- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Í liði umferðarinnar eftir kveðjuleikinn

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn síðasta leik fyrir Bietigheim á laugardaginn þegar liðið vann HSV Hamburg, 28:27, á heimavelli. Aron Rafn stóð sig afar vel í kveðjuleiknum, varði 17 skot og var með 39% hlutfallsmarkvörslu. Fyrir frammistöðuna er...

Bara tölur á blaði – markakóngurinn framlengir til 2026

„Það er góður áfangi að ná þessu þótt það hafi ekki verið markmiðið þegar keppnistímabilið hófst. Það er bara gaman,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg, sem í gær varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 274 mörk...

Molakaffi: Áfangar hjá Ómari og Bjarka, sögulegur Sagosen, Coburg, Mensing

Ómar Ingi Magnússon braut blað í sögu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær þegar hann varð markakóngur. Hann varð þar með fyrsti leikmaður deildarinnar sem verður markakóngur hennar á fyrsta keppnistímabili frá því að núverandi deildarfyrirkomulag var tekið...
- Auglýsing -

Er fjórði íslenski markakóngurinn í Þýskalandi

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg, varð í dag markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Hann skoraði 12 mörk í síðasta leik Magdeburg á keppnistímabilinu gegn Lemgo og skoraði alls 274 mörk í 38 leikjum, fjórum mörkum fleiri en Marcel...

Kiel meistari annað árið í röð

Kiel varð í dag þýskur meistari í handknattleik karla þrátt fyrir að liðið hafi gert jafntefli við Rhein-Neckar Löwen í lokaumferðinni, 25:25. Kiel fékk 68 stig í 38 leikjum eins og Flensburg en stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum. Flensburg...

Bjarki og Ómar luku tímabilinu á flugeldasýningu

Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon buðu upp á flugeldasýningu í dag þegar lið þeirra, Lemgo og Magdeburg, mættust í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Bjarki Már skoraði 15 mörk og Ómar Ingi var með 12 mörk...
- Auglýsing -

Guðjón Valur og lærisveinar sitja eftir með sárt ennið

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach sitja eftir með sárt ennið í þriðja sæti þýsku 2. deildarinnar þrátt fyrir sigur í lokaumferðinni í dag. Liðið fer ekki upp í efstu deild heldur kemur það í hlut HSV...

Viktor Gísli er efnilegasti markvörður heims

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins GOG, var kjörinn efnilegasti markvörður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir meðal lesenda sinna. Miðað var við að leikmenn væri fæddir 1999 eða síðar. Tilnefndir voru fjórir leikmenn í hverri...

Rúnar varð í öðru sæti

Rúnar Sigtryggsson hafnaði í öðru sæti í kjöri á þjálfara ársins í þýsku 2. deildinni í handknattleik en kjörgengir voru þjálfarar deildarinnar og forsvarsmenn félaganna sem eiga lið í deildinni. Torsten Jansen þjálfari HSV Hamburg varð efstur í kjörinu...
- Auglýsing -

Þrír Íslendingar á meðal fimm efstu

Þjóðverjinn Marcel Schiller, leikmaður Göppingen, og Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður og liðsmaður SC Magdeburg, berjast um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik í lokaumferðinni sem fram fer á sunnudaginn. Schiller skoraði 14 mörk í gær þegar Göppingen vann...

Eitt mark skilur að Ómar Inga og Schiller fyrir lokaumferðina

Það stefnir í æsilega spennu um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar lokaumferð deildarinnar fer fram á sunnudaginn. Aðeins munar einu marki á Marcel Schiller leikmanni Göppingen og Ómari Inga Magnússyni eftir að báðir léku með liðum...

Oddur og félagar eru komnir fyrir vind

Oddur Gretarsson og félagar í Balingen-Weilstetten eru komnir fyrir vind eftir sigur á Hannover-Burgdorf, 30:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Balingen er þar með fimm stigum frá fallsæti en í því sæti situr Ludwigshafen sem hefur sótt hart...
- Auglýsing -

Aron í kjöri á liði ársins

Aron Pálmarsson er einn fimm leikmanna í sinni stöðu sem valið stendur á milli í kjöri á úrvalsliði leikmanna ársins í spænska handknattleiknum. Kjörið stendur nú öllum opið á netinu. Aron er í stöðu vinstri skyttu og er hægt að...

Er betri handboltamaður en fyrir tveimur árum

Handknattleiksmaðurinn og Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er þessa dagana að pakka niður föggum sínum í Skjern á Jótlandi eftir tvö lærdómsrík ár. Í næsta mánuði flytur hann ásamt sambýliskonu og barni frá Danmörku til Melsungen í miðju Þýskalands þar...

Molakaffi: Sveinbjörn, Arnar, Aron Rafn, lokahóf Hauka

Sveinbjörn Pétursson stóð sig afar vel í marki EHV Aue í þær 40 mínútur sem hann var á vaktinni í gær þegar Aue vann Dessau, 25:24, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Sveinbjörn varði 11 skot, þar...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -