut Jónsdóttir, leikmaður LK Zug í Sviss, var kjörin vinsælasti leikmaður efstu deildar kvenna í svissneska handknattleiknum á nýliðinni leiktíð. Kosningin fór fram á netinu og stóð valið á milli þriggja leikmanna úr hverju liði deildarinnar. Niðurstöðu...
Þegar aðeins er litið til fjölda varinna skota en ekki til hlutfalls varinna skota og markafjölda þá eru tveir íslenskir markverðir á lista yfir þá 20 markverði í þýsku 2. deildinni sem náðu að verja flest skot allra á...
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna, hefur valið þá 15 leikmenn sem hann ætlar að fara með til þátttöku á Ólympíuleikunum í Tokýó síðar í þessum mánuði. Norska liðið hefur verið í æfingabúðum í Frakklandi frá...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, sem Aron Pálmarsson gengur til liðs við í sumar og leikur með næstu árin, hafnaði ekki í riðli með Evrópumeisturum Barcelona þegar dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í morgun.
Aalborg verður í...
„Við förum til Tókýó til þess að leika eins og vel og kostur er á, stefnan er sett á verðlaun,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik við þýska fjölmiðla eftir að hann valdi 17 leikmenn til æfinga...
Þýska handknattleiksliðið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, staðfesti í morgun fregnir um að markvörðurinn Martin Nagy hafi samið um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.
Nagy kom til Vals á síðasta sumri og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu á...
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur valið 17 leikmenn til æfinga vegna þátttöku þýska landsliðsins í Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan í lok næsta mánaðar og í byrjun ágúst. Fjórtán leikmenn verða í hópnum...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði lokaumferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem lauk á sunnudaginn. Annarsvegar Bjarki Már Elísson vinstri hornamaður hjá Lemgo og hinsvegar Viggó Kristjánsson, örvhenta skyttan í herbúðum Stuttgart.
Bjarki Már fór á kostum á heimavelli...