- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Leikur ekki meira með Íslandi á HM – er farinn heim

Alexander Petersson leikur ekki fleiri leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Hann kvaddi íslenska hópinn í gærkvöld eftir viðureignina við Sviss. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssamband Íslands var að senda...

Alexander er leið til Flensburg

Uppfærð frétt klukkan 07.36. Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt að loknu heimsmeistaramótinu í Egyptalandi samkvæmt frétt Flensburger Tageblatt í morgun. Blaðið hefur þetta samkvæmt óstaðfestum heimildum. Handbolti.is fékk fyrir fáeinum mínútum staðfestingu frá...

Elín Jóna átti stórleik í langþráðum sigri

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik í kvöld þegar lið hennar og Steinunnar Hansdóttur, Vendsyssel, vann langþráðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í heimsókn til Skanderborg, 28:24. Þetta var fyrsti sigur Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni...
- Auglýsing -

Halldór í milliriðil með Barein – Íslendingaslagur í aðsigi

Halldór Jóhann Sigfússon stýrði landsliði Barein til sigurs á Kongó í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik í Egyptalandi í kvöld, 34:27. Þar með tryggði Barein sér sæti í milliriðlakeppni mótsins og mætir liðum um C-riðli. Þar með er ljóst...

„Ég er stoltur af strákunum“

„Við erum gríðarlega stoltir af árangri okkar. Jafntefli við Króata í fyrstu umferð gerir árangurinn ennþá stærri vegna þess að nú förum við með stig áfram inn í milliriðilinn,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í samtali við handbolta.is rétt...

Dagur kominn með japanska landsliðið í milliriðla

Dagur Sigurðsson er kominn með japanska landsliðið í handknattleik karla í millriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Japan vann fyrir stundu Angóla, 30:29, í hörkuleik í Alexandríu í C-riðli keppninnar. Japan fer þar með áfram úr C-riðli með eitt stig eftir...
- Auglýsing -

„Ég er einfaldlega að lifa drauminn“

„Það hefur verið skemmtilegt að takast á við nýja hluti, flytja til útlanda og búa einn. Maður hefur þroskast mikið á hálfu ári. Það alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt og spennandi,“ sagði Eyjapeyinn Elliði Snær Viðarsson...

Alfreð hugsar bara um einn leik í einu

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, segist ekki vita hvað geti talist raunhæft markmið fyrir þýska landsliðið á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Egyptalandi en Alfreð er í hressilegu viðtali við akureyri.net í dag.„Við gefum að minnsta...

Endaspretturinn hófst of seint

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar BSV Sachsen Zwickau töpuðu í gær með minnsta mun, 28:27, á útivelli fyrir TuS Lintfort í þýsku 2. deildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins. Þar með er BSV Sachsen Zwickau...
- Auglýsing -

Sandra og samherjar á sigurbraut á ný

Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, og samherjar hennar í EH Alaborg komust inn á sigurbraut á heimavelli í dag í dönsku B-deildinni í handknattleik. EH Aalborg vann á Roskilde Håndbold, 32:25, á heimavelli í leik þar sem Álaborgarliðið...

Fór meidd af velli eftir níu mínútur í stórsigri

Hildigunnur Einarsdóttir fór meidd af leikvelli eftir níu mínútur í kvöld þegar lið hennar, Bayer Leverkusen, vann öruggan sigur á neðsta liði þýsku 1. deildarinnar, Mainz, 30:21, á útivelli. Með sigrinum færðist Leverkusen upp í fimmta sæti deildarinnar en...

„Fórum illa með færin okkar“

Íslendingaliðið Volda tapaði í kvöld á heimavelli í toppslagnum við Follo í norsku B-deildinni í handknattleik, 27:22, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.„Við fórum illa með færin okkar gegn sterku liði Follo,“ sagði...
- Auglýsing -

HM: Stórviðburður hverjar sem aðstæður eru

Halldór Jóhann Sigfússon tók við þjálfun landsliðs Barein í lok nóvember og stýrir því fram yfir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann er væntanlegur til Kaíró á morgun með sveit sína til Kaíró á morgun fimmtudag en fyrsti leikur Bareina undir...

Þrír Íslendingar í sóttkví eftir leik við landslið Bandaríkjanna

Íslendingarnir þrír í herbúðum danska handknattleiksliðsins Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason, Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason eru ásamt samherjum komnir í frí frá æfingum fram yfir næstu helgi eftir að einn félagi þeirra greindist smitaður af kórónuveirunni í gærmorgun,...

Fyllir Viktor Gísli skarð Nielsen?

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við franska stórliðið Nantes, sem m.a. leikur í Meistaradeild Evrópu. Fullyrt var í hlaðvarpsþættinum HM handkastið í gær að Viktor Gísli gangi til liðs við Nantes sumarið 2022. Vitað er að Nantes leitar að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -