Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Heldur áfram í Álaborg

Arnór Atlason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold um að sinna áfram starfi aðstoðarþjálfara liðsins. Nýi samningurinn gildir fram til ársins 2023.Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari Aalborg-liðsins frá sumrinu 2018 þegar hann lagði...

Sigur eftir mikið púsluspil

„Við erum sáttar að enda árið með sigri,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir við handbolta.is eftir að lið hennar, Bayer Leverkusen, vann Göppingen í þýsku 1. deildinni í kvöld á heimavelli, 24:19. Leverkusen endar þar með árið í áttunda sæti og...

Elliði Snær og Guðjón Valur hársbreidd frá ellefta sigrinum í röð

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur hjá Gummersbach í kvöld þegar liðið fékk eitt stig í heimsókn sinni til Dormagen, 24:24. Elliði Snær skoraði sex mörk í sjö skotum í fyrsta jafnteflisleik Gummersbach í deildinni á leiktíðinni en liðið er...
- Auglýsing -

Sigur og tap á Jótlandi

Thea Imani Sturludóttir og samherjar í Aarhus United fóru af krafti af stað í kvöld þegar keppni hófst að fullum þunga í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sex vikna hlé vegna Evrópumótsins. Aarhus United tók þá lið Horsens í...

Geta kvatt árið með sigurbros á vör

Íslenskir handknattleiksmenn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik geta vel við unað eftir síðustu leiki sína í deildinni á þessu ári sem fram fóru í kvöld. Þeir sem voru í eldlínunni á annað borð voru í sigurliðum þegar upp var...

Rúnar heldur áfram

Rúnar Sigtryggsson heldur áfram að þjálfa þýska 2. deildarliðið EHV Aue á nýju ári. Hann staðfesti það við handbolta.is í dag. Rúnar tók tímabundið við þjálfun liðsins í byrjun desember vegna veikinda Stephen Swat aðalþjálfara liðsins. Swat veiktist...
- Auglýsing -

Arnar Birkir og Sveinbjörn fóru á kostum

Arnar Birkir Hálfdánsson átti stórleik í kvöld fyrir EHV Aue og Sveinbjörn Pétursson stóð sig einnig afar vel í markinu þegar liðið gerði jafntefli við Hamm-Westfalen, 26:26, í þýsku 2. deildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli Aue....

Undrabati og Barcelona í úrslit í tólfta sinn

Barcelona leikur í tólfta sinn til úrslita í Meistaradeild karla í handknattleik annað kvöld gegn annað hvort THW Kiel eða Veszprém. Það varð ljóst eftir að Aron Pálmarsson og félagar unnu franska meistaraliðið PSG örugglega í undanúrslitum í kvöld,...

Aron heldur áfram að skrifa söguna

Aron Pálmarsson heldur áfram að skrifa söguna í Meistaradeild karla í handknattleik í dag þegar hann tekur þátt í leik Barcelona og PSG í undanúrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik í Köln. Aron verður þar með fyrsti handknattleiksmaðurinn í sögunni...
- Auglýsing -

Arnór Þór hefur skrifað undir nýjan samning

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Arnór Þór Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Bergischer HC til tveggja ára með möguleika á uppsögn vorið 2022. Frá þessu greinir Arnór Þór í samtali við Akureyri.net í morgun. Samningur Arnórs Þórs...

Íslenskir handknattleiksmenn í eldlínu Meistaradeildar

Undanúrslitaleikir Meistaradeildar karla vegna leiktíðarinnar 2019/2020 fara fram í kvöld. Barcelona og PSG mætast klukkan 17 og Veszprém og Kiel tveimur og hálfri stund síðar. Að vanda fara leikirnir undanúrslita fram í Lanxess-Arena í Köln. Aron Pálmarsson er með...

Þréttán marka skellur

Handknattleiksliðið Bietigheim sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson leikur með fékk slæma útreið í heimsókn sinni til Dessauer í dag. Leikmenn Bietigheim voru langt á eftir frá upphafi til enda og máttu bíta í það...
- Auglýsing -

Ellefti sigurinn hjá Guðjóni Val og Elliða Snæ

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda sigurgöngu sinni áfram í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Í dag unnu þeir mikilvægan sigur þegar N-Lübbecke kom í heimsókn, 27:24. Lið N-Lübbecke situr í þriðja sæti deildarinnar.Gummersbach hefur þar með unnið...

Alexander og Ýmir Örn upp í annað sæti

Rhein-Neckar Löwen færðist upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með stórsigri á botnliði Coburg, 39:24, á heimavelli í síðasta leik liðanna á þessu ári. Löwen hafði yfirburði í leiknum frá upphafi til enda og hafði m.a....

Botninn datt úr þegar markvörðurinn fékk boltann í andlitið

„Við spiluðum frábæra vörn allan fyrri hálfleikinn og markvarslan frábær en svo var skotið í andlitið á markverði okkar. Hann gat ekki leikið meira eftir það. Þar með var eins og allur takturinn dytti úr vörninni hjá okkur,“ sagði...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -