Óvissa ríkir ennþá hvort Aron Pálmarsson muni geta leikið með Barcelona í undanúrslitum og í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fer á mánudaginn og á þriðjudaginn í Lanxess-Arena í Köln. Aron kenndi sér meiðsla í leik Barcelona...
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen töpuðu í gærkvöld fyrir Pfadi Winterthur með sjö marka mun, 32:25, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Winterthur og voru heimamenn tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15.Þetta var þriðji...
Aron Rafn Eðvarðsson og félagar í Bietigheim unnu dýrmætan sigur á Rimpar Wölfe, 25:24, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í hörkuleik í kvöld. Þar með mjakast Bietigheim, sem er undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar örlítið ofar...
Íslendingar voru aðsópsmiklir í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld þótt ekki gengi liða þeirra flestra væri ekki eins og best var á kosið. Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson voru þeir einu sem voru í sigurliði að...
Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg virðist vera vaknað af dvala. Í kvöld vann liðið sinn þriðja leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni og virðist til alls líklegt að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni þegar fjórar umferðir eru eftir af...
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar í Magdeburg fengu eitt stig í heimsókn sinni til Wetzlar í kvöld, 24:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Magdeburg var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik 12:10.Ómar Ingi...
Janus Daði Smárason er kominn í sóttkví eins og aðrir leikmenn Göppingen. Sennilegt er að þeir verði að dúsa í henni árið á enda. Ekki vegna þess að smit hafi komið upp í liðinu heldur eftir að smit greindist...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG halda efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir nauman sigur á næst neðsta liði deildarinnar, Ringsted, 33:31, á heimavelli Ringsted í kvöld. Á sama tíma vann lið Aalborg, ríkjandi meistari, Svein Jóhannsson...
Viggó Kristjánsson, leikmaður Stuttgart og landsliðsmaður, er efstur á lista yfir þá sem skorað hafa flest mörk í þýsku 1. deildinni þegar stór hluti liða í deildinni hefur lokið 14 umferðum af þeim 38 sem eru áformaðar. Viggó er...
Aftur á ný hefur kórónuveirunni slegið niður í herbúðir þýska handknattleiksliðsins MT Melsungen, þar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari, er í þjálfarastól og Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður, leikur með.Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í kvöld segir að...
Tveimur dögum eftir að forsvarsmenn IFK Kristianstad sögðu upp þjálfaranum, Ljubomir Vrjanes, eftir slakt gengi í síðustu leikjum risu leikmenn liðsins upp á afturlappirnar og unnu Alingsås með fjögurra marka, 31:27, á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í...
Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye, þar sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, vann Nantes með eins marks mun í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í gær, 29:28. Leikið var í Zaporozhye. Leiknum hafði verið frestað í vetur vegna veirunnar. Motor er...
Eftir tap fyrir botnliði Coburg í síðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni þá bitu lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar hjá MT Melsungen frá sér í dag þegar þeir mættu til Göppingen og unnu með sjö marka mun, 30:23. Melsungen...
Rhein-Neckar Löwen slapp með skrekkinn í dag og marði sigur á Bergischer HC, 24:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bergischer átti möguleika á að jafna metin í lokin en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn. Rhein-Neckar hreppti...
Íslendingaliðið EHV Aue tapaði í dag með níu marka mun fyrir Lübeck-Schwartau á útivelli, 34:25, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Leikið var á heimavelli Lübeck-Schwartau. Heimaliðið var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt...