Ingibjørg Olsen og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila.
Ingibjørg kom til ÍBV frá færeyska liðinu Vestmanna fyrir nýafstaðið tímabil. Hún lék stórt hlutverki í U-liði ÍBV á keppnistímabilinu ásamt því að...
Handknattleikskonan Hekla Rún Ámundadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslands- og deildarmeistara Fram. Hún kemur til félagsins frá Haukum þar sem hún hefur leikið síðustu fjögur ár.
Hekla Rún þekkir vel til hjá Fram eftir að hafa leikið...
Ólöf María Stefánsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja keppnistímabila.
Ólöf María hefur leikið með ÍBV síðustu tvö tímabil. Hún var lykilmaður í U-liði ÍBV í vetur sem leið ásamt því að...
Línumaðurinn og varnarjaxlinn Tinna Soffía Traustadóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Tinna Soffía var einn af lykilmönnum Selfossliðsins í vetur sem leið, jafnt í vörn sem sókn, en hún tók skóna af hillunni fyrir...
Unglingalandsliðskonan Lilja Ágústsdóttir hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Val eftir að hafa verið í herbúðum sænska úrvalsdeildarliðsins Lugi síðan í upphafi árs.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér fyrir stundu. Þar...
„Ég ætla að skella mér aftur út til Sviss,“ sagði Sunna Guðrún Pétursdóttir handknattleiksmarkvörður KA/Þórs í samtali við handbolta.is en hún hefur samið við GC Amicitia Zürich til tveggja ára en liðið leikur í efstu deild handknattleiksins. Sunna Guðrún...
Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila.
Sigurður hefur verið þjálfari kvennaliðs ÍBV undangengin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf,...
Elín Klara Þorkelsdóttir var valin efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna í verðlaunahófi HSÍ á dögunum. Valið kom fáum á óvart sem fylgst hafa með kvennahandknattleik síðustu misseri. Elín Klara hefur jafnt og þétt orðið burðarás í liði Hauka í Olísdeildinni...
Handknattleikskonan Ásta Björt Júlíusdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hún snýr þar með aftur eftir eins árs veru hjá Haukum.
Ásta Björt, sem er örvhent skytta og með öruggari vítaskyttum Olísdeildarinnar, er Eyjamaður í húð og...
Handknattleikskonan Sara Katrín Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK. Sara er uppalinn HK-ingur og hefur þar af leiðandi leikið upp yngri flokka félagsins. Hún var í vaxandi hlutverki í meistaraflokksliði félagsins í Olísdeildinni á síðustu leiktíð.
Sara...
„Ég hef haft það á bak við eyrað síðustu tvö ár að komst út og reyna fyrir mér þegar tækifæri gæfist. Það hefur heldur ekkert verið auðvelt fyrir mig að fara út, meðal annars vegna uppeldisgjalda. Nú opnaðist tækifæri...
Átta lið frá sex félögum unnu sér inn þátttökurétt á Evrópumótum félagsliða í handknattleik á næsta keppnistímabili. Forsvarsmenn þeirra verða að gera upp hug sinn síðasta lagi í byrjun júli hvort þeir ætla að nýta réttinn og þá hvernig...
Landsliðskonan Sigríður Hauksdóttir hefur fetað í fótspor ömmu sinnar Sigríðar Sigurðardóttur og gengið til liðs við Val. Sigríður kemur til Vals frá HK hvar hún hefur verið ein burðarása liðsins. Sigríður var þar áður einnig í meistaraflokksliði Fylkis um...
Landsliðskonan í handknatteik, Lovísa Thompson, hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing Håndbold frá og með næsta keppnistímabili. Hún verður þar með samherji Elínar Jónu Þorsteinsdóttur landsliðsmarkvarðar. Þær voru eitt sinn samherjar hjá Gróttu.Ringkøbing Håndbold er með bækistöðvar á Jótlandi....
45. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag.
Í þættinum er fjallað um leiki 3 og 4 í úrslitum Olísdeildar kvenna. Í leik 3 voru Framkonur ákveðnari og fóru með sigur af hólmi og munaði mestu um að...