Olís kvenna

- Auglýsing -

Aftur stakk Valur af í síðari hálfleik

Valur vann Hauka, 32:26, í lokaleik 5. umferðar Olísdeildar kvenna í Origohöllinni í dag. Þar með treysti Valsliðið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Fram sem er efst. Valur á leik til góða. Þetta var hinsvegar...

Dagskráin: Taplaus lið ljúka 5. umferð – Nær FH efsta sæti?

Fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lýkur í dag með viðureign Vals og Hauka í Origohöllinni klukkan 14. Hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa eftir að hafa leikið þrjá leiki en vegna þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppni hefur...

Meistararnir sluppu með skrekkinn

Meistarar KA/Þórs lentu í kröppum dansi í KA-heimilinu í dag þegar HK kom í heimsókn. Máttu meistararnir þakka fyrir annað stigið þegar upp var staðið eftir jafnan leik, 26:26. HK var marki yfir, 13:12, að loknum fyrri hálfleik. Gestirnir...
- Auglýsing -

Zecevic fór á kostum í Eyjum

Eftir talsverðan barning í lokin þá tókst Stjörnunni að fagna sigri á ÍBV í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 26:24. Eva Björk Davíðsdóttir innsiglaði sigurinn á síðustu sekúndunum og hjó þá á nærri...

Olísdeild kvenna: Hver er staðan?

Tveir leikir eru í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag og hefjast þeir báðir klukkan 15. KA/Þór og HK eigast við í KA-heimilinu og ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Vestmannaeyjum. Handbolti.is freistar þess að fylgjast með báðum leikjum...

Dagskráin: Akureyri og Eyjar – toppliðin í Grillinu

Tveir leikir verða í Olísdeild kvenna í dag og sömuleiðis eru tvær viðureignir á dagskrá í Grill66-deild karla þar sem efstu liðin, Hörður og ÍR, verða í eldlínunni á heimavelli.Íslandsmeistarar KA/Þórs fá HK í heimsókn í KA-heimilið klukkan 15....
- Auglýsing -

Torsóttur sigur að Varmá

Eins og e.t.v. flestir reiknuðu með þá lagði efsta lið Olísdeildar kvenna, Fram, neðsta liðið, Aftureldingu í viðureign liðanna að Varmá í kvöld. Sigurinn var hinsvegar torsóttari fyrir Framara en staða liðanna í deildinni gefur til kynna. Aftureldingarliðið veitti...

Dagskráin: Taplausu liðin mætast

Nóg verður um að vera í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld þegar keppni hefst í fimmtu umferð í kvennaflokki en í sjöttu umferð hjá körlunum. Önnur viðureignin í Olísdeild karla er sannkallaður toppslagur.Þeir gerast vart stærri leikirnir, svo...

Lovísa setur sjálfa sig í fyrsta sæti – leitar gleðinnar á ný

Lovísa Thompson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í handknattleik, ætlar að rifa seglin um stundarsakir og taka sér hlé frá handknattleik þangað til hún finnur löngunina á nýja leik. Hún ætlar að sleppa takinu af Lovísu Thompson og vera...
- Auglýsing -

Olísdeild kvenna – 4. umferð, samantekt

Fjórðu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lauk á laugardaginn. Helstu niðurstöður eru þessar:HK - ÍBV 27:21 (14:9). Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Sara Katrín Gunnarsdóttir 7, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Þóra...

Sneru við taflinu og skelltu tvöföldum meisturum

Fram komst í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Framhúsinu, 27:25, í síðasta leik fjórðu umferðar. Framarar hafa þar með sjö stig og er stigi á undan Val sem...

Hristu Aftureldingu af sér í síðari hálfleik

Haukar halda sínu striki í Olísdeild kvenna og eru enn án taps í deildinni eftir öruggan sigur á nýliðum Aftureldingar, 29:21, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í fjórðu umferð deildarinnar. Aftureldingarliðið veitti þó harða mótspyrnu lengi vel og var m.a....
- Auglýsing -

„Sigurinn var mjög sanngjarn“

„Liðið kom mjög kröftugt til leiks í síðari hálfleik. Varnarleikurinn og markvarslan var frábær. Sóknarleikurinn var framúrskarandi þar sem margir leikmenn lögðu í púkkið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson í samtali við handbolta.is í gærkvöld efti öruggan sigur Vals, 31:23,...

Valur yfirspilaði Stjörnuna í síðari hálfleik

Ekkert hik er að finna á leikmönnum Vals í Olísdeild kvenna. Valur vann í kvöld þriðja leik sinn í deildinni er liðið sótti Stjörnuna heim og sigraði örugglega, 31:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik,...

Dagskráin: Valur og Víkingur sækja Stjörnuna heim

Áfram verður haldið leik í 4. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik þegar Stjarnan fær Val í heimsókn í TM-höllina klukkan 18. Umferðin hófst í gær með viðureign HK og ÍBV í Kórnum þar sem HK vann sinn fyrsta leik...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -