Línumaðurinn sterki, Sveinn Jose Rivera, verður orðinn liðsmaður ÍBV áður en dagurinn er úti samkvæmt heimildum handbolta.is. Sveinn hefur undanfarið rúmt ár verið leikmaður Aftureldingar og tók m.a. þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í Olísdeildinni á þessari...
Stjarnan hefur fengið vinstri hornamann tímbundið að láni frá FH meðan Dagur Gautason verður fjarverandi vegna meiðsla. Um er að ræða Veigar Snæ Sigurðsson.Ekki kemur fram í tilkynningu frá FH um hversu langan tíma er að ræða en...
Spámaður vikunnar er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.Í kvöld hefst fjórða umferð Olísdeildar karla með einum leik, þrír leikir fara fram annað kvöld og tveir á laugardaginn.Rúnar Sigtryggsson er...
Valsmenn hafa ekki sloppið við meiðsli fremur en leikmenn flestra annarra liða nú í upphafi keppnistímabilsins. Að minnsta kosti tveir leikmenn meistaraflokks karla glíma við erfið meiðsli og vafi leikur á þátttöku þeirra í næsta leik liðsins sem fram...
Stjarnan varð fyrir blóðtöku í dag þegar ljóst varð að hornamaðurinn lipri, Dagur Gautason, leikur ekki með liðinu næstu sex til níu vikur. Hann verður þar með ekki með Stjörnunni þegar hans fyrri samherjar í KA mæta í TM-höllina...
Karlalið FH í handknattleik saknar enn tveggja öflugra leikmanna sem ekki hafa leikið með liðinu það sem af er leiktíðar. Annarsvegar er um að ræða hornamanninn sterka Arnar Freyr Ársælsson og hins vegar varnarjaxlinn og skyttuna Ísak Rafnsson. Báðir...
Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson lék ekki með ÍBV gegn Val á laugardaginn. Óvíst er hvort hann verður með Eyjaliðinu á laugardaginn þegar það sækir Þór Akureyri heim í Íþróttahöllina á Akureyri í fjórðu umferð Olísdeildarinnar.Sigtryggur Daði tognaði í...
Úlfar Páll Monsi Þórðarson hefur komið eins og stormsveipur inn í Aftureldingarliðið á leiktíðinni og markahæsti leikmaður þess eftir þrjár umferðir með 17 mörk. Hann er frár á fæti og lipur auk þess að nýta tækifæri sín vel í...
Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið...
Aðeins eitt mark skilur að þrjá markahæstu leikmenn Olísdeildar karla í handknattleik nú þegar þrjár umferðir eru að baki. Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er efstur á listanum með 25 mörk. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson eru...
Það kom nýr þáttur hjá strákunum í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar í dag. Í þættinum í dag fara þeir yfir 3.umferðina í Olísdeild karla ásamt Atla Rúnari Steinþórssyn. Mikilvægi áhorfenda á leikjum ÍBV, Kiddi Björgúlfs um liðið hjá ÍR...
KA og Grótta mættust í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu síðdegis í gær. Leiknum lauk með jafntefli þar sem Birgir Steinn Jónsson, Gróttumaður, jafnaði metin í lokin. KA hefur þar með fjögur stig eftir þrjá fyrstu...
„Þetta er svolítið sama uppskriftin í fyrstu leikjunum okkar. Við erum að leiða nánast allan leikinn en við erum ekki að ná að klára leikina með sigri," sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu við handbolta.is eftir jafntefli liðsins...
Eftir slæman skell á móti Haukum fyrir viku þá sneru leikmenn ÍBV heldur betur við blaðinu í dag þegar þeir skelltu Valsmönnum á sannfærandi hátt í lokaleik 3. umferðar Olísdeildar karla í í Vestmannaeyjum, 28:24.Eyjamenn tóku öll völd...
Brigir Steinn Jónsson var hetja Gróttuliðsins í dag þegar hann sá til þess að liðið fór með annað stigið í farteski sínu suður eftir heimsókn í KA-heimilið. Birgir Steinn jafnaði metinn, 25:25, rétt fyrir leikslok eftir æsilega spennandi leik....