Handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Stjörnuna eftir að hafa leikið með Selfossi allan sinn feril og lengst af verið leiðtogi liðsins.
Stjarnan greindi frá komu Hergeirs fyrir stundu og birti myndskeið sem...
Tjörvi Þorgeirsson einn reyndasti leikmaður Hauka og nýráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins fer í aðgerð á hné í sumar. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli í öðru hné. Rúnar Sigtryggsson, nýráðinn þjálfari Hauka, sagði í gær í samtali við Stöð2...
Ungur og efnilegur handknattleiksmaður, Benedikt Marinó Herdísarson, hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Benedikt Marinó var í leikmannahópi Stjörnunnar í 14 leikjum í Olísdeild í vetur sem leið. Má vænta þess að hann verði oftar í eldlínunni á...
Harla ósennilegt er að markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving leiki handknattleik í efstu deild á næsta keppnistímabili. Andri hefur sett stefnu á meistaranám í hagfræði á næsta ári og ætlar að óbreyttu að einbeita sér að námi og láta handknattleikinn...
Andri Þór Helgason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Andri hefur verið fyrirliði meistaraflokks Gróttu undanfarin tvö tímabilin og skorað 210 mörk á þessum tímabilum
Andri Þór Helgason er fæddur árið 1994 og leikur í vinstra...
„Því miður varð leikurinn í kvöld aldrei jafn eða dramatískur en ég er stoltur af stelpunum fyrir að gefast aldrei upp þótt á brattann hafi verið að sækja frá upphafi til enda,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir að...
Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik. Tekur hann við af Aroni Kristjánssyni sem stýrt hefur liðinu síðustu tvö ár. Rúnar er ráðinn til þriggja ára. Hann var síðast þjálfari Stjörnunnar 2018 til 2020 auk þess...
„Þetta er mikið högg fyrir mig og liðið. Ég tek út pirringinn næstu daga og fer í aðgerð í júní,“ sagði Sigurður Ingiberg Ólafsson handknattleiksmarkvörður hjá ÍR sem leikur ekki með liðinu á næsta keppnistímabili í Olísdeildinni. Sigurður varð...
Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði hefur óskað eftir því við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bæjarfélagið styrki starf deildarinnar vegna tekjutaps sem hún hefur orðið fyrir af völdum kórónuveirunnar. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun og er vísað til bréfs Vigdísar Pálu...
Handknattleiksmaðurinn Pétur Júníusson hefur snúið í heimahagana eftir að hafa verið í herbúðum Víkings á síðustu leiktíð í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á Facebooksíðu handknattleiksdeildar Aftureldingar í dag.
Pétur lék með Aftureldingu upp yngri flokka og var eftir það...
„Eftir tvö góð ár saman þá tekur nýr maður við liðinu og um leið gefst tækifæri til þess fyrir liðið að byrja upp á nýtt,“ sagði Aron Kristjánsson við handbolta.is í gærkvöld eftir að hann stýrði karlaliði Hauka í...
Fyrsta úrslitaviðureign Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla handknattleik fer fram á fimmtudaginn í næstu viku á heimavelli Vals, Origohöllinni. Eftir það verður leikið jafnt og þétt þangað til annað liðið hefur unnið í þrjú skipti. Komi...
ÍR endurheimti á sunnudaginn sæti sitt í Olísdeild karla eftir eins árs fjarveru en liðið vann Fjölni í umspili um sæti í deildinni. Óvíst er hvort þjálfari ÍR síðustu tvö tímabil, Kristinn Björgúlfsson, haldi áfram og þjálfi liðið í...
Glatt var hjalla í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gærkvöld þegar ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik með sigri á Haukum, 34:27, í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum. Hvert sæti í íþróttahöllinni var setið og stemningin...
„Við náðum nokkurnveginn að gera það sem við ætluðum okkur að gera. Varnarleikurinn var frábær á köflum,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við handbolta.is eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik með sigri...